Sælir
Er með gervihnött stilltan á Astra2 (28° frá suðri) Virkar fínt jafnvel þótt kvikyndið sé aðeins 80cm og ég á Akureyri.
Málið er að ég er með Epson skjávarpa sem tekur 720 eða HD og vill geta horft á efni í HD. Móttakarinn er gamall og er örugglega ekki HD. Var að gúgla þetta en fann ekki nógu örugglega út hvort og hversu mikið sé sent út á HD þarna. Þeir eru með itv stöðvarnar, BBC ofl.
Veit einhver hvort ég græði eitthvað á því að uppfæra móttakarann?
Kv.
Astra2 Sky High Definition útsendingar
Re: Astra2 Sky High Definition útsendingar
Ég er búinn að vera með SKY í mörg ár og ég horfi EINGÖNGU á HD stöðvarnar. Það eru held ég örugglega 70 stöðvar í HD þarna, allar SKY, BBC, Discovery, ITV, Disnay ofl ofl þannig að já ég myndi hiklaust mæla með að uppfæra. Fæ bara ill í augun í þau fáu skipti sem einhver í fjölskyldunni horfir á SD þátt eða mynd.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Astra2 Sky High Definition útsendingar
Er reyndar enn bara með frírásirnar. Eru einhverjar HD rásir þar?
Eins minnir mig að ég hafi lesið að HD útsendingarnar væru ekki eins dreifðar (meira fókuseraðar) og við á mörkunum að ná þeim, er það rétt?
Eins minnir mig að ég hafi lesið að HD útsendingarnar væru ekki eins dreifðar (meira fókuseraðar) og við á mörkunum að ná þeim, er það rétt?
Re: Astra2 Sky High Definition útsendingar
BBC HD virkar fínt hérna.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.