Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Yawnk » Sun 15. Des 2013 00:49

Sælir, er að fara í aðgerð á mánudaginn til að láta laga hjá mér skakkt miðnes, get eiginlega aldrei andað með vinstri nösinni og er alltaf stíflaður, hefur einhver hér farið í svona aðgerð? Væri alveg til í að heyra nokkrar reynslusögur... En vinsamlegast sleppið upplýsingum um hvernig aðgerðin er framkvæmd, hef engan áhuga á að heyra svoleiðis :catgotmyballs



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf tdog » Sun 15. Des 2013 01:12

Slepptu því a.m.k. að fara til Stefáns Blackburn í svona aðgerð...



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Yawnk » Sun 15. Des 2013 01:27

tdog skrifaði:Slepptu því a.m.k. að fara til Stefáns Blackburn í svona aðgerð...

Hahahaha, já nema hann sé nýorðinn læknir í Glæsibænum þá held ég að ég fari ekki til hans ;D




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Garri » Sun 15. Des 2013 01:52

Hugsa samt að það sé töluvert ódýrara..



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf hfwf » Sun 15. Des 2013 01:56

Flott að fólk geti djókað svona upp á þetta. Prufaðu bara snýta þér.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Viktor » Sun 15. Des 2013 06:07

Þú baðst um það



I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Yawnk » Sun 15. Des 2013 13:24

@Sallarólegur - [-X Ætla ekki að smella á þetta!
En hefur enginn hér farið í svona aðgerð? þetta er mjög algeng aðgerð.

@hfwf - Prófa að snýta mér? Ekki tjá þig um þetta ef þú veist nákvæmlega ekki neitt hvað þú ert að tala um.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf roadwarrior » Sun 15. Des 2013 20:27

Fór í svona aðgerð. Allt annað líf núna. Önnur nösin var alltaf stífluð og þegar ég lá útaf eða var að fara sofa andaði ég oftast með munninum. Helv óþægilegt eftir aðgerðina í nokkra daga en svo skánar þetta. Fyrsta sólarhringinn verður þú með tróð í nefinu sem er mjög óþægilegt. Passaðu bara þig þegar þú ferð að sofa annað kvöld að vera með eitthvað sem varnar því að þú verðir of þurr í hálsinum td að atthuga hvort einhver olíukendur munn/hálsúði er í boði í apotekunum. Þegar maður getur ekki andað í gegnum nasirnar er hætt við að munnur, háls og kverkar ofþorni þegar þú sefur. Svo verður þú gefa þessu tíma að jafna sig. Ekki vera að reyna að snýta eða sjúga uppí nefið á þér næstu daga



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Yawnk » Sun 15. Des 2013 20:39

roadwarrior skrifaði:Fór í svona aðgerð. Allt annað líf núna. Önnur nösin var alltaf stífluð og þegar ég lá útaf eða var að fara sofa andaði ég oftast með munninum. Helv óþægilegt eftir aðgerðina í nokkra daga en svo skánar þetta. Fyrsta sólarhringinn verður þú með tróð í nefinu sem er mjög óþægilegt. Passaðu bara þig þegar þú ferð að sofa annað kvöld að vera með eitthvað sem varnar því að þú verðir of þurr í hálsinum td að atthuga hvort einhver olíukendur munn/hálsúði er í boði í apotekunum. Þegar maður getur ekki andað í gegnum nasirnar er hætt við að munnur, háls og kverkar ofþorni þegar þú sefur. Svo verður þú gefa þessu tíma að jafna sig. Ekki vera að reyna að snýta eða sjúga uppí nefið á þér næstu daga


Önnur nösin var alltaf stífluð og þegar ég lá útaf eða var að fara sofa andaði ég oftast með munninum.

Nákvæmlega sama hjá mér, vakna yfirleitt alla morgna þurr í kjaftinum, ekki hjálpar það þegar maður er kvefaður, þá er eins og nefið sé bara ekkert til staðar, það er svo stíflað alltaf!
En það er ágætt að heyra að þetta er allt annað líf.. Er frekar stressaður yfir þessu öllu saman, var vont þegar tróðið var tekið úr?
Hvaða lækni varstu hjá? Ég er hjá honum Hannesi Hjartarsyni í Glæsibænum, hef heyrt góðar sögur af honum.

Hvað ertu lengi að jafna þig eftir svona aðgerð? þangað til þú ert orðinn alveg góður?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Klemmi » Mán 16. Des 2013 01:07

Yawnk skrifaði:Hvaða lækni varstu hjá? Ég er hjá honum Hannesi Hjartarsyni í Glæsibænum, hef heyrt góðar sögur af honum.

Hvað ertu lengi að jafna þig eftir svona aðgerð? þangað til þú ert orðinn alveg góður?


Hannes fær toppeinkunn hjá mér, var í kirtlatöku hjá honum fyrir rétt rúmum mánuði síðan og hefði ekki geta gengið betur.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Yawnk » Mán 16. Des 2013 01:08

Klemmi skrifaði:
Yawnk skrifaði:Hvaða lækni varstu hjá? Ég er hjá honum Hannesi Hjartarsyni í Glæsibænum, hef heyrt góðar sögur af honum.

Hvað ertu lengi að jafna þig eftir svona aðgerð? þangað til þú ert orðinn alveg góður?


Hannes fær toppeinkunn hjá mér, var í kirtlatöku hjá honum fyrir rétt rúmum mánuði síðan og hefði ekki geta gengið betur.

Snilld, takk fyrir að segja frá þessu! :)




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf capteinninn » Mán 16. Des 2013 01:39

Er ekki viss en grunar það stórlega að ég sé með skakkt miðnes og er að spá hvernig þetta er lagað nákvæmlega.
Hef heyrt eitthvað með tvær stangir og högg en vill vita meira.

Getið sent mér PM með upplýsingunum ef að Yawnk þolir ekki að lesa um þetta.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Yawnk » Mán 16. Des 2013 01:42

hannesstef skrifaði:Er ekki viss en grunar það stórlega að ég sé með skakkt miðnes og er að spá hvernig þetta er lagað nákvæmlega.
Hef heyrt eitthvað með tvær stangir og högg en vill vita meira.

Getið sent mér PM með upplýsingunum ef að Yawnk þolir ekki að lesa um þetta.

Haha já vinsamlegast sendið honum PM, ég fæ bara hroll að hugsa um eitthvað svona :D




danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf danniornsmarason » Mán 16. Des 2013 02:38

veit ekki afhverju en ég horfði á allt videoið... :wtf væri ekki gamann að vakna í miðju aðgerðinni


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |


Ulli
Kerfisstjóri
Póstar: 1297
Skráði sig: Fös 21. Ágú 2009 19:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Ulli » Mán 16. Des 2013 09:51

Þarf að fara í svona líka en er ekki að meika það.
Anda alltaf með munninum og er kvefaður 24/7 :c


I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850


radrag1
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 16. Des 2013 11:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf radrag1 » Mán 16. Des 2013 11:27

Ég fór í svona aðgerð fyrir nokkrum árum, einmitt út af því að önnur nösin var alltaf stýfluð. Þeir gerðu það sem þeir gátu (brutu, skáru og skröpuðu út) Eftir aðgerðina tekur við sársaukafullt og pirrandi tímabil sem sterk verkjalyf reyna koma þér í gegnum. Eftir uþb viku var ég orðinn þokkalega góður (amk laus við "svertingja nefið mitt). Batinn var takmarkaður hjá mér. Þetta hjálpaði aðeins til en er ennþá oftast stýflaður að einhverju leiti í annari. Líklega út af crónískri-slímhúðabólgu sem ég bjó til neftóbaki :(
En reyndu að missa ekki af því þegar grisjurnar eru dregnar út úr nefinu á þér...Það var wierd :D



Skjámynd

121310
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Þri 06. Jan 2009 11:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf 121310 » Mán 16. Des 2013 12:00

Fór í svona aðgerð fyrir nokkrum árum og ég ætla sko ekki að ýta á play á þessu myndbandi fyrir ofan :pjuke

Eg veit svosem ekkert nákvæmlega hvað var gert en ég held að það sé ekkert í líkingu við það sem myndbandið gefur til kynna. Þetta er allt annað líf núna að geta andað með báðum nösum. Eftir aðgerðina þá var sitthvor plasthólkurinn í sitthvorri nösinni, það var soldið furðulegt þegar að þeir voru togaðir út nokkrum dögum síðar annars var þetta ekkert mikið vesen.

Gangi þér vel.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf lukkuláki » Mán 16. Des 2013 12:03

Shit þú verður fallegur á jólamyndunum ;)


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Yawnk » Mán 16. Des 2013 19:21

Var í aðgerðinni klukkan 12:00 í dag, allt gekk eins og í sögu hjá honum Hannesi, greinilega maður sem veit hvað hann er að gera.
Greinilega mismunandi aðstæður hjá fólki, mín vinstri nös var eiginlega alveg lokuð, þannig að nú er ég með tróð upp í vinstri nösinni bara og ég get eiginlega bara andað með hægri nösinni, og ég á að taka þetta tróð úr bara þegar ég vakna í fyrramálið!



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf HalistaX » Mán 16. Des 2013 19:23

Sallarólegur skrifaði:Þú baðst um það


ó guð, það drap mig þegar gæjinn tekur svona í það sem var nefið á henni og byrjar að skrapa eitthvað innan úr því. Það kemur mér alltaf á óvart hvað læknar geta verið harðhenntir án þess að skemma neitt.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hefur einhver látið laga skakkt miðnes? Vantar uppl.

Pósturaf Yawnk » Þri 17. Des 2013 10:30

Jæja vaknaði í morgun eftir andvökunótt og fann strax fyrir því hvað tróðið í nefinu á mér var orðið mikið stærra um sig en það var í gær, þannig ég ætlaði að rjúka fram á salerni og taka það úr eins og skot ( ég átti að taka það úr daginn eftir ), þannig að ég togaði í lítinn streng sem hékk þarna út úr nösinni á mér, en hann slitnaði þannig að ég náði ekki tróðinu úr :face þurfti að fara til læknisins aftur og hann tók þetta úr með flísatöng, mikið var þetta skrítin tilfinning, mjög sérstök! Þetta er eiginlega ekki eitthvað sem maður vill gera sjálfur :klessa