Sælir strákar
Ég er í smá vandræðum, ég hef verið að skrifa út reikninga og fengið þá greidda, en hvernig er það með skattinn... Hversu mikið borga ég (bara þessi 25%) eða meira og hvernig geri ég það?
Þetta eru litlar upphæðir, 20-35 þúsund í hvert skipti og heildargreiðslur til mín ná ekki yfir 300 þúsund á ársgrundvelli.
Reikningar og vaskur
Re: Reikningar og vaskur
Fyrir svona lága upphæð ættirðu að sleppa því að vera að gefa út reikninga með vsk.
http://www.rsk.is/atvinnurekstur/rafrae ... kaskattur/
Aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum þjónustu undir 1.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst, eru þó undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattskrá en mega þá jafnframt ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti. Þeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum að virðisaukaskattur sé innifalinn þrátt fyrir að vera undaþegnir skulu skila skattinum í ríkissjóð.
http://www.rsk.is/atvinnurekstur/rafrae ... kaskattur/
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2012
- Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
- Reputation: 24
- Staða: Ótengdur
Re: Reikningar og vaskur
Slepp ég ef ég hef ekki tilgreint á reikningnum hve mikið skal fara í vask?
Re: Reikningar og vaskur
tdog skrifaði:Slepp ég ef ég hef ekki tilgreint á reikningnum hve mikið skal fara í vask?
Já.. ef þú rukkaðir ekki VSK þá þarftu ekki að skila honum ef skiðyrðinu er uppfyllt...
Getur líka prófað að tala við skattinn til að fá rétt svar...
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Reikningar og vaskur
Rukkar bara 0 í VSK ef þú ert undir hámarkinu á hverju 12 mán. tímabili.
Svo áttu auðvitað að gefa þetta upp á skattframtalið eins og hverja aðra innkomu og greiðir svo tekjuskatt af þessu við álagningu.
Þannig hef ég höndlað mín freelance mál undanfarin ár.
Svo áttu auðvitað að gefa þetta upp á skattframtalið eins og hverja aðra innkomu og greiðir svo tekjuskatt af þessu við álagningu.
Þannig hef ég höndlað mín freelance mál undanfarin ár.
-
- Geek
- Póstar: 833
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 141
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Reikningar og vaskur
tdog skrifaði:Sælir strákar
Ég er í smá vandræðum, ég hef verið að skrifa út reikninga og fengið þá greidda, en hvernig er það með skattinn... Hversu mikið borga ég (bara þessi 25%) eða meira og hvernig geri ég það?
Þetta eru litlar upphæðir, 20-35 þúsund í hvert skipti og heildargreiðslur til mín ná ekki yfir 300 þúsund á ársgrundvelli.
þú borgar líka staðgreiðslu (25,8% + 14,44%) og tryggingagjald (7,69%) og getur skilað því rafrænt eða fengið miða hjá skattstjóra.
rapport skrifaði:tdog skrifaði:Slepp ég ef ég hef ekki tilgreint á reikningnum hve mikið skal fara í vask?
Já.. ef þú rukkaðir ekki VSK þá þarftu ekki að skila honum ef skiðyrðinu er uppfyllt...
Getur líka prófað að tala við skattinn til að fá rétt svar...
Ertu örugglega með vsk númer? Þú mátt ekki rukka inn vsk nema hafa vsk númer. Ef að þú ert með það og hefur gefið út reikninga með vsk, þá verðuru líka að borga hann, hvort sem að upphæðin sést á reikningnum eða ekki. (hún á samt að sjást) Enda fá fyrirtæki hann endurgreiddann að einhverju eða öllu leyti ef að þú hefur verið að vinna fyrir þau.
En auðvitað er langbest að spyrja bara að þessu hjá skattinum.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2012
- Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
- Reputation: 24
- Staða: Ótengdur
Re: Reikningar og vaskur
hagur skrifaði:Rukkar bara 0 í VSK ef þú ert undir hámarkinu á hverju 12 mán. tímabili.
Svo áttu auðvitað að gefa þetta upp á skattframtalið eins og hverja aðra innkomu og greiðir svo tekjuskatt af þessu við álagningu.
Þannig hef ég höndlað mín freelance mál undanfarin ár.
Ég taldi þetta fram á seinasta framtali, en þá var þetta einhver 50 þúsund kall sem ég skrifaði út á. Tók ekkert eftir því að það væri skattlag. Ég er ekki með VSK númer eins og Hrotti spurði af. En ég er bara að pæla í að tala við endurskoðanda og spyrja út í þetta :
Takk samt fyrir pointerana, þá hef ég aðeins skýrari hugmynd um hvernig þetta virkar.