Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf Hargo » Mið 11. Des 2013 00:27

Ég er með jólaskreytingu, nánar tiltekið jólahús, sem inniheldur ljósleiðaraþræði og skiptir um lit. Unit-ið inn í húsinu inniheldur litla halogen peru og snúningsplötu sem snýr litaskífunni yfir perunni til að breyta um lit.

Núna virðist spennubreytirinn fyrir húsið vera búinn að gefa upp öndina.

Hér eru spekkarnir á honum. Gefur 12V í output og 1000mA
Mynd


Mín spurning er, get ég notað þennan í staðinn? Þessar tölur VAC og VA eru að rugla mig. Er ekki rétt hjá mér að þessi gefi max 10V í output?
Mynd



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf MatroX » Mið 11. Des 2013 00:31

vac = v ac


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf tdog » Mið 11. Des 2013 00:33

Þessi er með 24 AC á eftirvafi, mest 10VA (voltamper), s.s 400mA




bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf bigggan » Mið 11. Des 2013 00:44

Inni þessum breytir á að vera öryggi, opnaðu bara boxið og skiftu um örygið sem er inni. (Það virkar ekki alltaf og stundum ekki hægt lika)



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf gardar » Mið 11. Des 2013 02:55

Rúllaðu bara í miðbæjarradío og fáðu nýjann spenni



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf Hargo » Mið 11. Des 2013 08:52

bigggan skrifaði:Inni þessum breytir á að vera öryggi, opnaðu bara boxið og skiftu um örygið sem er inni. (Það virkar ekki alltaf og stundum ekki hægt lika)


Prófaði að opna hann. Sé ekkert öryggi inn í honum.


gardar skrifaði:Rúllaðu bara í miðbæjarradío og fáðu nýjann spenni


Já ætli það sé ekki besta lausnin. Kostar vonandi ekki of mikið.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf playman » Mið 11. Des 2013 08:59

12v 1000mA eru rosalega algengir straumbreytar, flest allt tölvudót t.d. flakkarar/routerar/myndlyklar/sjónvarpsflakkarar
nota 12v og lágmark 1A (1000mA) þarft bara að passa að nota ekki minna en (1A)

EDIT:
Er hann með snúru eða er hann með gati til þess að tengja snúru við?


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf starionturbo » Mið 11. Des 2013 09:02

Þetta er riðspenna á seinni spennubreytinum hjá þér.

Mjög auðvelt að finna ódýra 12V spennubreyta. Getur meira að segja nælt þér í eitt stk gamalt PC power supply og húkkað inná.

En mæli með íhlutum :)


Foobar


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf Tbot » Mið 11. Des 2013 10:01

Þú getur ekki notað seinni spenninn.

Fyrri spennir gefur út 12V en seinni 24. (Menn að klikka á rafmagnsfræðinni)

Ef þú tengir hann við er líklegt að einhvað brenni í skreytingunni.

Volt talan er það sem skiptir mestu máli síðan kemur straumtalan (A), það sem spennirinn getur gefið frá sér og undir 1000 mA er of lítið og þá mun spennirinn ofhitna.

Þetta eru báðir AC/AC spennubreytar. Ekki AC/DC.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf playman » Mið 11. Des 2013 10:12

Tbot skrifaði:Þetta eru báðir AC/AC spennubreytar. Ekki AC/DC.

Það er auðvitað rétt hjá þér, sá ekki að fyrri er AC en ekki DC


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 11. Des 2013 12:02

starionturbo skrifaði:Þetta er riðspenna á seinni spennubreytinum hjá þér.

Mjög auðvelt að finna ódýra 12V spennubreyta. Getur meira að segja nælt þér í eitt stk gamalt PC power supply og húkkað inná.

En mæli með íhlutum :)


PC power supply gefa út DC en ekki AC, eins og spennubreytirinn hans er með.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf Hargo » Mið 11. Des 2013 17:12

Takk fyrir svörin.

playman skrifaði:EDIT:
Er hann með snúru eða er hann með gati til þess að tengja snúru við?


Hann er með gati til að tengja snúru við. Snúran er svo föst við skreytinguna/húsið.




starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf starionturbo » Lau 14. Des 2013 15:10

Já tók ekki eftir að fyrri spennirinn var líka AC spennir.


Foobar


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf Garri » Lau 14. Des 2013 15:15

Ööhh.. nei.

12v <> 24v
AC <> DC



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 14. Des 2013 20:34

Garri skrifaði:Ööhh.. nei.

12v <> 24v
AC <> DC


Á fyrri stendur AC/AC power supply og a seinni stendur 24VAC út. Veit ekki alveg hvað þú ert að fara.




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf Kristján Gerhard » Lau 14. Des 2013 20:41

Ef þetta er ljosaseria perum getur þú notað AC eða DC breyti. Ef serian er með dioðum skiptir pólun þeirra mali og þá þarftu AC breyti nema þær snúi allar eins a lengjunni. Sem mer finnst reyndar ólíklegt



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Jólaskreyting - smá rafmagnsfræði v/PSU

Pósturaf tdog » Sun 15. Des 2013 01:15

Ef að spennubreytirinn skaffar nægann straum getur þú líka raðtengt tvær seríur og tengt í þennan 24V AC breyti.