Versla á netinu - skil

Allt utan efnis

Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1773
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Versla á netinu - skil

Pósturaf blitz » Lau 07. Des 2013 10:41

Sælir.

Hef svosem verslað umtalsvert af hlutum á netinu en aldrei þurft að skila hlut. Núna er ég að velta því fyrir mér að byrja að kaupa skyrtur á netinu (Charles Tyrwitt eða T.M. Lewin) og þeir bjóða upp á free returns. Hvernig virkar slíkt eftir að maður hefur greitt toll? Er hægt að fara upp í póstmiðstöðina á Stórhöfða og fá toll og vsk endurgreiddan ef þú myndir skila vörunum?


PS4

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Versla á netinu - skil

Pósturaf Hargo » Lau 07. Des 2013 11:36

blitz skrifaði:Sælir.

Hef svosem verslað umtalsvert af hlutum á netinu en aldrei þurft að skila hlut. Núna er ég að velta því fyrir mér að byrja að kaupa skyrtur á netinu (Charles Tyrwitt eða T.M. Lewin) og þeir bjóða upp á free returns. Hvernig virkar slíkt eftir að maður hefur greitt toll? Er hægt að fara upp í póstmiðstöðina á Stórhöfða og fá toll og vsk endurgreiddan ef þú myndir skila vörunum?


Já það er hægt. Hinsvegar hef ég það eftir starfsmanni póstsins sem lét mig einu sinni vita af því þegar ég var í þessum sömu hugleiðingum að þetta væri bölvað vesen - eins og svo oft vill verða þegar dílað er við tollstjóra.

En ef þeir bjóða upp á free returns, ætla þeir þá að greiða sendingarkostnaðinn til baka? Ég lenti í þessu einu sinni að ætla að skila vöru en það borgaði sig ekki að senda hana aftur til USA þar sem sendingarkostnaðurinn hefði verið jafn hár og andvirði vörunnar.




Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1773
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: Versla á netinu - skil

Pósturaf blitz » Lau 07. Des 2013 11:50

Takk.

Það myndi kosta einhvern 3k að skila, en endurgreiðsla toll+vsk væri um 9k.


PS4

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2850
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Versla á netinu - skil

Pósturaf CendenZ » Lau 07. Des 2013 12:00

Ég hef lent í þessu margoft, ég hef líka sent út gleraugu í viðgerð og úrið mitt.
Þetta er ekkert mál, þú færð staðfestingu á því að þú hafir sent út á pósthúsinu og þarft að sýna nótuna sem þú fékkst þegar þú borgaðir tollinn og þegar þú færð innheimtuna þá sýniru þetta.

Ég að vísu lenti í basli með gleraugun mín, þau voru svo glæný að tollarinn trúði mér ekki. Ég þurfti að sýna honum að ég hefði keypt gleraugun á netinu, borgað tollinn og allt þetta. Þetta var þess virði, en ég skil þá alveg. Það eru örugglega 10 manns á dag sem reyna að svindla á þessu.