urban skrifaði:appel skrifaði:urban skrifaði:appel skrifaði:Miðað við uppljóstranir síðustu 7 mánuði þá kemur ekkert mér á óvart lengur og allt er suspect í mínum huga, ekki hægt að treysta neinu. Sérstaklega þar sem stærstu lekarnir eiga enn eftir að birtast!!
þetta er búið að vera svona lengi hjá mér.
ekki það að ég sé með einhverja svakalega paranoju, en ég geri bara fastlega ráð fyrir því að það sé fylgst með öllu sem að ég geri á internetinu.
hef einmitt sjaldan verið jafn "frjáls" á netinu einsog eftir að ég áttaði mig á þessu (eða ákvað þetta)
Akkúrat, fólk er byrjað að "sjálfsritskoða" sig. Það er virkilega hættuleg þróun þegar fólk getur ekki tjáð hug sinn. Aðeins mestu kúgunarógnarstjórnir heims búa til þannig umhverfi, N-kórea, Kína, Þýskaland nasismans, Sóvétríkin o.s.frv.
Það er beinlínis þannig að ef það er ekki slökkt á þessu NSA eftirliti (og annarra) helst innan skamms þá stefnum við í einhvern Orwellían-dystópískan veruleika. Í raun eru við þar, en við getum enn snúið við þessari þróun.
Tjahh það er svo sem ekki það sem að er á bak við það hjá mér.
ég hef bara reynt að hafa vit á því að segja hluti ekki á internetinu sem að ég vill ekki að fólk heyri.
eins hef ég reynt að segja hluti á internetinu sem að mér er sama þó svo að séu hafðir eftir mér seinna.
tengist því í raun ekki að NSA sé með eitthvað eftirlit (eða einhver stofnun) heldur meira það að mamma mín eða tilvonandi kona gætu lesið þetta
Ungt fólk í dag gerir og segir einhverja hluti á internetinu sem geta komið í bakið á þeim síðar, þó það hugsi sem svo að þetta skipti engu rassans máli.
STASI notaði gögn um fólk til að kúga það, refsa því eða annað. T.d. gætu bandarísk stjórnvöld kúgað íslenska þingmenn eða ráðherra að gera ákveðna hluti gegn landi og þjóð. Sjálfsritskoðunin er þó verst, því hún virkar á alla þótt menn séu meðvitaðir eða ómeðvitaðir um það. Við vitum ekki hvað það er sem fólk hættir við að segja, enda birtist það aldrei. Brjóti einhver af sér í N-Kóreu er allri fjölskyldunni stungið í fangabúðir. Tengslin sem NSA er að byggja gætu verið notuð gegn þér síðar, t.d. ef þú þekkir aðila X í dag sem eftir 10-20 ár gerist stórfelldur glæpamaður þá gætu þær upplýsingar komið illa við þig þar sem þú ert að bjóða þig fram í pólitískt embætti. Þú veist ekki hvað framtíðin ber í skauti með sér, né hvað þú segir, hverja þú átt í samskiptum við, mun koma við þig í framtíðinni. Það að stjórnvöld haldi utan um hverja þú þekkir, umgengst og talar við er stórhættulegt. Nasistarnir og kommúnistarnir í Sóvétríkjunum höfðu mikinn áhuga á slíku.