Netflix spurning

Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Netflix spurning

Pósturaf stefhauk » Mán 25. Nóv 2013 19:29

Ein pæling þegar maður er að nota netflix og til að það virki þarf maður að breyta roternum þannig að hann haldi að hann sé á amerískri ip addressu.
Kanski aulaleg spurning en varla getur þetta valdi að íslenskt download verði að erlendu því ip addressan er orðinn amerísk og gangamagnið hækkar útaf því ?




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Netflix spurning

Pósturaf Skari » Mán 25. Nóv 2013 19:37

Ekki routernum en þarft aftur á móti að stilla tölvuna eða það sem þú munt koma til með að nota til að tengjast netflix.

Og jú þetta verður niðurhal.

* Kaupa þessa vpn þjónustu til að fá erlenda ip.
* Áskrift að netflix
* Kostnaðurinn við að hækka erlenda niðurhalið.

Er eflaust ágætis upphæð en er samt pottþétt ódýrari en það sem það kostar að fá sér stöð 2 og hinar rásirnar.

Mæli með að þú kynnir þér líka hulu (svipað og netflix nema bara með þáttum og eru nánast með alla þessa vinsælu nýju þætti sem eru í gangi í dag, eru aftur á móti ekki búnir að gera samning við HBO svo þú munt þurfa að downloada því þegar að því kemur )




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Netflix spurning

Pósturaf capteinninn » Mán 25. Nóv 2013 19:51

Ég skipti yfir til Tal og er með lúxusnetið þar, mér finnst það reyndar aðeins hægara en Vodafone (þrátt fyrir að öll speedtest sýni fram á sama hraða) en þeir eru með Netflix, Hulu og fleira sjálfkrafa sett upp fyrir þig þannig að þú getur bara farið beint á netflix í tölvunni, xboxinu eða hvað sem er



Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Netflix spurning

Pósturaf stefhauk » Mán 25. Nóv 2013 19:56

Já ok þannig það sem ég downloada af deildu.net t.d skráist sem erlent download afþví ég er búinn að still routerinn með ameríska ip tölu ?
best að breyta þessu aftur þá þar sem ég er ekki sá eini í húsinu sem er að nota netið pæling með að fara yfir í þetta lúxusnet hjá tal þá



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix spurning

Pósturaf BugsyB » Mán 25. Nóv 2013 19:57

það er ekkert mál að henda DNS inn á routerinn þá virkar netið þitt eins og lúxusnetið sem mér finnst vera drasl - var að setja upp netflix fyrir einn og hann var með lúxusnetið og það var ekki að virka - hafði samband við TAL og þeir sögðu að ég þyrfti að bíða í klukkutíma fyrir e-h að ske og svo reyna aftur - ég fór bara á unblockus - skráði gæjan og borgaði setti tölunar á routeinn - tók 10mín - mun fljótlegra en að skipta um fyrirtæki tl að fá drasl fyrirtæki


Símvirki.


bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Tengdur

Re: Netflix spurning

Pósturaf bigggan » Þri 26. Nóv 2013 00:59

BugsyB skrifaði:það er ekkert mál að henda DNS inn á routerinn þá virkar netið þitt eins og lúxusnetið sem mér finnst vera drasl - var að setja upp netflix fyrir einn og hann var með lúxusnetið og það var ekki að virka - hafði samband við TAL og þeir sögðu að ég þyrfti að bíða í klukkutíma fyrir e-h að ske og svo reyna aftur - ég fór bara á unblockus - skráði gæjan og borgaði setti tölunar á routeinn - tók 10mín - mun fljótlegra en að skipta um fyrirtæki tl að fá drasl fyrirtæki


Reyndi það fyrir nokkrum dögum siðan, ekkert mál og 1 min eftir að kveikja það, þá var ég að streama hulu og ekkert lagg.