Aulahrollur

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Aulahrollur

Pósturaf tlord » Fös 15. Nóv 2013 17:29

http://www.mbl.is/monitor/frettir/2013/11/15/ungmenni_kynnast_alvoru_lifsins/

AFHVERJU eru grunnskólar ekki að kenna eitt af því mikilvægasta?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf GuðjónR » Fös 15. Nóv 2013 17:33

tlord skrifaði:http://www.mbl.is/monitor/frettir/2013/11/15/ungmenni_kynnast_alvoru_lifsins/

AFHVERJU eru grunnskólar ekki að kenna eitt af því mikilvægasta?


Kannski af því að þeir sem ráða vilja ekki að almenningur séu upplýstur um þessi mál?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf appel » Fös 15. Nóv 2013 17:36

Skólakerfið undirbýr fólk ekki fyrir lífið, heldur reynir að kenna því dönsku frekar.


*-*


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Garri » Fös 15. Nóv 2013 18:04

Það má segja að allt það sem er merkilegt og hefur gildi er einhverra hluta vegna ekki kennt í skólum.

Hvort sem það eru atriði eins og þau hvernig peningakerfi vesturlanda virka. Hvort sem það er hvernig verðtrygging er í raun okurvextir í dulargervi. Hvort sem það er allt sem varðar skuldbindingar, persónulegar, á fyrirtækjagrunni eða þjóðhagslegum. Allt sem varðar gjaldeyri, eins og vægi hans á lítt sjálfbæra þjóð. Hvort sem það varðar hverning og hversu mikið áróður er stundaður, beint og óbeint, bæði af stórum fyrirtækjum, stjórnmálamönnum og eða ríki.

Það er í raun mjög langur listi yfir atriði sem skipta okkur margfalt meira máli en þurr þekking.. þekking sem langflestir nútíma menn ýta úr sínum kolli og setja í staðinn kunnáttu til að sækja þessa þurru þekkingu með til dæmis snjallsímum og eða tölvum hverskonar, þótt sumir kannski notist við bækur til þess arna.

Og að sjálfsögðu er það mjög nærtæk spurning að spyrja, hvers vegna er verið að framleiða algjöra heimskingja og það á færibandi?




Moquai
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
Reputation: 3
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Moquai » Fös 15. Nóv 2013 18:23

appel skrifaði:Skólakerfið undirbýr fólk ekki fyrir lífið, heldur reynir að kenna því dönsku frekar.


Hef aldrei verið jafn sammála.


Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf natti » Lau 16. Nóv 2013 12:30

Garri skrifaði:rant

Ég held að þessi texti sé ágætis samantekt um afhverju slíkir hlutir eru ekki kenndir í GRUNNskólum. Hlutir sem byggjast á tilfinningum og/eða skoðunum er erfitt að kenna sem staðreyndir. Það er til fullt af fólki sem er ekkert sammála því að verðtrygging séu "okurvextir í dulargervi". Fólk myndi aldrei verða sammála um hvernig ætti að kenna svona lagað.
Í raun mætti lesa úr textanum þínum að þú hefðir meiri áhuga á að áróður yrði stundaður í grunnskólum fram yfir kennslu.

Garri skrifaði:Það er í raun mjög langur listi yfir atriði sem skipta okkur margfalt meira máli en þurr þekking

Þetta dæmir sig eiginlega bara sjálft...


Mkay.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf GuðjónR » Lau 16. Nóv 2013 12:37

Garri skrifaði:Og að sjálfsögðu er það mjög nærtæk spurning að spyrja, hvers vegna er verið að framleiða algjöra heimskingja og það á færibandi?

Samfélagið, þ.e. atvinnulífið þarf á því að halda.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Viktor » Lau 16. Nóv 2013 12:39

Afhverju kenna foreldrar manni þetta ekki?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Plushy » Lau 16. Nóv 2013 12:43

appel skrifaði:Skólakerfið undirbýr fólk ekki fyrir lífið, heldur reynir að kenna því dönsku frekar.


Where has this quote been all my life.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Garri » Lau 16. Nóv 2013 20:09

Það er "gaman" að sjá hversu heilaþvegnir Íslendingar eru þegar fjallað er um verðtryggingu. Hér er komment að ofan þar sem viðkomandi kallar það tilfinninga-rök að ég skilgreini verðtryggingu sem vexti.

Staðreyndin er samt sú að verðtrygging þekkist næstum hvergi í byggðu bóli nema á Íslandi. Allstaðar annarstaðar er verðtrygging hluti vaxta.

Ef verðtrygging er allstaðar hluti vaxta, hvers vegna er hún það ekki á Íslandi?

Jú.. hugsanlega svo fólk borgi miklu hærri vexti en aðrir gera í heiminum.. bara í lagi afþví að það er kallað öðru nafni en vextir.

Augljóslega gildir eftirfarandi jafna: Verðtrygging + Vextir --> Hærri vextir en sú prósenta sem kölluð er vextir (sumir kalla niðurstöðuna og það réttilega háa vexti, sumir okurvexti sem er skilgreiningaratriði hjá sumum, þótt lög séu til höfuðs þessu fyrirbrigði hjá siðuðum þjóðum)

Fáir skilja þetta. Því miður. Enda er allt kerfið okkar miðað við að fólk skilji þetta ekki.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf urban » Lau 16. Nóv 2013 22:09

Garri skrifaði:Það er "gaman" að sjá hversu heilaþvegnir Íslendingar eru þegar fjallað er um verðtryggingu. Hér er komment að ofan þar sem viðkomandi kallar það tilfinninga-rök að ég skilgreini verðtryggingu sem vexti.

Staðreyndin er samt sú að verðtrygging þekkist næstum hvergi í byggðu bóli nema á Íslandi. Allstaðar annarstaðar er verðtrygging hluti vaxta.

Ef verðtrygging er allstaðar hluti vaxta, hvers vegna er hún það ekki á Íslandi?

Jú.. hugsanlega svo fólk borgi miklu hærri vexti en aðrir gera í heiminum.. bara í lagi afþví að það er kallað öðru nafni en vextir.

Augljóslega gildir eftirfarandi jafna: Verðtrygging + Vextir --> Hærri vextir en sú prósenta sem kölluð er vextir (sumir kalla niðurstöðuna og það réttilega háa vexti, sumir okurvexti sem er skilgreiningaratriði hjá sumum, þótt lög séu til höfuðs þessu fyrirbrigði hjá siðuðum þjóðum)

Fáir skilja þetta. Því miður. Enda er allt kerfið okkar miðað við að fólk skilji þetta ekki.


þú veist væntanlega að verðtrygging gildir í báðar áttir.
það hefur alveg komið fyrir að verðtrygging+vextir séu lægri tala en vextir.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Garri » Lau 16. Nóv 2013 22:24

Og þú ert ekki að grínast með þessu innleggi?



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf natti » Sun 17. Nóv 2013 12:01

Garri skrifaði:Það er "gaman" að sjá hversu heilaþvegnir Íslendingar eru þegar fjallað er um verðtryggingu. Hér er komment að ofan þar sem viðkomandi kallar það tilfinninga-rök að ég skilgreini verðtryggingu sem vexti.

Staðreyndin er samt sú að verðtrygging þekkist næstum hvergi í byggðu bóli nema á Íslandi. Allstaðar annarstaðar er verðtrygging hluti vaxta.

Ef verðtrygging er allstaðar hluti vaxta, hvers vegna er hún það ekki á Íslandi?

Jú.. hugsanlega svo fólk borgi miklu hærri vexti en aðrir gera í heiminum.. bara í lagi afþví að það er kallað öðru nafni en vextir.

Augljóslega gildir eftirfarandi jafna: Verðtrygging + Vextir --> Hærri vextir en sú prósenta sem kölluð er vextir (sumir kalla niðurstöðuna og það réttilega háa vexti, sumir okurvexti sem er skilgreiningaratriði hjá sumum, þótt lög séu til höfuðs þessu fyrirbrigði hjá siðuðum þjóðum)

Fáir skilja þetta. Því miður. Enda er allt kerfið okkar miðað við að fólk skilji þetta ekki.


Í fysta lagi þá var ég ekki að verja verðtryggingu, ég var að benda á að það er umdeilt hvort að hún eigi rétt á sér eða ekki. Það er langt í frá að allir séu sammála um það.
En það er auðvitað frábært viðmót hjá þér að ef einhver er ósammála þér þá svararu bara með að viðkomandi vanti skilning og sé heilaþveginn.
Ég leyfi mér að efast um að hægt sé að stíga svona lágt ef það væri verið að ræða um flest önnur grunnfög, sem undirstrikar kannski bara vel hversu mikið þetta málefni er tengt þér tilfinningalega séð.

Garri skrifaði:Staðreyndin er samt sú að verðtrygging þekkist næstum hvergi í byggðu bóli nema á Íslandi. Allstaðar annarstaðar er verðtrygging hluti vaxta.

Þetta er frábært dæmi um áróður sem ætti einmitt alls ekki heima í grunnskólum.
Það væri flott að kenna hvernig verðtrygging virkar, hvað vísitala er, kenna nemendum að reikna hver heildarkostnaður lána er.
En að kenna það sem "staðreynd" að verðtrygging sé e-ð séríslenskt fyrirbæri og sé hvergi annarsstaðar til.
Vísitölutengt húsnæðislán eru jú kannski ekki sérstaklega algeng utan við þetta litla sker sem við búum á.
En ef þú spyrð út í smærri lán eða samningsgerð (leigusamninga, viðskiptasamninga eða aðra samninga sem byggja á reglulegum greiðslum eða greiðslum seinnameir) þá geturu fundið vísitölutengingu á fleiri stöðum en á Íslandi, og því alls ekkert séríslenskt fyrirbæri neitt.

Það mætti líka alveg færa rök fyrir því að verðtrygging/vísitölutenging lána sem slík sé ekki vandamálið, heldur hvaða vísitölu er miðað við hverju sinni og hvað sú vísitala byggist á.
T.d. að húsnæðislán eða önnur langtímalán hafi ekkert með neysluvísitölu að gera, enda má segja að verðtryggingin sé orðin að einhverju öðru ef að húsnæðislán getur farið yfir verðmat eignarinnar.
Hugmyndin að ef ríkið ákveður að hækka álögur á sykri, sígarettum og áfengi út af heilsufarsforsendum, að það hækki lán hjá einstaklingum, er fáránleg hugmynd.
En þar er vandamálið ekki vísitölutenging, heldur á hverju sú tenging byggist á.
Og þar sem hérna kemur fólk til með að skiptast í tvo eða fleiri hópa, er einmitt ástæðan fyrir því að ég tel að þetta eigi meira heima á efri skólastigum eins og t.d. í framhaldsskólum, þar sem nemendur eru komnir með mun betri tilfinningu fyrir verðmæti peninga heldur en nokkurntímann í grunnskóla, og geti því myndað sér sína eigin skoðun ekki apað upp skoðun kennara.


Mkay.

Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf MrSparklez » Sun 17. Nóv 2013 13:11

Það er nú reyndar kennt þetta einu sinni í viku í vættarskóla í gravarvogi bara í tíunda bekk, kallast auraráð, erum t.d. að læra að fylla út launaseðil og eitthvað þannig akkúratt núna. Hef samt ekki hugmynd hvort þetta sé kennt í öðrum skólum.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf natti » Sun 17. Nóv 2013 17:09

MrSparklez skrifaði:Það er nú reyndar kennt þetta einu sinni í viku í vættarskóla í gravarvogi bara í tíunda bekk, kallast auraráð, erum t.d. að læra að fylla út launaseðil og eitthvað þannig akkúratt núna. Hef samt ekki hugmynd hvort þetta sé kennt í öðrum skólum.

Það að fylla út launaseðil er líka bara stærðfræði, sem gefur þér svo skilning á því úr hverju launin þín eru samsett af.
Rétt eins og það væri flott ef það yrði kennt hvernig á að reikna út áætlaðan heildarkostnað lána miðað við vexti, verðbólgu og lánstíma, en þá er fókusinn á allt annað en hvað sé "gott" og hvað sé "slæmt"
Enda er langsótt að hafa einhverjar "skoðanir" á stærðfræði.


Mkay.


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Garri » Sun 17. Nóv 2013 17:58

Ég ætla nú ekki að fara djúpt í að útskýra þetta fyrirbrigði. Hef gert það alltof oft. Hef nokkuð djúpan skilning á peningakerfi okkar enda stúderað það í næstum þrjá áratugi.

Get samt bent þér á einn punkt sem ætti að opna dyrnar að skilningi á þessu fyrirbæri.

Segjum að peningamagn sé fast. Það er að aðeins X-magn af peningum er til í landinu. Engin prentun eða bruni á peningum.

Nú hækkar verð á einhverju. Hvað gerist? Jú, skv. öllum eðlilegum mörkuðum, þá verður keypt minna af þessu sem hækkaði, einfaldlega þar sem það eru ekki til peningar að kaupa þetta í sama magni. Hvort sem það er kaffi, sykur eða annað. Neyslan minnkar. Engin lán þurfa að hækka.

Segjum nú að verð á einhverju lækki. Aftur, þá þarf ekki að minnka peningana. Þessi vara sem lækkar, veldur því að fleiri munu kaupa hana en.. á móti munu þeir sem eiga peninga síður kaupa aðra vöru sem væri hægt að flokka sem samsvarandi. Aftur þarf ekkert að hækka eða lækka lán.

Þannig ef við værum með "dynamiska" vísitölu, þá yrðu heildaráhrifin núll. Hvort sem vara hækkar eða lækkar.

Auðvitað vandast málið ef við búum til prentvélar og leyfum sumum stéttum að prenta peninga. Þá rýrnar hlutfall þess sem hinir áttu af peningum fyrir. Eftir prentun þá rýrnar einingin.

Svarið við því er ekki að búa til sjálfvirka prentvél sem eykur þetta magn af peningum algjörlega sjálfvirkt, það skapar óðaverðbólgu.. hringir kannski einhverjum bjöllum?

Auðvitað var þetta reynt hér upp úr 1980. Þá voru laun og lán verðtryggð.. það spíralaðist upp í þriggja stafa verðbólgu umhendis. Eins og gormur sem þandist út. Auðvitað afnámu menn verðtrygginuna á launin.. skildu lánin eftir verðtryggð.

Annar góður punktur til að skoða er hvað gerðist hér við hrunið. Þá hrundi fasteignaverð um næstum 50% sumstaðar og heilt yfir um 30%

Lækkuðu vextir á lánum fasteignakaupenda?

Ónei.. þau hækkuðu. Þrátt fyrir að fasteignaverð hrundi með hruninu, þá hækkuðu lánin og vaxta- vextirnir hækkuðu.

Þetta er svo víðáttu vitlaust kerfi að engu tali tekur. Og að það séu ekki til kennslubækur sem útskýri til dæmis að viðskiptabankar prenti peninga er svo glórulaust að maður á bara ekki til orð. Einkavæðing á slíku fyrirbrigði er síðan ekkert annað en annaðhvort, heimska í hæðstu hæðum eða spilling.. nema hvort tveggja sé.



Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf MrSparklez » Sun 17. Nóv 2013 18:22

natti skrifaði:
MrSparklez skrifaði:Það er nú reyndar kennt þetta einu sinni í viku í vættarskóla í gravarvogi bara í tíunda bekk, kallast auraráð, erum t.d. að læra að fylla út launaseðil og eitthvað þannig akkúratt núna. Hef samt ekki hugmynd hvort þetta sé kennt í öðrum skólum.

Það að fylla út launaseðil er líka bara stærðfræði, sem gefur þér svo skilning á því úr hverju launin þín eru samsett af.
Rétt eins og það væri flott ef það yrði kennt hvernig á að reikna út áætlaðan heildarkostnað lána miðað við vexti, verðbólgu og lánstíma, en þá er fókusinn á allt annað en hvað sé "gott" og hvað sé "slæmt"
Enda er langsótt að hafa einhverjar "skoðanir" á stærðfræði.

það er nú ekki það eina sem við munum gera í þessum tíma en so far erum við bara búin að læra að fylla út launaseðill sem er ekki mikið miðað við hversu lengi við höfum verið í skólanum á þessari önn enda var bara bætt þessum tíma inná stundatöfluna fyrir mánuði eða svo, þetta er bókin sem við erum í http://www.nams.is/Namsefni/Valid-namse ... ba205dd341 .




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Tesy » Sun 17. Nóv 2013 18:40

appel skrifaði:Skólakerfið undirbýr fólk ekki fyrir lífið, heldur reynir að kenna því dönsku frekar.


Fck lífið, miklu mikilvægara að kunna dönsku og hef ég lært mjög mikið í skólanum. Núna kann ég um 10 orð í dönsku eftir að hafa lært dönsku í hvað.. 6-7 ár?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf tdog » Sun 17. Nóv 2013 22:09

Segir það ekki meira um þig heldur en skólakerfið, að þú hafir aðeins lært 10 orð í dönsku?

Mér fannst á sínum tíma grútleiðinlegt að læra dönsku í grunnskóla, svo fór ég í fjölbraut og tók auka áfanga í dönsku og nú á ég auðvelt með að lesa og skilja bæði norsku og sænsku. Get einnig gert mig skiljanlegan á þýsku.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf appel » Sun 17. Nóv 2013 22:17

tdog skrifaði:Segir það ekki meira um þig heldur en skólakerfið, að þú hafir aðeins lært 10 orð í dönsku?

Mér fannst á sínum tíma grútleiðinlegt að læra dönsku í grunnskóla, svo fór ég í fjölbraut og tók auka áfanga í dönsku og nú á ég auðvelt með að lesa og skilja bæði norsku og sænsku. Get einnig gert mig skiljanlegan á þýsku.


Nei, þetta segir ansi mikið um skólakerfið. Að reyna kenna fólki erlent tungumál án þess að það beiti því dags daglega er jafn tilgangslaust og að reyna verða vöðvastæltur með því að lesa um líkamsæfingar og borða prótein, án þess að æfa neitt.


*-*


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Tesy » Sun 17. Nóv 2013 22:32

tdog skrifaði:Segir það ekki meira um þig heldur en skólakerfið, að þú hafir aðeins lært 10 orð í dönsku?

Mér fannst á sínum tíma grútleiðinlegt að læra dönsku í grunnskóla, svo fór ég í fjölbraut og tók auka áfanga í dönsku og nú á ég auðvelt með að lesa og skilja bæði norsku og sænsku. Get einnig gert mig skiljanlegan á þýsku.


Þetta segir í raun voðalega lítið um mig. Að segja aðeins 10 orð í dönsku er kannski svolítið ýkt, þú veist alveg hvað ég er að meina.

En að pína nemendur að læra eitthvað sem þeir hafa núll áhuga á er mjög heimskulegt og í raun bara tímaeyðsla. Ég get til dæmis skilið þýsku alveg mjög vel þrátt fyrir að hafa aðeins lært það í 3 ár vegna þess að ég kaus þess að læra það.

Alveg sammála OP og appel að það ætti að kenna nemendum miklu meira um það sem mun actually nýta þeim í lífinu.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf appel » Sun 17. Nóv 2013 22:49

Ef dönskunám væri virkilega árangusríkt, þá ætti hálf þjóðin a.m.k. að vera reiprennandi í dönskunni. Staðreyndin er sú að eingöngu þeir sem hafa eitthvað búið í danmörku geta talað dönskuna.

Heimskulegt að kenna dönsku áfram með sömu áherslum. Það er nú orðið mjög langt síðan ég var í dönsku í skóla, en maður er enn þá daginn í dag gáttaður á þessari vitleysu. Manni var sagt að þegar maður færi í háskóla þá væri svo mikið af bókum á dönsku, en nei, ég fór í háskóla og engar bækur voru á dönsku! Maður leitaði að rökstuðningi fyrir dönskukennslu í skólum á sínum tíma, og maður leitar enn.

Það hvernig danskan var kennd situr enn í mér, þegar ég hugsa um það í dag. Maður þurfti að hlusta á kennarann blaðra um danskar málfræðireglur og mestum tímanum var eytt í það. Maður kennir ekki krökkum tungumál með því að kenna því málfræðireglur tungumálsins, þannig læra ekki krakkar. Heilinn á mannskepnunni lærir best með því að gera hluti og lifa í umhverfinu og aðlagast því.


En þetta er áfellisdómur yfir menntakerfinu á Íslandi. Fólk lærir allt um ekki neitt, og ekkert um allt hitt sem skiptir máli. Ef skólar eru enn þá daginn í dag að kenna krökkum dönsku, þá veltir maður fyrir sér öllu hinu sem þeir reyna að kenna.


Það sem skiptir mestu máli er að krakkar læri að lesa, skrifa, reikna og hafi hugsunina í lagi, geti lært nýtt, hafi gagnrýna og opna hugsun. Allt annað er bara áróður, pólitík og vanhæfni.


*-*

Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Lunesta » Sun 17. Nóv 2013 23:02

appel skrifaði:Það hvernig danskan var kennd situr enn í mér, þegar ég hugsa um það í dag. Maður þurfti að hlusta á kennarann blaðra um danskar málfræðireglur og mestum tímanum var eytt í það. Maður kennir ekki krökkum tungumál með því að kenna því málfræðireglur tungumálsins, þannig læra ekki krakkar. Heilinn á mannskepnunni lærir best með því að gera hluti og lifa í umhverfinu og aðlagast því.


Amen. Langar samt að bæta við svolitlu sem pirraði mig óendanlega mikið þegar ég var að læra
dönsku. Ég hef nefnilega alltaf verið svona stærðfræði haus.. MR, einn af hæstu á landinu fyrir
undankeppni i stærðfræði fyrir olympiuleikana i stæfr, verkfræði og yada yada.... En tungumál
aftur á móti hafa reynst mér erfiðari en maraþon hlaup. Eftir að hafa fallið í dönsku á jólaprófi
með stæl þurfti ég að fá afar háa einkunn a vorprofi til að falla ekki á ári. Ég endaði því í
einkatímum hjá stjúpömmu minni sem kenndi dönsku í ms. Það merkilega við kennsluna hennar
sem var fyrir mig en ekki eftir kerfinu voru algjörlega breyttar áherslur. Náði prófinu og allt
það dót en það sem ég furðaði mig mest yfir var að hún sem dönskukennari fannst fáranlegt
bæði hvernig danskan er kennd hér en sérstaklega hvað danskan okkar er úrelt! Að læra dönsku
var nógu slæmt, að hafa hrikalega kennsluaðferð var verra en að þessi danska skuli vera úrelt
í þokkabót senti mig næstum upp á klepp!

Tldr: Danskan sem er kennd hér er úrelt!



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 18. Nóv 2013 09:18

Sé það að Vaktin þarf að stofna sitt eigið ríki.

Engin danska og kjaftæði.



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aulahrollur

Pósturaf Bjosep » Mán 18. Nóv 2013 11:13

appel skrifaði:Ef dönskunám væri virkilega árangusríkt, þá ætti hálf þjóðin a.m.k. að vera reiprennandi í dönskunni. Staðreyndin er sú að eingöngu þeir sem hafa eitthvað búið í danmörku geta talað dönskuna.

Heimskulegt að kenna dönsku áfram með sömu áherslum. Það er nú orðið mjög langt síðan ég var í dönsku í skóla, en maður er enn þá daginn í dag gáttaður á þessari vitleysu. Manni var sagt að þegar maður færi í háskóla þá væri svo mikið af bókum á dönsku, en nei, ég fór í háskóla og engar bækur voru á dönsku! Maður leitaði að rökstuðningi fyrir dönskukennslu í skólum á sínum tíma, og maður leitar enn.

Það hvernig danskan var kennd situr enn í mér, þegar ég hugsa um það í dag. Maður þurfti að hlusta á kennarann blaðra um danskar málfræðireglur og mestum tímanum var eytt í það. Maður kennir ekki krökkum tungumál með því að kenna því málfræðireglur tungumálsins, þannig læra ekki krakkar. Heilinn á mannskepnunni lærir best með því að gera hluti og lifa í umhverfinu og aðlagast því.


En þetta er áfellisdómur yfir menntakerfinu á Íslandi. Fólk lærir allt um ekki neitt, og ekkert um allt hitt sem skiptir máli. Ef skólar eru enn þá daginn í dag að kenna krökkum dönsku, þá veltir maður fyrir sér öllu hinu sem þeir reyna að kenna.


Það sem skiptir mestu máli er að krakkar læri að lesa, skrifa, reikna og hafi hugsunina í lagi, geti lært nýtt, hafi gagnrýna og opna hugsun. Allt annað er bara áróður, pólitík og vanhæfni.


Það er eitthvað búið að breyta þessu í dag held ég. Krakkar byrja að læra ensku á undan dönskunni.

Hitt er svo annað mál að ef fólk hefur engan áhuga á því að læra dönsku og notar hana ekkert þá situr ekkert eftir. Þetta gildir um öll tungumál sama hvort það er þýska eða franska. Gildir náttúrulega annað um enskuna þar sem jú ALLT er á ensku og það er mjög erfitt að komast hjá því að vera hálf-enskumælandi hvort eð er. P.S. Ímyndaðu þér að 10% af sjónvarpsefninu sem þú horfðir á væri á dönsku.

Já og vel að merkja, þetta gildir alveg eins um íslensku. Vel flest af því sem þú gerðir í íslensku er eitthvað sem skiptir þig engu máli í lífinu. Og í raun geturðu sagt þetta um nánast hvaða fag sem er "hvenær er ég að fara að nota þetta?" T.D. stærðfræði (án gŕins) ef það er þitt val í lífinu þá þarftu aldrei að nota neitt af því sem þú lærðir í stærðfræði en ef þú notar það þá getur það opnað þér ótalmargar dyr og það sama gildir um öll tungumálin sem fólk lærir (hvort bæta mætti kennsluhætti eða ekki er síðan önnur umræða).