Pandemic skrifaði:Ég á Android síma og er að smíða hugbúnað fyrir Android síma og ég er alveg 100% sammála þér hvað varðar hugbúnaðarþróun á Android. Ég er að skrifa vefsíður sem þurfa að virka á Android og þar á meðal fyrir stock android browserinn og það liggur við að hann sé verri en Internet Explorer 6 þegar kemur að standards compliancy, það eru allskonar issues hér og þar sem poppa upp á meðan allt virðist virka frekar smooth þegar kemur að IOS.
Hinsvegar get ég ekki verið sammála þér með að öll þessi tæki séu drasl, sjáum t.d Nexus símana, HTC one og LG G2 sem eru allt frábærir símar. Skjárinn á t.d LG G2 skilur Iphone 5S skjáinn eftir í rykinu.
Annað sem ég er sammála þér með er þessi endalausa óþolandi þörf símaframleiðenda að setja eitthvað helvítis rusl UI addon ofan á Android UI, vanilla Android er einfaldlega fullkomnun og allt aukalega ætti bara að koma sem forrit sem hægt er að henda út.
Úr einu í annað. Ég fór svona að velta þessu fyrir mér eins og með fartölvurnar. Ég skoðaði fartölvur í langan tíma núna í sumar og komst einfaldlega að því að það er akkurat ekki einn einasti tilgangur í því að kaupa sér Windows fartölvu í dag. Allar vélarnar sem er eitthvað varið í eru farnar að kosta 210 þúsund hvort sem er og þegar þú getur valið um betri specca,betra build quality, betra support og auðveldari kaup VS plast, lélegt build quality, lélegt support þá eru kostir þess að kaupa Apple fartölvu í dag augljósir.
Apple er greinilega að gera margt rétt í dag og aðrir framleiðendur virðast vera með buxurnar niðrum sig.
Ég sá ansi flott vídjó af kauða að nota Surface (pro 2) sem fartölvu, og tengdi m.a. í sjónvarp og desktop skjá, væntanlega með einhverskonar docking station. Þessi Surface virðist vera nægilega öflugur sem desktop vél. Man ekki hvar ég sá þetta. Hver veit nema það sé framtíðin í PC.
Ég held að Windows gæti stækkað markaðshlutdeild sína mikið á næstunni, þ.e. ef þeir reyna að gera gæðatæki.
En hvað skjáina varðar, þá tek ég eftir einu í skjáunum á nýjum android-tækjum og það er hve dimmir þeir eru. Það er ekki það að svarti liturinn er svartur, heldur að dökkir litur eru svartir. Bjartir litir verða líka hvítir, kúrvan er bara einsog S. Ég hef ekki skoðað LG G2, kíki kannski á hann á morgun. Svo eru litirnir bjagaðir á Sony Xperia Tablet Z, grár litur fær dökkbláan ljóma! Kannski gallað eintak.
Munurinn á Apple og þessum framleiðendum er sá að Apple myndi aldrei láta frá sér tæki sem birtir ranga liti, Steve Jobs myndi snúa sér við í gröfinni. En kannski er þessi munur of lítill til að skipta máli fyrir massann, og þessvegna er android með svona stóra markaðshlutdeild :\
En mér finnst skrítið að verðmunur á þessum tækjum sé ekki meiri en hann er. Þau android tæki sem eru sett til höfuðs Apple, og kosta svipað, standast engan veginn alvöru samanburð.
Versta er að Google skuli ekki hafa meiri tök á android kerfinu en þetta. Það er rosalega fragmentað milli allra þessa tækjaframleiðenda.