tdog skrifaði:http://www.visir.is/ovist-hvort-soley-fai-nokkud-fyrir-14-milljon-spilanir-a-youtube/article/2013131109655
Áróðursvélin komin í gang.
Sko, maður hefur fulla samúð með svona, en þetta vandamál er ekki leyst með allsherjareftirliti og stjórn á internetinu. Jafnvel þó sumir, einsog Bubbi, freistist til þess að vilja slíkt þá er meginþorri listamanna ekkert fylgjandi því.
Svo virðist henni vera nokkuð sama, og er í raun bara ánægð yfir þessu, því fólk þekkir hana núna og þar af leiðandi koma fleiri á tónleika með henni.
Ég meina, hverjum viltu refsa og fyrir hvaða glæp? Þau vilja ekki einu sinni láta loka á vídjóið!! Bleh...
Hitt er svo að það er óskiljanlegt að Youtube greiði ekki listamönnum royalties þegar allir aðrir þurfa að gera það, t.d. útvarpsstöðvar. Sérstaklega skringilegt miðað við að Youtube er bandarískt fyrirbæri, og höfundarréttur og royalties eru fundin upp í bandaríkjunum. Auk þess þvinga bandaríkin önnur lönd til þess að virða þetta. Hví eru bandaríkin að brjóta höfundarrétt á íslenskum tónlistarmönnum? Er það ekki frekar spurningin?
Já, risaeðlur einsog Bubbi geta ekki lifað af internet-byltinguna, því hann vill ekki eða getur ekki aðlagast henni. Too bad. Það hafa margir aðrir úreldast í starfi, ekki getað lært nýja hluti og aðlagast tækniþróun. Ég veit ekki um neinn sem vill banna tækniþróun í nafni starfsöryggis.
Í staðinn fyrir að eyða púðri í að berjast við vindinn þá gæti Bubbi verið að aðlagast nýju umhverfi og græða á því. En nú vill enginn hlusta á lögin hans útaf röflinu í honum.