Það er komin áratuga reynsla á gagnaflutninga í gegnum hljóð, -hljóðsnældur fyrir sinclair og commodore geymdu binary code og margir hafa reynt þetta síðan. Það er líkt með ljósgeislum og hljóði að maðurinn skynjar ekki allar tíðnir, það þýðir ekki að hlutirnir séu ekki til staðar.
Til þess að slíkt virki þá þarf tækið að vera að hlusta eftir hljóðmerkjum og þar að auki að kunna að lesa úr þeim. Hvernig á tölvan annars að vita hvað hljóðmerki á að vara lengi og á hvaða tíðni til að tölvan greini það sem 0 eða 1? Það væri kannski möguleiki ef einhver raddstýringarbúnaður væri fyrir hendi á tækinu að það gæti lesið hljóðmerki á tíðnum sem mannseyrað nemur ekki, ég þekki ekki til raddstýringa eða buffer overflow á slíkum en þær byggja ekki allar á sömu tækni og því væri ekki hægt að nota sama "huldukóðann" til að exploita tölvurnar.
Eins og fram hefur komið þá eru getgátur um að þetta "badBIOS" mál sé komið útaf sýktum USB kubbum og ef þeir keyra upp réttu forritin á tölvurnar þá geta þær léttilega talað saman, óháð stýrikerfi en það gæti allt eins verið að samstarfsmenn hans væru með snilldar hrekk í gangi
Til þess að skilja hvernig gagnaflutningarnir í gegnum hljóð virka þá mæli ég með þessu hérna, -það er jafnvel source code þarna ef einhver hefur áhuga að reyna þetta sjálfur.
http://awesomegeekblog.blogspot.com/2009/04/file-transfer-over-sound-card.html