Uppgerð á glugga. [Spurningar]-[Ráðleggingar]

Allt utan efnis

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Uppgerð á glugga. [Spurningar]-[Ráðleggingar]

Pósturaf Dúlli » Lau 02. Nóv 2013 16:37

Er að gera upp einn glugga heima heima mér. Hann er staðsettur inn á baði er búin að vera pússa og pússa en þetta er að taka svo helvíti mikið á og það virðist vera að það sé spasl undir lakkinu.

Þannig spuninginn er hvað er best að gera ? til að fjarlægja þetta spasl ? er með andskoti grófan sandpappír en það virðist ekki hjálpa manni neitt mikið. (Ég kemst ekki í slípingarvél og er ekki að fara kaupa svona stykki.)
Eithvað efni sem ég get notað ? eða þarf ég að eyða 10+ Klst í viðbót í að pússa þetta ?

Mynd
Mynd

Spurning 1 : Hvernig er best að pússa þetta ?
Spurning 2 : Hvaða efni er best að nota þegar maður er búin að pússa ?
Spurning 3 : Þetta er inná baði þannig að það er raki og hvernig er best að lakka þetta ? þarf að gera eithvern grunn ?
Spurning 5 : Ætla að skipta um gummi kanta í glugganum. Hvað er best að nota ?



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 833
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Uppgerð á glugga. [Spurningar]-[Ráðleggingar]

Pósturaf Hrotti » Lau 02. Nóv 2013 17:07

1. leigir juðara fyrir klink, í byko eða húsasmiðjunni.
2. Sandpappír.
3. Það fer eftir lakkinu, spurðu þar sem að þú kaupir lakkið.
4. Gluggaþéttiborðar eru til í öllum byggingarvöruverslunum og þarft bara að passa að þeir séu svipað þykkir og þeir sem að voru fyrir til að gluggalistarnir falli eðlilega að eftir að þú skiftir. Reyndar er nú ekkert ólíklegt að þú skiftir um gluggalista í leiðinni fyrst að þú ert að þessu og þá velurðu bara þéttiborða sem að hentar þeim listum.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgerð á glugga. [Spurningar]-[Ráðleggingar]

Pósturaf Dúlli » Lau 02. Nóv 2013 17:12

Hrotti skrifaði:1. leigir juðara fyrir klink, í byko eða húsasmiðjunni.
2. Sandpappír.
3. Það fer eftir lakkinu, spurðu þar sem að þú kaupir lakkið.
4. Gluggaþéttiborðar eru til í öllum byggingarvöruverslunum og þarft bara að passa að þeir séu svipað þykkir og þeir sem að voru fyrir til að gluggalistarnir falli eðlilega að eftir að þú skiftir. Reyndar er nú ekkert ólíklegt að þú skiftir um gluggalista í leiðinni fyrst að þú ert að þessu og þá velurðu bara þéttiborða sem að hentar þeim listum.


Takk fyrir fljótt svar.

1. Held að ég endi bara með að pússa þetta með hendinni, búin að fara í byko og keypti þar sandpapír og held ef ég verð duglegur að þessu þá verð ég búin eftir 2-3 klst [-o<
2. Nóg til af honum :happy
3. Hvernig þá ? fer eftir lakkinu ? er að vonast að geta keypt eithvað lakk sem er hægt að nota úti og inni.
4. Það eru engir þéttiborðar í kringum gluggan eða í rammanum sjálfum :thumbsd samt eru rákir fyrir þau. Vantar bara eithvað til að hindra að kalda loftið kæmist inn í vetur :happy . Hvað er gluggalisti ? :-k ertu að tala um ramman kringum glerið eða ](*,)




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Uppgerð á glugga. [Spurningar]-[Ráðleggingar]

Pósturaf playman » Lau 02. Nóv 2013 17:22

Einnig geturðu verslað þér meklóleisir minnir mig að það heitir, eða bara lakkleisir, helvíti fínt að nota þetta og þú værir sirka
10-15 mín að ná um 90% af lakkinu af syllunni, notar bara sparsl spaða til að skafa jukkið burtu, eftir það er bara létt pússun eftir.
Einnig er hægt að nota hitabyssu til að ná svipuðum áhrifum á svipuðum tíma, þarft bara að hafa sparsl spaða við hendina og
skafa lakkið af þegar að það er orðið nógu heitt og farið að bólgna.

Veit ekki alveg samt hvað best er að nota á sparsl fyrir utan sandpappír.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgerð á glugga. [Spurningar]-[Ráðleggingar]

Pósturaf Dúlli » Lau 02. Nóv 2013 18:17

Ég gafst upp og endaði við að fara aðra ferð í byko. Ætlaði að leikja pússivél og endaði bara við að kaupa eitt stk.

Missti kjaftinn þegar ég heyrði að leigan sé 1.000,- krónur fyrir 4 klst og ef ég hefði leigt það núna hefði ég þurft að greiða fyrir næstum 12 klst. að auki fylgir sandpappír þessu ekki ](*,)

Þannig ég ákvað að fjárfesta í svona stykki. :happy