Trendnet tew-639GR og Zhone router


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Trendnet tew-639GR og Zhone router

Pósturaf Garri » Fim 24. Okt 2013 02:22

Sælir

Er alveg að gefast upp á þessu kombói. Næ ekki samband þarna á milli nema happs og glapps.

Þannig er að ég er með tveggja hæða steinsteypt hús og Zhone Vodafone routerinn er niðri í einu horninu. Nú, ég næ ekki þráðlausa WiFi merkinu frá Zhone uppi svo ég keypti þennan Trendnet router (af notanda hér á Vaktinni) og ætlaði að nota hann einvörðungu sem Access point uppi.

Í fyrsta lagi, þá ég get ekki disablað WAN settingar á honum. Það er hægt að slökkva á WLan sem er að sjálfsögðu Wireless Lan og það vill ég að sjálfsögðu ekki. En að slökkva á stykkinu sem WAN router sýnist mér að sé ekki hægt og útskýrir eflaust afhverju þetta virkar happs og glapps.. (fer eftir í hvaða röð maður kveikir á hverju sem er hábölvað)

Er búinn að djöflast í þessu þó nokkuð.

Staðan er þessi. Næ til viðbótar ekki að virkja static IP á tölvunni minni með Zhone routernum. Virkar í smá tíma en dettur svo út. Ef ég skoða Client list á routernum þá birtist ekki fixed IP talan þar. Sama hvað.

Svona stillti ég static ip-töluna:
IP Address: 192.168.1.11 ;poolið byrjar í 192.168.1.2
Subnet mask: 255.255.0.0 ;Hef það opið að geta addressað 192.168.10.1 sem er Trendnet routerinn.
Default gateway: 192.168.1.1 ;Zhone routerinn

DNS serverar eru: 193.4.194.5 og 213.176.128.51 sem er sama og ef ég læt hana úthluta mér sjálfvirkt.

Nú annað geri ég nema í Zhone routerinum þá hef ég Subnet maskið 255.255.0.0 sem ætti að opna gátt á milli þessara tveggja stykkja sem verður að vera þar sem þeir eiga að linka saman innra netið í húsinu.

En það gerist ekki.. sama hvað.

Ég get Pingað af Zhone í Diagnostic en ekki í cmd.

Einhverjar hugmyndir?




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Trendnet tew-639GR og Zhone router

Pósturaf einarth » Fim 24. Okt 2013 08:18

Sæll.

Eina sem þú þarft að gera við auka-router til að nota hann sem auka wifi access point er að slökkva á DHCP server í honum og nota bara LAN portin á honum en tengja ekkert í WAN port. Svo stillirðu wifi-ið í honum á sama SSID og aðal-router er með en á aðra rás (1,6,11).

Þú þarft ekki að stækka subnet mask á aðalrouter til að hann "tali" við auka-routerinn. IP talan á auka-router skiptir engu máli nema til að komast inná hann til að stilla hann.

Þú þarft heldur ekki að spá í að slökkva á WAN í auka-router..þær stillingar skipta engu máli þar sem þú tengir ekkert í WAN portið á honum. Þú notar í raun ekki "router" partinn af honum heldur engöngu wifi-sviss brúnna (LAN hlutan).

Kv, Einar.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Trendnet tew-639GR og Zhone router

Pósturaf Garri » Fim 24. Okt 2013 11:15

Takk fyrir þetta Einar.

Ég hafði þetta af í gærkveldi (nótt). Margt sem var farið úrskeiðis. Til að byrja með þá voru tengin farin að gefa sig, útskýrir hvers vegna þetta virkaði stundum og stundum ekki, svo ég þurfti að klípa á ný stykki. Byrjaði á að ruglast á snúrum og síðan ruglaðist ég á litaröðinni, orðinn ýkt pirraður.. brúnn og ljósbrúnn víxluðust hjá mér, aarrrgg.. en þegar snúaran (líka sú sem ég ruglaðist á) var orðin góð, þá gekk þetta hratt upp. En ég notaði að sjálfsögðu bara ether-net portin á routernum og switchinn sem ég tengi í er bara með ethernet port.

Byrjaði á að færa netið á Trendnet routernum niður í 192.168.1.100, þá þurfti ég ekki lengur á því að halda að víkka subnet maskið. Það var að sjálfsögðu slökkt á DHCP servernum á Trendinum en hafði kveiknað á honum aftur eftir að ég resettaði hann. Slökkti á því. Uppfærði Firmwarið á á honum, slatti listi yfir bögga sem var búið að laga. Eftir þetta komst ég inn á routerinn úr öllum tölvum sem var útgangspunktur hjá mér, enda ómögulegt að hlaupa á milli hæða og fikta í þessu með Pc tölvur niðri en Makka uppi. Á reyndar eftir að prófa að hvort Zhone routerinn samþykki static ip, það gekki ekki í gærkveldi en þarf svo sem ekki lengur á því að halda þar sem ég þarf ekki lengur að víkka subnet maskið, púlið á Zhone nær frá 2 - 99.

Allt er gott sem endar vel..