Minuz1 skrifaði:Þætti vænt um að stjórnendur færi eftir þeim reglum sem þeir setja sjálfir.
Nú er ég aðallega forvitinn um það hvað þessi setning var að vísa til?
Annars má Kristján aðeins róa sig, er fljótur að fara út í dónaskap sem er algjör óþarfi þó einhverjir séu ósammála honum.
Til að benda aðeins betur á það sem ég átti við með mínu innskoti í þessa umræðu að þá var fyrsta myndin sem var fleygt fram varðandi muninn á vinnsluminnunum mjög misvísandi birt ein og sér.
Jafn vel þó fólk fari og lesi upprunalegu heimildina að þá eru að ég held ekki margir og jafn vel fáir sem átta sig á því að þarna væri verið að tala um sérstaklega mikinn mun, allt að 2-3 faldan afkastamun milli vinnsluminna, aðallega sökum þess að verið var að nota vinnsluminnið í mjög sérhæfðum tilgangi, þ.e.a.s. sem grafískt minni fyrir skjáhraðal, en ekki er algengt að fólk sé yfir höfuð að leita í þessar skjástýringar ef markmiðið er sett á mikla leikjaspilun eða þrívíddarvinnslu.
Einnig er vert að benda á að hitt grafið sem þú Minuz1 setur fram þínu máli til stuðnings er úr Winrar, en í þessu reviewi er það eina forritið sem sýnir einhvern tiltölulegan mun, í öllum öðrum forritum eða input/output notkun sem kemur fyrir í reviewinu má sjá mjög lítinn mun.
Auðvitað er einhver munur og þá sérstaklega í sérhæfðri vinnslu milli 1333MHz, 1600MHz og hærri tíðna, en sá munur er þó yfirleitt lítill og jafn vel glatast ef horft er til þess að í fartölvum er algengt að 1333MHz minni sé CL9 en 1600MHz sé CL11.
Ég ætla að segja þátttöku minni að þessari umræðu lokið en óska ykkur alls hins bezta í framtíðar rökræðum.
http://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50917.pnghttp://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50918.pnghttp://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50919.pnghttp://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50920.pnghttp://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50921.pnghttp://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50922.pnghttp://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50923.pnghttp://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50924.pnghttp://images.anandtech.com/graphs/graph6372/50926.png