Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2484
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf GullMoli » Þri 15. Okt 2013 16:06

http://www.reykjavik.is/desktopdefault. ... read-37436

Slökkt verður á götulýsingu í fjórum hverfum Reykjavíkur í kvöld vegna frábærrar norðurljósaspár Veðurstofu Íslands. Myrkvunin mun eiga sér stað á milli kl. 21:30 og 22:00 og verður slökkt á lýsingu í Öskjuhlíð, Grafarholti, Skólavörðuholti og Breiðholti-Seljahverfi. Reykvíkingum ætti því að gefast frábært tækifæri á því að sjá einstaka norðurljósasýningu á þessum stöðum í kvöld og eru íbúar hvattir til að taka þátt og slökkva ljósin í íbúðarhúsum sínum líka svo myrkvunin verði sem mest og ljósmengun sem minnst nema frá hinu frábæra sjónarspili í himinhvolfinu ef aðstæður verða réttar.

Myrkvunin er gerð í samráði við lögreglu, slökkvilið og Orkuveitu Reykjavíkur. Fólk er hvatt til að aka einstaklega varlega á þessum svæðum og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur. Reykjavíkurborg vill einnig minna fólk á hin frábæru útivistarsvæði í nágrenni borgarinnar, t.a.m. Heiðmörk og Hólmsheiði þar sem hægt er að njóta norðurljósa enn betur. Takið með ykkur nesti og nýja skó.


Djöfull er ég að fýla þetta, finnst skemmtilegt þegar ljósin eru slökkt og hvað þá af svona tilefni!

Passið bara að læsa húsunum ef þið farið út og búið á þessum myrkvasvæðum :P


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf dandri » Þri 15. Okt 2013 16:08

Ég ætla klárlega að fylgjast með í kvöld, norðurljósin voru æðisleg í gærkvöldi þannig ég er spenntur fyrir kvöldinu.


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Stutturdreki » Þri 15. Okt 2013 16:09

Það verður slökkt á svæðum 2, 9, 15 og 20, sjá mynd:

Mynd

Þetta hjálpar örugglega eitthvað, ef það verður ekki skýjað eins og allt stefnir í, en ljósmengun verður samt töluverð. Td. efast um að þetta gagnist mikið á svæði 2 þegar allt verður upplýst allt í kring.




dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf dandri » Þri 15. Okt 2013 16:11

Málið er að fara upp á einhvern stað þar sem þú ert tiltölulega yfir ljósmenguninni, hjálpar mjög mikið við að sjá norðurljósin vel.


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2484
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf GullMoli » Þri 15. Okt 2013 16:13

Náttúrulega alltaf lang best að fara út fyrir bæjarmörkin, hef sjálfur stundum farið nálægt bláfjöllum. Munar alveg stórkostlega miklu að hafa enga ljósmengun í kring.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf oskar9 » Þri 15. Okt 2013 16:26

Akureyri síðustu nótt:
Ath. þessi mynd er ekki í fullri upplausn
Canon 550D- 17-40mm ISO-400, WB-3000K
Virðast vera einhver óhreinindi í sensornum, sem útskýrir rauðu pixlana, en þessar myndir eru allveg óunnar Jpeg myndir, fóru útaf vélinni og inná Imgur, þoli ekki norðurljósa myndir sem er svo búið að djúsa upp og ýkja í photoshop :no

http://i.imgur.com/AkJado0.jpg

http://i.imgur.com/sBPl9Hz.jpg

http://i.imgur.com/9ciTTKp.jpg

http://i.imgur.com/KzmT61w.jpg

http://i.imgur.com/N8tlpyi.jpg

http://i.imgur.com/14f2c9T.jpg


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf vesley » Þri 15. Okt 2013 16:47

GullMoli skrifaði:Náttúrulega alltaf lang best að fara út fyrir bæjarmörkin, hef sjálfur stundum farið nálægt bláfjöllum. Munar alveg stórkostlega miklu að hafa enga ljósmengun í kring.



Eða skjótast uppí mosfellsdal.

Svo er bara að vona að það létti til.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 40
Staða: Tengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Kristján » Þri 15. Okt 2013 16:52

eins gott að það verði ekki eins skýjað og það er núna....




Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Vignirorn13 » Þri 15. Okt 2013 17:07

Kristján skrifaði:eins gott að það verði ekki eins skýjað og það er núna....

Nákvæmlega! það er alskýjað! En ætli það sé sniðugt að fara í Perluna og þarna út á svalirnar þar. :megasmile



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Stutturdreki » Þri 15. Okt 2013 17:11

Samkvæmt vedur.is verður heiðskýrt á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.. en samkvæmt þeim er líka léttskýjað akkurat núna.. :?




Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Vignirorn13 » Þri 15. Okt 2013 17:20

Stutturdreki skrifaði:Samkvæmt vedur.is verður heiðskýrt á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.. en samkvæmt þeim er líka léttskýjað akkurat núna.. :?

Já, var búinn að sjá það en ég myndi ekki kalla þetta léttskýjað hahah.. :face
edit* Var að sjá að Hafnarfjörður og Kópavogur ætla líka að slökkva öll ljós. http://visir.is/gotuljos-einnig-slokkt- ... 3131019359



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Glazier » Þri 15. Okt 2013 18:49

Fyrir þá sem vilja nördast..
http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html

Þegar línuritið þarna fer á hreyfingu eru líkur á norðurljósum.. því meiri hreyfing því meiri virkni, sjáið t.d. í gær var mjög mikil virkni til 04:00 og róaðist eftir það :)


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Hnykill » Þri 15. Okt 2013 19:06

Flott framtak.. svona haga íslendingar sér... er ákveðið stoltur að búa hér !


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2484
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf GullMoli » Þri 15. Okt 2013 19:19

Heyrði eitthvað um að það þyrfti líklegast að fara norður fyrir fjall til þess að losna við þessi ský, í kringum Hveragerði t.d.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Vignirorn13 » Þri 15. Okt 2013 23:16

GullMoli skrifaði:Heyrði eitthvað um að það þyrfti líklegast að fara norður fyrir fjall til þess að losna við þessi ský, í kringum Hveragerði t.d.

Já, Það sást ekkert í Reykjavík :/



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1249
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 66
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf demaNtur » Þri 15. Okt 2013 23:53

Ef þið farið í hafnarfjörð, þar uppí klukkubergi er þokkalega lítil ljósmengun fyrir aftan blokkina þar :)

http://www.instantstreetview.com/2wnb5x ... z2cjzksz1f

Þarna fyrir aftan blokkina :happy



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Glazier » Þri 15. Okt 2013 23:59

Miðað við virknina ættu ljósin fyrst núna að vera farin að sýna sig.. en svooldið skýjað til þess samt :roll:

http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf appel » Mið 16. Okt 2013 00:00

Einhverskonar aprílgabb reykjavíkurborgar og veðurstofunnar? Annars finnst mér furðulegt hvað margir láta leiða sig út í eitthvað rugl bara útaf því það birtist frétt um "norðurljós" í fjölmiðlum, þá alltíeinu rennur á fólk norðurljósaæði einsog það geti ekki séð norðurljósin á öðrum góðum kvöldum næstu mánuði.


*-*


danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf danniornsmarason » Mið 16. Okt 2013 00:02

Glazier skrifaði:Miðað við virknina ættu ljósin fyrst núna að vera farin að sýna sig.. en svooldið skýjað til þess samt :roll:

http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html

enginn ský á kleifarvatni, en ekki nein norðurljós þar heldur, var þar í 3 klukkutíma að bíða eftir þeim en aldrey komu nein, rétt eitthvað sem maður sá varla :face


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |


Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Norðurljósabrjálæði í kvöld!

Pósturaf Vignirorn13 » Mið 16. Okt 2013 19:20

Var að heyra um að það gæti verið einhver í kvöld.. http://www.vedur.is/vedur/spar/nordurljos/ allaveganna smá virkni samkvæmt þessu og seinna í kvöld á að vera meiri. :)