Er að nota Linux mint 14 og þarf að geta skipt milli lyklaborða (keyboard layout). Það kunna að vera fleiri en ein leið að þessu marki en ég í augnablikinu er ég að eltast við eftirfarandi leið.
Eftir smá netleit tókst mér að ná því í gegn nema vandamálið er að ég þarf að endurtaka ferlið í hvert skipti sem tölvan er ræst. Með þessari skipun get ég fengið upp norskt og íslenskt lyklaborð saman.
Kóði: Velja allt
setxkbmap -option grp:alt_shift_toggle "no,is"
Ég þarf hinsvegar einhvern veginn að fá þetta til að vera varanlegt.
Einhver sem lumar á svörum?