Datt í hug að búa til þennan þráð vegna þeirra miklu fordóma sem eru í garð plastefna og langaði að benda á að það eru til margar tegundir af plasti og það er ekki allt plast drasl eða cheap.
Það er hægt að vinna með polycarbonate líkt og með plötur af stáli eða áli, t.d. beygja þær án þess að hita þær. (Önnur plastefni brotna) Það er tiltölulega auðvelt að vinna með polycarbonate með flestum áhöldum. Það er þægilegt að bræða það sem að vinna með það í CNC vélum og það hentar mjög vel í unibody hönnun á símum líkt og Nokia gera. Polycarbonate er notað í óeirðagræjur og nánast allan gagnsæjan öryggisbúnað.
Glerhúsið á einni af nýjustu og bestu herþotum sem eru í notkun í dag er úr Polycarbonate, F-22 Raptor
Hér er samanburður á ryksugum úr ýmsum plastefnum og svo að lokum Dyson úr Polycarbonate.
Bílrúðuprófanir, sú fyrsta er úr hertu gleri, nr. 3 er úr Polycarbonate og það sér ekki á henni.
Polycarbonate framrúður í mótorhjól
Polycarbonate, plastið sem getur
Re: Polycarbonate, plastið sem getur
Endaði á gaur sem byggir geislasverð úr polycarbonate plasti til að slást með Awesome stuff!
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6801
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 941
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Polycarbonate, plastið sem getur
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Polycarbonate, plastið sem getur
Mancrush á þig, ég elska plast
Reynið að búa til prentplötur úr áli !!
Reynið að búa til prentplötur úr áli !!
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Polycarbonate, plastið sem getur
Lexan (nafnið á polycarbonate frá Sabic) er notað í boddí á fjarstýrða bíla. Ótrúlegt hvað þetta þolir (nema ef það er kominn skurður í þetta). Líka, ef þú gerir ekki nógu stórt gat fyrir útblásturspípunni (oftast úr áli) þá sker lexanið álið í sundur.
Plast er gott og oft miklu betra og meira viðeigandi efni en ál.
Plast er gott og oft miklu betra og meira viðeigandi efni en ál.