Lúxusnet Tals?


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Lúxusnet Tals?

Pósturaf AntiTrust » Fös 20. Sep 2013 10:13

Sá email hjá félaga mínum, þar sem Tal er að kynna þetta nýja Lúxusnet þeirra, sem hljómar vissulega töff m.v. hratt aukandi eftirspurn á erlendum VOD þjónustum. Ég hafði alltaf gert ráð fyrir því að þeir væru bara að fara að rerouta DNS fyrirspurnum út og maska þannig IP töluna, en svo stendur;

Í grófum dráttum eykur þessi þjónustuleið öryggi viðskiptavina Tals á netinu, ásamt því að brjóta niður landamæri sem hingað til hafa verið lokuð okkur Íslendingum á netinu. Með Lúxusneti Tals verður geymsla persónu- og greiðsluupplýsinga á vefsíðum á borð við Amazon.com og PayPal öruggari.


Hvernig getur DNS aukið öryggi? Varla ætla þeir að VPNa alla erlenda traffík út á þessari áskriftarleið með dulkóðun? Og ætli það verði aðrir gagnamagnspakkar á þessum tengingum?

E-r sem þekkir þetta og getur svarað fyrir? :)



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals?

Pósturaf Frantic » Fös 20. Sep 2013 10:59

Myndi ekki segja að þetta væri mikið öryggi nema að það er ekki hægt að tracka hvaðan þú kemur í raun og veru og bara á þessum síðum sem eru valdnar.
Hef heyrt að þetta eigi eftir kosta undir þúsund kall á mánuði en er frítt núna meðan þetta er í vinnslu.
Held að þetta eigi ekki að vera bundið við neitt gagnamagn án þess að vita neitt um það.
Skildi þetta þannig að þú velur þér bara gagnamagn og plúsar svo lúxusnetið ofan á það.



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals?

Pósturaf BugsyB » Fös 20. Sep 2013 11:55

Þetta er samt sniðug þjónusta en þeir eru ekki að fylgja eftir með auknu gagnamagni


Símvirki.


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals?

Pósturaf codec » Fös 20. Sep 2013 15:38

Ég sé ekkert um þetta á síðunni þeirra, hvað er þetta Lúxusnet?