When my Acer decided to use MAC OS X


Höfundur
thehulk
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 15:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

When my Acer decided to use MAC OS X

Pósturaf thehulk » Sun 18. Ágú 2013 13:38

Jæja

Ég er með tæplega 2 ára gamla Acer Aspire 5750G sem kom með Windows 7 pre installed. Fyrir tæplega ári síðan, þá setti ég upp Windows 8 í tölvuna og var svona "meme" ánægður með það. Síðan ekki fyrir löngu, þá vildi ég prófa eitthvað nýtt og ég ákvað að setja upp OS X 10.8.4 í vélina. Með smá moddifacation í BIOS "Setja upp UEFI bootloader" og litla aðra hluti þá tókst mér að henda upp 100% kerfi í tölvuna.

Eftir þessa breytingu þá hefur tölvan aldrei verið betri, og núna finnst ég loksins að vera nota i5 örrann sem er í tölvunni... Ég er stundum hissa á því að Apple opni ekki fyrir þennan möguleika að leyfa 3rd party fyrirtækjum að nota þetta stýrikerfi. Ég hugsa að markaðshlutdeildin með þetta að gera, myndi umbylta stýrikerfisheiminum í dag.

Minnsta kosti ætla ég að leyfa tölvunni að vera með þetta stýrikerfi, og síðan mun ég líklega fá mér Makka eftir þetta




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: When my Acer decided to use MAC OS X

Pósturaf AntiTrust » Sun 18. Ágú 2013 13:40

thehulk skrifaði:[..]
Eftir þessa breytingu þá hefur tölvan aldrei verið betri..


:popeyed

No comment.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: When my Acer decided to use MAC OS X

Pósturaf tdog » Sun 18. Ágú 2013 13:45

Gaman að lesa þetta, líka gaman að því að þetta sé ekki flóknara en þetta að gera. Ég hlakka bara til að prófa Mavericks núna.

En fyrst þú ert að pæla í því hvers vegna Apple leyfi öðrum ekki að nota kerfin sín, þá er ástæðan sú að Apple hannar hugbúnaðinn til þess að vinna með vélbúnaðinum, og öfugt. Ef að framleiðandi X myndi ekki nota vélbúnað sem virkar 100% með OS X þá þýðir það að ímynd OS X og Apple skaðast, því að „stýrikerfið virkar ekki“ – og það vilja Apple-menn ekki. Það er vörunni hreinlega fyrir bestu að hún gangi á vélbúnaði hönnuðum af Apple.




Höfundur
thehulk
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 15:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: When my Acer decided to use MAC OS X

Pósturaf thehulk » Sun 18. Ágú 2013 14:22

AntiTrust skrifaði:
thehulk skrifaði:[..]
Eftir þessa breytingu þá hefur tölvan aldrei verið betri..


:popeyed

No comment.



Rafhlöðuending er betri, sleep mode er betra, tölvan er hraðvirkari. Og skjárinn virðist loksins vera rétt calibrate eftir margar tilraunir í Win 7/8



Skjámynd

eriksnaer
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2012 12:28
Reputation: 3
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: When my Acer decided to use MAC OS X

Pósturaf eriksnaer » Sun 18. Ágú 2013 14:32

Einhver séns á leiðbeiningum hvernig á að gera þetta ;)


Intel® Core™ i5-9400F - RTX™ 2060 6GB - 16GB DDR 4 2666 Mhz ( Dual channel) - 500GB Samsung SSD M.2 Nvme