Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynlegt?

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynlegt?

Pósturaf odinnn » Þri 13. Ágú 2013 09:02

Var að púsla saman nýjum turni í gærkvöldi og fór að spá í hvort ég þyrfti nokkuð að setja upp Windows aftur á system diskinn minn sem ég tek úr gömlu tölvunni. Ég sé ekki neina ástæðu nema driver árekstrar ætti að vera vandamál þegar maður flytur disk á milli véla. En núna eru til slatti af forritum sem geta þefað upp drivera og eytt þeim.

Þannig ég spyr, er einhver önnur ástæða fyrir því að setja upp Windows upp á nýtt fyrir nýja tölvu í staðinn fyrir að keyra einhver forrit?



PS. Að setja upp Windows er það leiðinlegasta sem ég geri!


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf TraustiSig » Þri 13. Ágú 2013 09:10

Geta oft komið upp conflictar útaf því að þú ert að skipta t.d. af einu móðurborði yfir á annað. Hef lent í allskonar BSOD villum og veseni sem ég oftast nenni ekki að finna útur. Einfaldara að taka afrit og strauja vélina :happy


Now look at the location

Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf vikingbay » Þri 13. Ágú 2013 09:29

Ef þú vast að setja saman nýjann turn vona ég að þú hafir haft SSD disk með í kaupunum, þeir einfaldlega gera lífið betra og leyfa manni að nenna að gera þetta.. Tekur enga stund!
En annars myndi ég hiklaust gera fresh install, mér finnst eins og það sé bara auðveldara en að finna eitthvað skíta forrit sem er alltaf að fá mann til að kaupa sig og kanski virkar illa og skilur eftir sig hálfkláraða vinnu.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf Daz » Þri 13. Ágú 2013 10:23

Síðan XP hefur uppsetning á Windows verið barnaleikur. Er það ekki frekar að setja upp öll hin forritin sem er að pirra þig? Hefurðu kynnt þér http://ninite.com/ ?



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf Stutturdreki » Þri 13. Ágú 2013 10:35

Þegar eitthvað fær meðmæli frá "The Christian Science Monitor" þá veistu að það er æði :megasmile

En on topic, já myndi mæla með að gera clean install. Hitt gæti virkað en alveg jafn líklegt (eða líklegra) að þú lendir í veseni.



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf odinnn » Þri 13. Ágú 2013 11:35

Er með ssd disk þannig að það er ekki vandamálið.

Að setja upp öll forritin er klárlega hrikalega leiðinlegt líka en mér leiðist bara allt vesenið við að setja upp Windows. Ég er bara með eina tölvu og ekkert geisladrif þannig að ég þarf að brasa við að dl Windows og setja á kubb, síðan þegar ég er byrjaður þá er mega vesen að redda einhverju ef installið klikkar... (driver vandamál)

Ætli ég neyðist ekki til að drullast í gegnum þetta og hætta að vera aumingi...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf Garri » Þri 13. Ágú 2013 13:08

Hef flutt diska á milli móðurborða bæði með því að nota sysprep sem og án þess (bæði gengið upp). Sjá sysprep m.a. hér: http://www.makeuseof.com/tag/making-sur ... therboard/

Taktu bara afrit af öllum gögnum, prófæl og síðan öllum extra folderum sem hafa gögn. Ef illa fer, þá er alltaf hægt að gera ferskt install.

Hér í denn þá "hreinsaði" ég stundum eigin tölvu sem og fleiri og þar á meðal viðskiptavina með því að uninstallera móðurborðs dræverum sem og harða diska, var langoftast með Windows óuppsett á harða disknum. Þetta gerði ég ef ég var búinn að uppfæra oft allskonar dótarí sem og vildi Windows "stakka" upp dræverum (urðu "hooked" hver á eftir öðrum) Þegar vélin var næst ræst, þá endur-installeraði hún þessum dræverum og ef ekki, þá bara gúglað og manual installerað, oftast þá hljóðkort eða eitthvað tengt tengingum (fyrir daga USB).




Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf Bioeight » Þri 13. Ágú 2013 13:27

Ekkert mál að gera þetta en maður getur lent í vandræðum sem stundum taka lengri tíma að finna út úr heldur en það tekur að setja allt upp á nýtt. Stundum getur þetta verið fljótlegra og þægilegra, það á aðallega við þegar munur á milli móðurborða er ekki mikill. Ég er mjög latur við að setja upp allt á nýtt þannig að ég geri þetta alltaf.

Það verður samt að vara sig á því ef þú ert að skipta úr Intel yfir í AMD eða öfugt að þá þarftu að setja inn Default driver fyrir diskstýringuna(lýst hér: http://scottiestech.info/2010/03/17/upgrade-your-motherboard-without-reinstalling-your-os/) annars mun ekki vélin boota.

Linkurinn frá Garra um Sysprep lítur líka vel út en ég hef ekki prófað það.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf odinnn » Þri 13. Ágú 2013 19:30

Endaði á að taka fresh install og lenti auðvitað í veseni þar sem netkortið vildi ekki virka án drivera... tók bara 2 tíma að redda því. En ætli þetta hafi ekki verið fyrir bestu þar sem ég var að fara úr 7 ára gömlu Intel P965/ICH8R chipsetti yfir í X87. Núna byrjar hið leiðinlega verkefni að safna saman driverum og setja upp forrit.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Fresh uppsetning á nýrri vél, er það virkilega nauðsynle

Pósturaf TraustiSig » Þri 13. Ágú 2013 20:28

Notaðu DriverGenius fyrir driverana. Finnur það t.d. á www.torrentz.com

Notaðu svo www.ninite.com fyrir forrit (firefox,chrome,vlc..) eins og áður var bent á. ;)


Now look at the location