VLAN


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

VLAN

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 12. Ágú 2013 20:01

Sælir snillingar

Er með eftirfarandi netkerfi.

Kóði: Velja allt

Ljós GR/Hringdu -⟩ pfsense router -⟩ sviss


Eins og staðan er í dag er pfsense routerinn með WAN, LAN og OPT1 interface. WAN er á IP tölu frá Hringdu. Lan er á 192.168.2.1/24 og tengist í managed sviss. Á Laninu er 2 access pointar sem eru VLAN/multi-ssid compatible.

Það sem mig langar að gera er eftirfarand:

1. Tengja VLAN2 inná einhvern afmarkaðann hluta svissins
2. Stilla portin sem AP'arnir eru á í svissnum til að taka við pökkum fyrir VLAN1 og VLAN2
3. Láta AP'ana broadcasta nýju SSID sem tengist inná VLAN2

Ég er búinn að setja upp VLAN2 á routernum og tengja við OPT1 interfaceið. Portið á VLAN2 á OPT1 er á 192.168.1.1/24. ég er búinn að setja upp DHCP server á þessu porti. Ég tengdi OPT1 inná port33 á svissnum (var að hugsa um port 33,35,37,39,41,43,45,47 fyrir VLAN2). Ég er búinn að vera að hringla í web interfaceinu á svissnum og átta mig ekki á því hvernig ég stilli þetta. Né þá hvernig ég stilli portin sem AP'arnir eru á til að taka við traffík fyrir bæði VLÖN.

Skilst þetta rant? Er þetta yfir höfuð hægt?

KG




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: VLAN

Pósturaf einarth » Mán 12. Ágú 2013 22:44

Sæll.

Já þetta skilst vel - en hvort þetta er hægt fer mikið eftir því hvernig sviss þú ert með.

Hef séð ódýra managed svissa sem styðja vlön (nokkur port saman á einu vlan og önnur port saman á öðru vlan) en ekki trunk port (802.1q tagging) þar sem mörg vlön eru á sama porti.

Ef svissinn styður 802.1q þá ætti þetta að vera hægt.

Kv, Einar.




Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: VLAN

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 12. Ágú 2013 22:53

Já það var akkúrat það sem var að stríða mér. Svissinn er Procurve 2650. Þurfti aðeins að lesa mér til um trunking og stilla portin fyrir AP'ana sem "tagged" og þá datt þetta í gang.