Að kaupa gjaldeyri

Allt utan efnis

Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf littli-Jake » Mið 31. Júl 2013 19:37

Er að fara út í ágúst. Er að spá hvort að það sé mikið dýrara að kaupa gjaldeyri í Leifsstöð eða hvort maður verði að fá að skreppa úr vinnunni til að kaupa.

Plús. Eru mikil færslugjöld erlendis? Og há gjöld fyrir að taka út úr hraðbanka?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


kfc
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Fös 18. Mar 2011 23:36
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf kfc » Mið 31. Júl 2013 20:56

Mig minni að það sé dýrara að kaupa gjaldeyrir upp á velli.




Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf littli-Jake » Mið 31. Júl 2013 21:11

kfc skrifaði:Mig minni að það sé dýrara að kaupa gjaldeyrir upp á velli.


grunaði það reyndar líka. En ég fer nú ekki að gera mál úr því ef það munar ekki nema 2-4%


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf Bjosep » Mið 31. Júl 2013 21:32

Það er náttúrulega meiri hagnaður ef þú kaupir ódýrt og selur dýrt. ISK -> gjaldeyrir -> aflandskrónur :guy



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1455
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf Lexxinn » Mið 31. Júl 2013 23:59

Þegar ég fór fyrr í sumar minnir mig að það hafi munað 2kr á dollaranum. Telur stíft þegar þú ert að kaupa mikinn gjaldeyri.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf Viktor » Fim 01. Ágú 2013 00:08

Mæli með því að tala við bankann þinn.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf urban » Fim 01. Ágú 2013 01:06

Lexxinn skrifaði:Þegar ég fór fyrr í sumar minnir mig að það hafi munað 2kr á dollaranum. Telur stíft þegar þú ert að kaupa mikinn gjaldeyri.

alveg ca 8 þús krónum ef að þú ert að taka út hámarkið (mig minnir allaveganna að hámarkið sé 500 þús kr.)


en til OP
hringdu bara í bankann þinn til að tékka á þessu
lang öruggustu svörin þar


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf Viktor » Fim 01. Ágú 2013 01:31

urban skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Þegar ég fór fyrr í sumar minnir mig að það hafi munað 2kr á dollaranum. Telur stíft þegar þú ert að kaupa mikinn gjaldeyri.

alveg ca 8 þús krónum ef að þú ert að taka út hámarkið (mig minnir allaveganna að hámarkið sé 500 þús kr.)


en til OP
hringdu bara í bankann þinn til að tékka á þessu
lang öruggustu svörin þar

Næstum því jafn kjánalegt og fólk sem heldur að það sé að spara á því að fara á aðra bensínstöð til að græða 2 kr./L á 40L tanki. Borgar tíuþúsundkall, en sparar heilar 80 kr.!!! \:D/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 925
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf Orri » Fim 01. Ágú 2013 01:43

Sallarólegur skrifaði:Næstum því jafn kjánalegt og fólk sem heldur að það sé að spara á því að fara á aðra bensínstöð til að græða 2 kr./L á 40L tanki. Borgar tíuþúsundkall, en sparar heilar 80 kr.!!! \:D/

Margt smátt gerir eitt stórt.
Þessar 80 krónur sem þú sparar á einni tankfyllingu gera 2880 krónur á ársgrundvelli ef þú miðar við þrjár tankfyllingar á mánuði (sem er full lítið miðað við svona lítinn tank) eða 3840 krónur m.v. 4 tankfyllingar.
Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þann pening sem þú færð í afslátt með því að fá sér svona kort/lykil.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf AntiTrust » Fim 01. Ágú 2013 02:06

Úff, ég nenni varla að hugsa út í það hvaða bensínstöð ég þarf að fara á fyrir 4þús á ári.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1857
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf Nariur » Fim 01. Ágú 2013 03:16

Fyrir utan það að þú eyðir meira bensíni í að fara á bensínstöðina með lægsta verðið en þú sparar á að fara þangað.
Ég held að við séum smá off-topic...


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf urban » Fim 01. Ágú 2013 06:02

Orri skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Næstum því jafn kjánalegt og fólk sem heldur að það sé að spara á því að fara á aðra bensínstöð til að græða 2 kr./L á 40L tanki. Borgar tíuþúsundkall, en sparar heilar 80 kr.!!! \:D/

Margt smátt gerir eitt stórt.
Þessar 80 krónur sem þú sparar á einni tankfyllingu gera 2880 krónur á ársgrundvelli ef þú miðar við þrjár tankfyllingar á mánuði (sem er full lítið miðað við svona lítinn tank) eða 3840 krónur m.v. 4 tankfyllingar.
Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þann pening sem þú færð í afslátt með því að fá sér svona kort/lykil.


byrjum á einu...
það að keyra framhjá stöð sem að er í leiðinni og keyra útúr leið á "stöðina þína" (einsog lang lang flestir gera (annars væru varla aðrar stöðvar en við stofnbrautir)) kostar þig líklegast mun meira en að taka bara bensín á stöðinni sem að er þér næst.
að öðru
nennir þí virkilega að hugsa svo mikið út í það að þegar að þú ert orðinn bensín lítill að haga þínum akstri (leiðinni sem að þú ert að fara) þannig að þú verðir nálægt stöðinni sem að þú ert að fara á ??

þú nefnilega getur sparað margfalt meira en þessar 2880 krónur á ársgrunvelli með því að
A. fá þér sparneytnari bíl (enginn að tala um að fá sér dýrari bíl, bara bíl í sama verðflokki og þinn er, en bara sparneytnari)
B. hafa glugga lokaða og slökkt á miðstöð á meðan að þú keyrir.
C. keyra "varlegar" það að að hugsa út í það hvernig þú keyrir. (getur hæglega lækkað eyðslu á bíl úr "meðal" 10 lítrum/100km í 8,5 lítra/100km bara með því að breyta akstrinum
D. keyra minna, plana hvert þú ert að fara, hvort að þú þurfir að fara á bílnum.

nú eða hugsað út ú það hvort að þú þurfir virkilega á bíla að halda. þar sem að ef að 2880 krónur á ÁRI !! eru að gera út við þig, þá hefuru einfaldlega engan vegin efni á því að reka bíl.

EN JÁ !!
on topic...
sama svar.
hringdu í bankann þinn :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa gjaldeyri

Pósturaf fedora1 » Fim 01. Ágú 2013 09:53

Meira off topic!
Ég veit ekki með ykkur, en ég er hjá Orkunni, fæ 10 krónur af minni stöð, sem er reyndar næsta bensínstöð við mitt heimili. Er með tvo bíla sem eyða frekar miklu, 3 fyllingar á mánuði, 40-60 lítra í hvert sinn, þetta eru ca. 20 þúsund á ársgrundvelli.
Það er súrt að eyða svona miklu í bensín (gamlir eyðslufrekir bílar), en þetta er frí fylling á ári, sem mig munar um.