Kallinn er kominn með HACKINTOSH :) E-Z
-
Höfundur - Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Kallinn er kominn með HACKINTOSH :) E-Z
Sælir.
Er búinn að vera með þessa pælingu lengi, að reyna að installa MacOSX á borðtölvu hjá mér, en hef aldrei komið mér í þetta. Þegar ég las leiðbeiningar um þetta síðast, fyrir nokkrum árum, fannst mér þetta líta út fyrir að vera aðeins of mikið ves. Breyta BIOS, modda drivera osfrv.
Kíkti síðan á tutorial í gær, og GOSH þetta hefur aldrei verið einfaldara!
Ég hef reyndar aldrei verið svona heiðarlegur, en ég keypti stýrikerfið í App Store á 25$.
Mitt setup:
Gigabyte Z68MA D2H B3 - Intel Sandy Bridge 2500K - nVidia GTX560 - Corsair 8GB 1333Mhz - 256GB Mushkin SSD
Það sem ég þurfti:
1. Aðgang að Mac systur minnar(hægt að fara aðrar leiðir)
2. OSX Mountain Lion
3. USB lykill 8GB+
4. UniBeast forritið til þess að búa til 'boot-USB'
5. Multibeast, forrit sem gerir basically allt fyrir þig, þú bara hakar við drivers ofl. og það setur þá upp
6. 1-3 klst af dauðum tíma
Forritin má nálgast hér, og eru fyrir Mac.
Ég notaði þessa síðu til aðstoðar:
http://geeknizer.com/install-osx-mounta ... ntosh-usb/
Eina sem ég hef við þessar leiðbeiningar að bæta er
Step 3. Installing Mountain Lion on PC - i. Prepare BIOS:
Ég byrjaði allt á því að flasha BIOS setja inn beta UEFI í staðin fyrir BIOS.
Það er víst töluvert auðveldara að gera þetta á móðurborðum með UEFI, hef þó aldrei prufað að setja upp MacOSX á borði með venjulegu BIOS.
Ég notaði þetta til hliðsjónar þegar ég stillti BIOS áður en ég byrjaði að setja upp. Við þetta má þó bæta að ég þurfti að breyta SATA mode í AHCI og formata drifið mitt í Mac svo að OSX Installerinn finndi SSD drifið.
Step 4. Installing Drivers:
Tölvan bootaði ekki þegar ég kláraði leiðbeiningarnar og tók USB lykilinn úr, en hún virkaði flott ef ég bootaði af UniBeast(USB) og valdi svo stýrikerfisdiskinn.
Þá þurfti ég að fara aftur í stýrikerfið í gegnum USB-boot og setja eftirfarandi upp með Multibeast:
'Drivers & Bootloaders' > 'Bootloaders' > 'Chimera 2.*'
'Drivers & Bootloaders' > 'Miscellaneous' > 'Fake SMC'
Driver fyrir netkortið(var tilbúinn í Multibeast)
Driver fyrir hljóð(var tilbúinn í Multibeast)
Er reyndar ennþá með main monitor tengdan beint við skjákortið á móðurborðinu, en er með tvo skjái, hinn er tendur í GTX560 og virkar. Þó kemur ekkert upp á skjáinn ef ég tengi báða skjáina við GPU og reyni að boota. Hafði ekki tíma til að skoða það nánar, var að þessu frá ca. 24 til 2 í nótt
En þetta virðist vera að keyra MJÖG smooth, kem með benchmark seinna í dag.
Ástæðan fyrir þessu projecti er að ég ætla að prufa að vinna með forrit eins og Photoshop, Ableton og After Effects. Hefur lengi langað að prufa Macca en aldrei tímt því
Planið er svo að vera með annan SSD disk með Windows 7 dualboot, svo maður geti spilað tölvuleiki og fleira
Núna líturþetta 'nokkurnvegin' svona út:
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16545
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2127
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kallinn er kominn með HACKINTOSH :) E-Z
Nohhh, til hamingju með þetta
Þú verður að gefa þessu góðan séns, ekkert að marka fyrstu dagana eða jafnvel lengur.
Það verður gaman að sjá hversu stöðugt hackintosh kerfið þitt verður.
Náðu þér í "right zoom" og NTFS driver. Það er alveg must.
Þú verður að gefa þessu góðan séns, ekkert að marka fyrstu dagana eða jafnvel lengur.
Það verður gaman að sjá hversu stöðugt hackintosh kerfið þitt verður.
Náðu þér í "right zoom" og NTFS driver. Það er alveg must.
-
Höfundur - Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kallinn er kominn með HACKINTOSH :) E-Z
GuðjónR skrifaði:Nohhh, til hamingju með þetta
Þú verður að gefa þessu góðan séns, ekkert að marka fyrstu dagana eða jafnvel lengur.
Það verður gaman að sjá hversu stöðugt hackintosh kerfið þitt verður.
Náðu þér í "right zoom" og NTFS driver. Það er alveg must.
Þakka
Já, ég held að þetta eigi eftir að reynast vel. Næ í þessi tól um leið og ég kem heim úr vinnu
Eitt sem ég hef verið að pæla, hvar er 'show desktop' valmöguleikinn eins og í Windows?
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Kallinn er kominn með HACKINTOSH :) E-Z
Sallarólegur skrifaði:GuðjónR skrifaði:Nohhh, til hamingju með þetta
Þú verður að gefa þessu góðan séns, ekkert að marka fyrstu dagana eða jafnvel lengur.
Það verður gaman að sjá hversu stöðugt hackintosh kerfið þitt verður.
Náðu þér í "right zoom" og NTFS driver. Það er alveg must.
Þakka
Já, ég held að þetta eigi eftir að reynast vel. Næ í þessi tól um leið og ég kem heim úr vinnu
Eitt sem ég hef verið að pæla, hvar er 'show desktop' valmöguleikinn eins og í Windows?
F11 (sem er fn+F11 nema þú hafir breytt einhverjum stillingum)
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16545
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2127
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kallinn er kominn með HACKINTOSH :) E-Z
Já F11 ... eða mission control í taskbar, þú getur síðan valið annað shortcut en F11 ... eða "hot-cornes" ...