Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?


Höfundur
Storm
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf Storm » Mið 17. Júl 2013 00:42

Sælir

Ég á tvo Highland Oran 4303 gólfhátalara http://www.highland-audio.com/EN/Produits/Oran_4303.html sem eru með svolítið skrítið vandamál, lýsir sér þannig að það koma greinilegar og miklar truflanir í hljóði, aðallega í bíómyndum og klassískri tónlist en í mörgum tegundum af tónlist þá kemur þessi bilun lítið sem ekkert fram eins og í rokki. Breyting á eq stillingum hafa lítil sem engin áhrif, þetta byrjaði í einum hátalaranum en er nú komið í þá báða.. búinn að fara með þá heim til vinar míns og tengja þá við kerfið hans þar og bilunin hljómar alveg eins í þeim lögum þar sem þetta kemur greinilega fram. Um daginn eftir að hafa komið heim og verið að athuga málið þá var vandamálið algjörlega horfið og bíómynd sem var nánast óáhorfanleg útaf hljóðtruflunum spilaðist fullkomlega, en byrjaði svo aftur daginn eftir ](*,) . Hvert er gott að fara með svona raftæki í bilanagreiningu / viðgerð og dettur ykkur eithvað í hug hvað þetta gæti verið?



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf DJOli » Mið 17. Júl 2013 01:12

Hátalarar, eða tengin í þeim eru yfirleitt mjög einföld.

Ertu búinn að prufa aðrar snúrur?

Ertu búinn að prufa að opna hátalarana og skoða?.

Það gæti verið að eitthvað lítið viðnám inni í þeim sé að fara, svo gæti verið að þetta sé kannski í magnaranum.


Ég á sjálfur hátalara sem ég hef heyrt truflanir í, og það er vegna framleiðslugalla. Ég er að fara að skipta þeim út upp á ábyrgð.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
Storm
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf Storm » Mið 17. Júl 2013 01:16

ég er búinn að fara með þá heim til vinar, þannig annar magnari, aðrar snúrur og allt, bara plögguðum mínum inn í staðinn fyrir gólfhátalarana hans og spiluðum lag sem ég vissi að truflanir heyrðust vel í. Ég keypti þá notaða af manninum sem flutti þá inn og seldi á sínum tíma þannig mjög líklega ekki í ábyrgð..



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7554
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf rapport » Mið 17. Júl 2013 02:26

Hljómar eins og sprunginn tweeter, eða hvað sem þetta litla heitir...

Hvaða unit hátalarans er að gefa þetta hljóð frá sér?




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 75
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf playman » Mið 17. Júl 2013 02:54

Þessir hátalarar eru pottþétt með drivera inní sér, spólur, þétta, viðnám og þessháttar, eitthvað af því getur verið farið.
Ef það er lítið mál að opna þá, eða taka hátalarana sjálfa úr, þá væri sniðugt að spila eitthvað sem framkallar þessi óhljóð
og taka einn og einn úr sambandi þangað til að þú hittir á þann sem er með óhljóðin.

Ef að t.d. annar neðri eða efri hátalarana eru með þessi óhljóð, þá gætirðu prófað að svissa þeim
og tjekkað hvort að það breytir einhverju, ef að óhljóðið er ennþá, þá er þetta nær öruggt bilaður driver hjá þér.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf DJOli » Mið 17. Júl 2013 03:45

Ef playman hefur rétt fyrir sér þá er allavega að hafa samband við framleiðanda og spyrja hvort þeir eigi replacement hátalara (sömu týpu auðvitað) til á lager sem þú gætir pantað í stykkjatali til landsins.


Pabbi á t.d. Polk Audio hátalara, og bassakeilan fór í einum þeirra. Ég hafði bara samband við þá, og þeir áttu til replacement speaker (sömu týpu) á lager.
Bassakeilan kostaði sjálf 10.000, hingað komin var hún á minnir mig riflega 15þúsund.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
Storm
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf Storm » Mið 17. Júl 2013 09:14

Þetta heyrist í báðum gólfhátölurunum, í öllu sem gefur frá sér hljóð þegar þetta gerist (2x hátalarar og tweeter per súlu) Aðal spurningin núna er hvert ég get farið með þá í bilanagreiningu?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7554
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf rapport » Mið 17. Júl 2013 11:30

WUT?

Í báðum hátölurunum og í keilunum og tveeterunum?




Höfundur
Storm
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf Storm » Mið 17. Júl 2013 12:03

jebb, og gerist ekkert alltaf.. þetta er fáránlegt



Skjámynd

astro
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert er hægt að fara með hátalara í bilanagreiningu?

Pósturaf astro » Mið 17. Júl 2013 12:38

Storm skrifaði:Þetta heyrist í báðum gólfhátölurunum, í öllu sem gefur frá sér hljóð þegar þetta gerist (2x hátalarar og tweeter per súlu) Aðal spurningin núna er hvert ég get farið með þá í bilanagreiningu?


Sónn í skeifunni, hef farið með nokkra active mac og genelec hátalara þangað með góðum árangri.


Lian Li O11 Mini * NZXT B650e (black) * AMD Ryzen 7 7700x * 64GB Corsair VENGEANCE 6000MHz CL36 EXPO * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 1TB M.2 970 EVO Plus NVMe * Corsair iCUE H115i RGB ELITE AIO