Aðstoð með cable management á skrifborðinu mínu?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Aðstoð með cable management á skrifborðinu mínu?

Pósturaf Yawnk » Fim 11. Júl 2013 17:40

Sælir, allar þessar snúrur hjá mér eru að pirra mig þannig ég ákvað að reyna að hafa þetta eitthvað snyrtilegra hjá mér, en ég er ekki alveg nógu góður í cable management og ákvað að spyrja sérfræðingana hér á Vaktinni ;)

Ég tók nokkrar myndir til að sýna hvernig borðið og aðstaðan er hjá mér, og spurning mín til ykkar er, hver væri besta leiðin til þess að hafa þetta snyrtilegra undir skrifborðinu, þar sem fjöltengið er og þar?

Hvað myndið þið gera í þessu?

Myndir :

Skrifborðið : http://i.imgur.com/deM81R1.jpg

Undir skrifborðinu : http://i.imgur.com/To7HItY.jpg

Ofan á skrifborðinu : http://i.imgur.com/IfVdj97.jpg

Svo bætast við hálatarar fljótlega.

Var með hugmynd um að bara strappa þetta allt saman með Zip Tie og festa þetta einhvernveginn við borðið sjálft?

Þakkir



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð með cable management á skrifborðinu mínu?

Pósturaf dori » Fim 11. Júl 2013 17:58

Ofan á borðinu lítur bara nokkuð vel út. Ég myndi bara gefa snúrunni í músina meiri slaka og þá ertu góður þar. Þú getur skrúfað fjöltengið upp í skrifborðið og falið það þannig (ef þú vilt, annars er þetta fínt á gólfinu IMHO).

Splæstu bara í lengri snúrur þannig að þú getir tekið allar snúrurnar sem fara í fjöltengið upp saman festar með zip tie (eða helst svona losanlegt, með frönskum rennilás t.d.).

Hérna er eitthvað: http://www.instructables.com/id/Compute ... the-Cheap/



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð með cable management á skrifborðinu mínu?

Pósturaf Yawnk » Fim 11. Júl 2013 18:09

dori skrifaði:Ofan á borðinu lítur bara nokkuð vel út. Ég myndi bara gefa snúrunni í músina meiri slaka og þá ertu góður þar. Þú getur skrúfað fjöltengið upp í skrifborðið og falið það þannig (ef þú vilt, annars er þetta fínt á gólfinu IMHO).

Splæstu bara í lengri snúrur þannig að þú getir tekið allar snúrurnar sem fara í fjöltengið upp saman festar með zip tie (eða helst svona losanlegt, með frönskum rennilás t.d.).

Hérna er eitthvað: http://www.instructables.com/id/Compute ... the-Cheap/

Takk fyrir svarið!
Vá, þetta lítur svo helvíti vel út hjá honum í linknum!

Ég ætla að reyna að finna minna fjöltengi, með styttri snúru og reyna að taka kaplana snyrtilega meðfram skrifborðinu, býst við að gera þetta eftir að ég fæ hátalarana og þegar maður nennir :)