Af hverju er Póker bannaður?

Allt utan efnis
Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf Minuz1 » Fim 04. Júl 2013 19:15

Bjosep skrifaði:Vandamálið með þessa fullyrðingu Friðriks Smára er líklegast sú að lögreglan lét málið niður falla sem bendir til þess að þeir hafi hlaupið á sig.


Vandamálið er samt að þeir segja það ekki og geyma dótið í 3 ár áður en þeir skila því.

Annars er mjög mikill munur á því að non profit org haldi pókermót eða góðgerðarfélag.
Væri athyglisvert að sjá mismun ef þetta er gert rétt á móti því að þetta sé gert af verslun.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf TraustiSig » Mán 08. Júl 2013 10:13

Eitt af því vonda við live Póker á Íslandi er að hann er í rauninni ennþá frekar neðanjarðar. Það er spilaður póker á mörgum stöðum sem Lögreglan og fleiri aðilar vita af án þess að aðhafast neitt. Eina sem þeir hafa verið að setja út á er að klúbbar eru opnir eftir lokunartíma skemmtistaða (þar sem það er jú seldur bjór ofl).

Mín sýn er sú að ríkið ætti að hætta að líta á póker og sem mein og hugsa með sér að hægt væri að ná þarna í gróða fyrir ríkið. Frekar viltu hafa þetta upp á yfirborðinu, geta vaktað staðinn og séð hvort um óeðlilega hegðun spilamanna sé að ræða. Þetta gæti ríkið gert með því að reka sjálft einn pókerstað þar sem pókerspilarar geta spilað í vernduðu umhverfi og það "rake" sem tekið er færi í rekstur á staðnum og afgangur til Ríkisins (og þar einnig að auki í forvarnarstarf).

Ég er ekki mikið fyrir það að peppa upp fjárhættuspil (svo sem rúllettu, blackjack ofl). Ég er hinsvegar á þeirri skoðun að þeir fjármunir sem ríkið er að verða af í tekjum frá ferðamönnum og landsmönnum í þeim efnum séu gígantískar. Er ekki alltaf verið að tala um að auka ferðamennsku á Íslandi og gera vel við ferðamenn. Langi ferðamanni til að spilar póker eða fjárhættuspil (ég set eða vegna þess að ég set ekki þetta tvennt undir sama hatt) þá þarf viðkomandi að gera það í óþökk yfirvalda og lögreglu.

Hingað til lands koma u.þ.b. tvöfalt fleiri ferðamenn heldur en íbúar þessa lands eru. Ríkið hlýtur að vilja fá eins mikinn gjaldeyri inn í landið frá þessum ferðamönnum til að auka peningaflæði í hagkerfinu okkar.

Ég segi því, Stórt Ríkisrekið spilavíti sem eyðir út öllum neðanjarðarklúbbum og spilavítum (sem eru til staðar útum allt land) með öfluga öryggis- og eftirlitsmenn. :happy


Now look at the location

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf tlord » Mán 08. Júl 2013 12:05

það á að vera með spilavíti í 2-3 hótelum fyrir ferðamenn. ríkið má hirða 70% af hagnaðinum til að kaupa tæki á sjúkrahús




TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf TraustiSig » Mán 08. Júl 2013 14:38

tlord skrifaði:það á að vera með spilavíti í 2-3 hótelum fyrir ferðamenn. ríkið má hirða 70% af hagnaðinum til að kaupa tæki á sjúkrahús


:happy


Now look at the location

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf tlord » Þri 09. Júl 2013 11:28

hvar eru tvíburrar ? - nú er tækifæri



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf hakkarin » Mið 10. Júl 2013 03:51

tlord skrifaði:það á að vera með spilavíti í 2-3 hótelum fyrir ferðamenn. ríkið má hirða 70% af hagnaðinum til að kaupa tæki á sjúkrahús


Já rólegur. 70%?

Hæsti skattur sem að hægt ætti að hafa á EITTHVAÐ ætti að vera 50%. Það er bara RUGL að taka 70% skatt af eitthverju.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf Daz » Mið 10. Júl 2013 08:19

hakkarin skrifaði:
tlord skrifaði:það á að vera með spilavíti í 2-3 hótelum fyrir ferðamenn. ríkið má hirða 70% af hagnaðinum til að kaupa tæki á sjúkrahús


Já rólegur. 70%?

Hæsti skattur sem að hægt ætti að hafa á EITTHVAÐ ætti að vera 50%. Það er bara RUGL að taka 70% skatt af eitthverju.

Afhverju?



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf tlord » Mið 10. Júl 2013 10:09

þetta er auðvitað rosalega umdeilt, þessvegna er auðveldara að réttlæta þetta ef megnið af gróðanum fer í ríkissjóð
þetta er svipað og áfengi það er skattað svona hressilega



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf dori » Mið 10. Júl 2013 10:45

Það eru samt þolmörk á hlutum sem eru "bannaðir". Sbr. landa og heimaræktun tóbaks.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf tlord » Mið 10. Júl 2013 10:50

peningapóker verður alltaf spilaður í skúmaskotum, það eru litlar líkur á að ríkið fái skatttekjur úr því, nokkurntímann

þetta er ekki vara eins og td áfengi, þessvegna er erfiðara að ná taki á þess fyrir skattmann....

efnaðir túristar er annað mál - þar er mikill peningur sem er fáránlegt að hirða ekki....




TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf TraustiSig » Mið 10. Júl 2013 11:22

tlord skrifaði:peningapóker verður alltaf spilaður í skúmaskotum, það eru litlar líkur á að ríkið fái skatttekjur úr því, nokkurntímann

þetta er ekki vara eins og td áfengi, þessvegna er erfiðara að ná taki á þess fyrir skattmann....

efnaðir túristar er annað mál - þar er mikill peningur sem er fáránlegt að hirða ekki....


Tilgangurinn með því að sameina alla staðina í ríkisrekstur á einum stað er til þess að færa ALLA starfsemina. Þar spilar "peningarpóker" eins og þú kallar hann stóra rullu :) Það er jú hann sem heldur þessum stöðum uppi og myndi vera stærsta gróðarbatteríð. Afhverju ættu þeir ekki að færa stærstu gróða starfsemina með?

Spurninginn er bara það að þeir þurfa resktarstjórn á þetta batterí sem vita hvað þeir eru að gera. Ögmundur J. er ekki að fara að reka batterí eins og þetta.


Now look at the location

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf tlord » Mið 10. Júl 2013 11:32

TraustiSig skrifaði:
tlord skrifaði:peningapóker verður alltaf spilaður í skúmaskotum, það eru litlar líkur á að ríkið fái skatttekjur úr því, nokkurntímann

þetta er ekki vara eins og td áfengi, þessvegna er erfiðara að ná taki á þess fyrir skattmann....

efnaðir túristar er annað mál - þar er mikill peningur sem er fáránlegt að hirða ekki....


Tilgangurinn með því að sameina alla staðina í ríkisrekstur á einum stað er til þess að færa ALLA starfsemina. Þar spilar "peningarpóker" eins og þú kallar hann stóra rullu :) Það er jú hann sem heldur þessum stöðum uppi og myndi vera stærsta gróðarbatteríð. Afhverju ættu þeir ekki að færa stærstu gróða starfsemina með?

Spurninginn er bara það að þeir þurfa resktarstjórn á þetta batterí sem vita hvað þeir eru að gera. Ögmundur J. er ekki að fara að reka batterí eins og þetta.


nývaknaður?



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1331
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 99
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er Póker bannaður?

Pósturaf Stuffz » Mið 10. Júl 2013 16:36

Skák er spiluð uppá stig, afhverju skipuleggja pókeráhugamenn sig ekki eins og skákfélög?

Ég veit ekki hvort ég er einn um það en mér finnst alltaf eins og þeir sem eru að promota þetta sér aðilar sem eru að tala í gegnum veskið sitt en ekki sem aðili með áhuga á hugaríþrótt.

Ég er ekki að fara að sjá neina breytingar nema forsvarsmönnum þessarrar hugaríþróttar takist að sannfæra almenning um gagnsemi hennar.


Ég veit að fullt af bjánum setja sig í skuldafjötra erlendis í tengslum við fjárhættuspil og m.a. orðið líklegri en ella til að leka viðkvæmum upplýsingum úr fyrirtækjum sem þeir starfa í til hæstbjóðanda til að redda sér úr klúðrinu.

Nei auðvitað er ég ekki að segja að þeir sem kunna að spila póker séu ótraustverðugra fólk, ef ég er að segja eitthvað þá er það að þeir sem kunna greinilega ekki að spila póker en eru samt að reyna það og tapandi helling af pening í leiðinni ættu alls ekki að koma nálægt þessarri hugaríþrótt nema með matodor peninga, eða með öðrum orðum póker ætti ekki að vera leyfður innan 100 IQ.. ekki frekar en kosningar :D


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack