Pósturaf rapport » Þri 09. Júl 2013 15:47
Þeir tveir sem voru að hætta hjá Þjónustumiðstöðinni fóru í rekstrarþjónustu hér innan LSH.
Þjónustborðið okkar sinnir fyrsta stigs-, annars stigs- og vettvangsþjónustu og aðgangsstjórnun.
Árlega:
60.000 aðgangsbreytingar
60.000 erindi, símtöl og beiðnir
Við sinnum:
3000+ Borðtölum
500+ Fartölvum
600+ Sýndarvélum
6500 notendur (mun aukast um 500 þegar Heilsugæslan í RvK dettur inn)
400 skráðir hugbúnaðarpakkar í dreifingu (allt minniháttar telst ekki með).
LSH er á c.a. 20-30 stöðum í RvK í um 80 byggingum.
Hvað við gerum:
- Almenn notendaþjónusta (dreifa hugbúnaði, setja upp prentara, laga stillingar, endustilla lykilorð, strauja vélar o.þ.h.)
- Vettvangsþjónusta (Allt frá því að tékk ahvort allt sé í sambandi upp í að þurfa ganga inn í skurðaðgerð og skipta um tölvu)
- 2nd level (bilanagreiningar og tímafrek stöðluð verk)
- JAVA vandamál (ojjjj)
- Samskipti við helstu birgja, ábyrgðaþjónusta, símkerfi, prentský, tækjaskrá, skýrlslur og annað fikt...
- Við sinnum Landspítalanum, öllum heilbrigðisstofnunum á landinu og helling af sjálfstæðum aðilum sem spítalinn þarf að eiga samskipti við.
Þeir sem eru áhugasamir eru fljótir að fá verðmæta reynslu og ganga leikandi inn í önnur störf í þessmum geira og spjara sig almennt vel.
Það er tilvalið að prófa þetta, ef fólk lifir það af að vera hérna þegar mikið er að gera = þrír fjórir að svara 350 símtölum á dag, þá held ég að sé fært í flestan sjó hjá öðrum fyritækjum.
Líklega fá ef einhver tölvukerfi hér á Íslandi af sambærilegri stærð, veit að bankarnir og Icelandair eru með þjónustu um allan heim og líkleg einhverjir stærri en spítalinn, en er ekki viss um að þjónustuþörfin sé jafn mikil og intense...