Já hallóhalló vaktarar.
Mig langaði að vita hvort að þið væruð að nota einhver sniðug forrit / addons til að auka virkni þegar þið eruð í vinnunni?
Ég er t.d. í vinnu þar sem ég þarf oft að skrifa sömu skipanirnar í command prompt og Putty og er mikið að kópera kennitölur á milli glugga.
Eru ekki til einhver forrit sem auðvelda manni þessi verk, t.d. eitthvað sem geymir það sem ég kópera og setur sjálfkrafa inn í widget sem er alltaf sýnilegt; og svo eitthvað sem getur flýtt fyrir því að skrifa þessar vísanir sem ég þarf að skrifa daginn út og inn.
kveðja,
hundur.