Gas

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Gas

Pósturaf FriðrikH » Þri 02. Júl 2013 09:47

Nú var ég loksins að splæsa í gasgrill, en er ekki alveg með það á hreinu hvaða munur er á mismunandi kútum og uppsetningu.
Mér sýnist þetta aðallega vera Olís og AGA sem eru með gasið, og bæði virðast vera með smellukerfi og venjulegt kerfi. Hvað á maður að horfa á í þessu, með hverju mæla vaktarar?
Er hægt að fá svona smellukerfi á stálkútana? Þarf maður að kaupa þennan smellu-gaur sérstaklega? Er einhver munur á Olís systeminu vs. AGA? Er ekki alveg nóg að vera með 5Kg kút, endist þetta ekki helvíti lengi?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Gas

Pósturaf dori » Þri 02. Júl 2013 09:56

Smellukerfið er bæði á plast og stálkúta hjá Olís. Þeir rukka ekki fyrir smellugaurinn.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gas

Pósturaf hagur » Þri 02. Júl 2013 10:39

Ég myndi a.m.k fá mér plastkút. Smellugas dótið frá Olís á plastkút hefur reynst mér ágætlega. Kútarnir eru léttir og þægilegir í meðförum og tekur örfáar sekúndur að skipta um kút. Stóri kúturinn er eitthvað minni en 9KG, held að hann sé 6 eða 7 kg. Endingin fer auðvitað alveg eftir því hvað þú grillar mikið. Ég grilla mjööööööög mikið yfir sumartímann, ætli ég fari ekki með tvo svona kúta yfir sumarið. Áfyllingin á svona kút kostar um 2500-3000 kall minnir mig í Olís (m.v. að þú komir með gamla kútinn og skiptir upp í annan fullan kút).



Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Gas

Pósturaf FriðrikH » Þri 02. Júl 2013 11:39

Takk fyrir þetta drengir, en er þá eini munurinn á stálinu og trefjakútunum bara þyngdin fyrst að báðir geta verið smelltir?



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gas

Pósturaf AciD_RaiN » Þri 02. Júl 2013 12:15

Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá topicið :face

http://www.youtube.com/watch?v=2arIei1ycK8

Annars til hamingju með grillið :happy


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1857
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Gas

Pósturaf Nariur » Þri 02. Júl 2013 12:19

FriðrikH skrifaði:Takk fyrir þetta drengir, en er þá eini munurinn á stálinu og trefjakútunum bara þyngdin fyrst að báðir geta verið smelltir?

Plastkútarnir eru öruggari ef það kviknar í. Þeir bráðna, en springa ekki eins og stálkútarnir.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gas

Pósturaf urban » Þri 02. Júl 2013 12:52

Fáðu þér plastkút og smellugas.

smellugasið er bara svo mikið þægilegra í umgengni og plastkútarnir eru bæði snyrtilegri og þar að auki þá sérðu hvað það er mikið í þeim.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Gas

Pósturaf FriðrikH » Þri 02. Júl 2013 13:01

Þakka fyrir svörin herrar mínir, smella og plast verður það!!