Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Allt utan efnis
Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf Stutturdreki » Fim 20. Jún 2013 12:56

urban skrifaði:Áttu bát til að byrja veiðar ?
þar sem að ég get ekki séð að það sé hægt að kaupa sér bát á lánum, þar sem að þá væri útgerðin orðin ofskuldsett, sem að verður þess valdandi að hún getur ekki gengið, sem að verður þess valdandi að engin bankastofnun komi til með að lána til útgerðarfyrirtækja.
semsagt, dæmið gengur engan vegin upp.


Ef ég fengi gefins (úthlutað) kvóta (eins og þessi fyrirtæki fengu til að byrja með), segjum síld, loðnu, kolmuna og makríl, sem skaffaði mér pura hagnað upp á 1 miljarð á ári þá er ég nokkuð viss um að bankarnir myndu keppast við að lána mér pening til að kaupa bát. Svo myndu örugglega einhver bæjarfélög vera tilbúinn að hlaupa undir bagga gegn því að ég gerði bátinn út frá þeirra höfn, skapaði þeirra íbúum vinnu og borgaði þeim opinbergjöld. Og ef ekki ég þá eru bara hellingur af einyrkjum (sem eiga allskonar dalla) og smærri útgerðum um allt land í öllum sjávarplássum sem myndu glaðir vilja fara og veiða meira en þeir mega í dag, og borga veiðigjaldið.

Þessi fiskur verður veiddur hvort sem LÍÚ líkar það betur eða verr.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf Tbot » Fim 20. Jún 2013 13:18

Stutturdreki skrifaði:
urban skrifaði:Áttu bát til að byrja veiðar ?
þar sem að ég get ekki séð að það sé hægt að kaupa sér bát á lánum, þar sem að þá væri útgerðin orðin ofskuldsett, sem að verður þess valdandi að hún getur ekki gengið, sem að verður þess valdandi að engin bankastofnun komi til með að lána til útgerðarfyrirtækja.
semsagt, dæmið gengur engan vegin upp.


Ef ég fengi gefins (úthlutað) kvóta (eins og þessi fyrirtæki fengu til að byrja með), segjum síld, loðnu, kolmuna og makríl, sem skaffaði mér pura hagnað upp á 1 miljarð á ári þá er ég nokkuð viss um að bankarnir myndu keppast við að lána mér pening til að kaupa bát. Svo myndu örugglega einhver bæjarfélög vera tilbúinn að hlaupa undir bagga gegn því að ég gerði bátinn út frá þeirra höfn, skapaði þeirra íbúum vinnu og borgaði þeim opinbergjöld. Og ef ekki ég þá eru bara hellingur af einyrkjum (sem eiga allskonar dalla) og smærri útgerðum um allt land í öllum sjávarplássum sem myndu glaðir vilja fara og veiða meira en þeir mega í dag, og borga veiðigjaldið.

Þessi fiskur verður veiddur hvort sem LÍÚ líkar það betur eða verr.


Ertu þá að minnast á þá sem eru búnir að selja kvóta frá sér tvisvar til þrisvar sinnum. Margir af þeim eru jarmandi hvað mest af þessum strandveiði köllum.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1565
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 242
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf depill » Fim 20. Jún 2013 14:11

tdog skrifaði:Hefur einhver ykkar lesið téð frumvarp og breytingatillöguna á því?


Já reyndar ég, en er ekki viss um að fréttamenn geri það miðað við það að leyfa honum Sigurði Inga að koma með þessa ælu fram að það sé ekki hægt að framfylgja lögunum.

lög
breytingatillaga

Breytingartillagan er aðallega svona

Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða I í lögunum:
a. B–d-liður falla brott.
b. Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 8. gr. og 1. mgr. 9. gr. skulu veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2013/2014 vera sem hér segir: 7,38 kr. á hvert sérstakt þorskígildiskíló í botnfiskveiðum og 38,25 kr. á hvert sérstakt þorskígildiskíló í uppsjávarveiðum. Almennt veiðigjald skal vera 9,5 kr. á hvert sérstakt þorskígildiskíló.
Sérstakt þorskígildi hverrar fisktegundar, sbr. 2. mgr., skal ákveðið af ráðherra með reglugerð, eigi síðar en 15. júlí 2013, með þeim hætti sem hér segir: Taka skal mið af tólf mánaða tímabili frá 1. maí 2012 til 30. apríl 2013. Sé tekin ákvörðun um stjórn veiða á tegund sem ekki hefur áður sætt slíkri ákvörðun skal þegar reikna þorskígildi fyrir tegundina miðað við sama tímabil. Sérstök þorskígildi skulu reiknuð sem hlutfall verðmætis einstakra tegunda sem sæta ákvörðun um stjórn veiða af verðmæti slægðs þorsks. Til grundvallar verðmætaútreikningi skal leggja heildaraflamagn og heildarverðmæti þessara tegunda, að frádregnu því magni og verðmæti sem unnið er um borð í fiskiskipi, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Þegar fisktegund er að nær öllu leyti unnin um borð í fiskiskipi er heimilt að líta til sambærilegra tegunda til hliðsjónar við mat á sérstöku þorskígildi hennar. Þegar fiskur er seldur ferskur erlendis skal draga frá verði hans 85 kr. á hvert kíló vegna kostnaðar við útflutning. Varðandi botnfisk, að undanskildum karfa, skal miða við slægðan fisk. Miða skal við slitinn humar. Að öðru leyti fer um sérstök þorskígildi og sérstök þorskígildiskíló sem væru þorskígildi og þorskígildiskíló samkvæmt lögum þessum.
Ráðherra skal vinna tillögur að endurskoðun þessara laga sem lagðar verði fram á Alþingi löggjafarþingið 2013–2014.


sem þýðir að er breyting á
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 9. gr. skal sérstakt veiðigjald vera með eftirfarandi hætti:
23,20 kr. á hvert þorskígildiskíló í botnfiskveiðum og 27,50 kr. á þorskígildiskíló í uppsjávarveiðum á fiskveiðiárinu 2012/2013.
50% af stofni til útreiknings á gjaldinu á fiskveiðiárinu 2013/2014 að frádregnu almennu veiðigjaldi sama fiskveiðiárs.
55% af stofni til útreiknings á gjaldinu á fiskveiðiárinu 2014/2015 að frádregnu almennu veiðigjaldi sama fiskveiðiárs.
60% af stofni til útreiknings á gjaldinu á fiskveiðiárinu 2015/2016 að frádregnu almennu veiðigjaldi sama fiskveiðiárs.

Það er þetta ákvæði sem Sigurður Ingi segir að sé "óframkvæmanlegt" og muni leiða til þess að ekkert veiðigjald verði innheimt ( sem ég sé ekki og sé bara sem hræðsluáróður ).

Hér svo ákvæðið um reikningun sérstaks veiðigjalds
9. gr.
Sérstakt veiðigjald.
Sérstakt veiðigjald skal skilgreint í krónum á hvert þorskígildiskíló eftir veiðiflokkum, þ.e. botnfiskveiðum og uppsjávarveiðum. Sérstakt veiðigjald skal vera 65% af stofni til útreiknings á gjaldinu eins og stofninn er skilgreindur í 10. gr. að frádregnu almennu veiðigjaldi skv. 8. gr.
Álagning sérstaks veiðigjalds samkvæmt þessari grein skal vera þannig á hvern gjaldskyldan aðila, sbr. 6. gr., á fiskveiðiárinu:
af fyrstu 30.000 þorskígildiskílóum greiðist ekkert gjald,
af næstu 70.000 þorskígildiskílóum greiðist hálft gjald,
af þorskígildiskílóum umfram 100.000 greiðist fullt gjald.


Markaðsvirði á óslægðum þorski í dag 221,87 kr kg


Og hverjir græða mest á lækkuninni jú
Vísir - Framsókn
Kaupfélag Skagfirðinga - Eiga Gunnar Braga - Framsókn
Útgerðarfélag Akureyrar - xD ( og moggin, enda hefur hann verið furðu hljóðlátur um þetta mál )

Og þetta útgerðin er yfir skuldsett og það sé búið að kaupa kvótann 2 eða 3 þetta bara heldur engu vatni. Afhverju er útgerðin svona skuldsett til að kaupa Toyota og losna við að greiða nokkuð vegna þess að þessi veiðigjöld hafa alltaf snúist út frá hagnaði þessara félaga. Einu sinni var sagt að "hagnaður" væri bannorð í orðaforða Íslendinga nú virðist bannorðið vera gjaldþrot. Ef þessi félög eru yfir skuldsett eiga þau að fara í gjaldþrot og ný og betri félög eiga að taka yfir kvótann þeirra.

Æi ég er kannski ruglaður og er orðinn þreyttur á þessu að við eigum ekki að fá neitt fyrir auðlindinar ( og auðvita að ég sé bara höfuðborgarbúi sem finnst gaman að níðast á landsbyggðinni )

Hreinn hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja árið 2011 var 60 milljarðar er í alvörunni svona óeðlilegt að þau borgi eithvað inní samfélagið.

Svo eigum við að hætta að niðurgreiða starfsemi iðnaðarfyrirtækja ( bakki ), niðurgreiða rafmagn til stóriðjufyrirtækja sem skapa hvort sem er fá störf og fara ná hámarksverði úr öllum auðlindum okkar.

Eina sem ég er ánægður með úr nýrri ríkistjórn er gjalddaga á ferðamannastöðum og svo á að taka almennilega á umhverfissóðum eins og Þríhnjúkagíg ehf.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 563
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 94
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf KristinnK » Fim 20. Jún 2013 16:25

Ég get ekki sagt að ég vorkenni einhverjum útgerðarfyrirtækjum, þau eru að moka upp sameiginlega eign allra Íslendinga úr sjónum, og hirða gróðan sjálfir.

Ekki kalla ég það réttlæti með nútímatækni sem gerir ævintýrið gríðarlega hagkvæmt.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf rapport » Fim 20. Jún 2013 17:11

GuðjónR skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Það er til ein mjög einföld lausn á þessu máli; ef núverandi útgerðir treysta sér ekki til að stunda veiðar og greiða veiðigjald á að taka af þeim kvótan og úthluta honum til annara sem eru hæfari til að stunda þessar veiðar. Og ef það finnst eingin til þess (ég væri td. alveg til í það) þá mætti leigja kvótan til Norðmanna, Færeyjinga eða ESB. Ríkið á að hugsa um það eitt að hámarka þær tekjur sem það getur haft af fiskveiðum, almenningi til hagsbóta.
Hef litla samúð með útgerðum sem hafa miljarða í hagnað, geta greitt út arð fyrir mörg hundruð miljónir en væla undan því að borga nokkur hundruð miljónir í veiðigjald.


Það er ekki hægt að orða þetta betur!


Set X við stutturdreki... þetta er snilldar hugmynd...

Var ekki búinn að heyra af þessu sjónarhorni.

Þetta er að mestu hvort sem er sjippað beint og óunnu á erlendan markað.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf hakkarin » Fim 20. Jún 2013 23:43

Stutturdreki skrifaði:
hakkarin skrifaði:Ef að hún var svona frábær af hverju var henni þá slátrað í kosningunum?


Það er til ein mjög einföld lausn á þessu máli; ef núverandi útgerðir treysta sér ekki til að stunda veiðar og greiða veiðigjald á að taka af þeim kvótan og úthluta honum til annara sem eru hæfari til að stunda þessar veiðar. Og ef það finnst eingin til þess (ég væri td. alveg til í það) þá mætti leigja kvótan til Norðmanna, Færeyjinga eða ESB.



Og hvað myndir þú myndir þú gera við atvinnulausa fólkið eftir að sjávarútvegurinn á Íslandir þurkast út að því að þú seldir allan fiskinn okkar til útlanda?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf Daz » Fim 20. Jún 2013 23:46

hakkarin skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:
hakkarin skrifaði:Ef að hún var svona frábær af hverju var henni þá slátrað í kosningunum?


Það er til ein mjög einföld lausn á þessu máli; ef núverandi útgerðir treysta sér ekki til að stunda veiðar og greiða veiðigjald á að taka af þeim kvótan og úthluta honum til annara sem eru hæfari til að stunda þessar veiðar. Og ef það finnst eingin til þess (ég væri td. alveg til í það) þá mætti leigja kvótan til Norðmanna, Færeyjinga eða ESB.



Og hvað myndir þú myndir þú gera við atvinnulausa fólkið eftir að sjávarútvegurinn á Íslandir þurkast út að því að þú seldir allan fiskinn okkar til útlanda?


Geta þau ekki bara borðað kökur?

Eru annars bara 2 hliðar á öllum málum hjá þér? Engir möguleikar til málamiðlana? Ertu stjórnmálamaður?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf rapport » Fim 20. Jún 2013 23:59

Þau fengu öll störf við ferðamannaiðnaðinn, mest hvalakoðunarferðir.... eftir að hvalveiðar verða bannaðar...




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1248
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf nonesenze » Fös 21. Jún 2013 00:14

eina sem ég sé er bara að á endanum verður hurðagjald, skrefagjald, öndunargjald, fæðingargjald, tilverugjald og allt annað sem á ekki að rukka fyrir, ef þetta fær að ganga sinn veg eins og með allt annað

pólitík á íslandi ætti að vera lág launastétt, eins og bónus og kfc, þar sem maður fær svona þjónustu fyrir sinn penning


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf Tbot » Fös 21. Jún 2013 00:15

Ætli rikið mundi nú ekki finna fyrir því illþyrmilega, þegar skattar hætta að koma frá sjómönnum og verkafólki í landi.

Þessir aðilar borga sína skatta upp í topp.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf Tbot » Fös 21. Jún 2013 00:17

nonesenze skrifaði:eina sem ég sé er bara að á endanum verður hurðagjald, skrefagjald, öndunargjald, fæðingargjald, tilverugjald og allt annað sem á ekki að rukka fyrir, ef þetta fær að ganga sinn veg eins og með allt annað

pólitík á íslandi ætti að vera lág launastétt, eins og bónus og kfc, þar sem maður fær svona þjónustu fyrir sinn penning


Það var nú Ingibjörg Sólrún sem kom á skítaskattinum í Reykjavík.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf tdog » Fös 21. Jún 2013 00:20

Tbot skrifaði:Það var nú Ingibjörg Sólrún sem kom á skítaskattinum í Reykjavík.


Enda er ekkert óeðlilegt við það að fólk borgi smotterí fyrir infrastrúktúr sem allir þurfa á að halda.




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1248
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf nonesenze » Fös 21. Jún 2013 00:45

Tbot skrifaði:Ætli rikið mundi nú ekki finna fyrir því illþyrmilega, þegar skattar hætta að koma frá sjómönnum og verkafólki í landi.

Þessir aðilar borga sína skatta upp í topp.


nei veistu þau finna aðra leið til að láta okkur borga, vertu viss


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf hakkarin » Fim 27. Jún 2013 19:25

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... ft_folsud/

hahahahahahahahahaha

Jæja, ekki virkar þessi "undirskriftarlisti" voða trúverðulegur núna.

Jenna Jamesson, Barack Obama og jafnvel "Endaþarmur Skarphárson" á listanum. Þá þarf kennitala ekki að vera rétt til að nafn komist á listan.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf Gúrú » Fim 27. Jún 2013 21:39

"hakkarin" þetta er gert við hverja einustu undirskriftasöfnun á netinu og það er engin leið að hindra þetta.

Þetta hefur ekkert að segja.


Modus ponens


Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf Snorrmund » Fös 28. Jún 2013 00:43

Hvernig er það samt, er engin leið að leita eftir undirskriftum þarna? Þeas önnur en að fletta bókstaflega í gegnum allann listann :S Ef mér langaði t.d. að vita hvort að ég sjálfur er á listanum, er það þá ekki möguleiki eða ?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Pósturaf Gúrú » Fös 28. Jún 2013 02:13

Snorrmund skrifaði:Hvernig er það samt, er engin leið að leita eftir undirskriftum þarna? Þeas önnur en að fletta bókstaflega í gegnum allann listann :S Ef mér langaði t.d. að vita hvort að ég sjálfur er á listanum, er það þá ekki möguleiki eða ?


Við erum eflaust 80+ á þessu spjallborði sem getum crawlað þessar 3453 blaðsíður á engri stund en ég er á nýformattaðri vél með engin tól og Google Docs klunni.

Einhver sem býður sig fram að gera þetta og láta á Google Docs í dálka sem er auðvelt að leita í?


Modus ponens