Hvernig eru lög og reglur hérna um notkun á TOR?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Hvernig eru lög og reglur hérna um notkun á TOR?

Pósturaf rango » Þri 18. Jún 2013 02:13

Er þetta ekki það sama og á internetinu, Ef efnið er löglgegt þá er þetta löglegt?
Hvað með dulkóðun? Eru einhver lög til að hamla það?

Hvað ef ég er handtekin með dulkóðað drif, Má ég löglega segja nei þú færð ekki lykilorðið?
Minnir að það hafi verið frétt um það og hrunið/ einvherjir tölvupóstar.


Ég hef verið að spá í að setja upp relay hérna fulltime, Enn er ekki að fara gera það ef þetta er svo ólöglegt í þessu fasistaríki. O:)
Hef sjálfur bara verið inná wikileaks/anarchist tengum síðum og get ekki séð betur enn að það sé ekkert ólöglegt þar.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig eru lög og reglur hérna um notkun á TOR?

Pósturaf AntiTrust » Þri 18. Jún 2013 02:59

Ég get ekki ímyndað mér að TOR sé ólöglegt hér á landi frekar en Torrent staðallinn. Þetta er allt spurning um til hvers var tólið notað.

Dulkóðun er svo best sem ég veit til fullkomlega lögleg. Dulkóðun er notuð það mikið í daglegu lífi að það væri nær ómögulegt, tala nú ekki um fáránlegt að reyna að banna hana við hinar og þessar aðstæður.

Ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að skikka þig til þess að aflæsa/opna dulkóðuð drif með fyrirskipun frá dómi, en það er lítið mál að fara framhjá slíku með Plausible deniability functionality í t.d. TrueCrypt. Allt data á disknum kemur fram án signature og virðist í raun bara vera random data. Þú gætir í raun sagst hafa eytt disknum með e-rskonar low-level format tóli með random mass-rewrites og það liti í raun nákvæmlega eins út. Annars vegar gætiru notað hidden volume/partition möguleikann, og þá ertu með tvö partition, annað er sýnilegt og læst, þú gefur upp aðgang að því og hefur eingöngu efni þar sem er ekkert hægt að sakast út á.

En hvað varðar það framework sem er í kringum það að hýsa TOR relay þori ég ekki að svara, en þetta væri væntanlega ágætis lesning fyrir þig; https://www.torproject.org/eff/tor-legal-faq.html



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig eru lög og reglur hérna um notkun á TOR?

Pósturaf rango » Þri 18. Jún 2013 03:13

AntiTrust skrifaði: En hvað varðar það framework sem er í kringum það að hýsa TOR relay þori ég ekki að svara, en þetta væri væntanlega ágætis lesning fyrir þig; https://www.torproject.org/eff/tor-legal-faq.html


Ég er einmitt með truecrypt enn er að fara stækka það og get þá væntanlega sett þetta upp í hidden volume.
Ætti að vera in the clear legalega séð, Veit ekki hvað notandin er að gera og get ekki vitað það, Myndi þá gera þetta eftir að ég er kominn upp í 400Mbs.

Takk fyrir flott svar, meðað við hver er að spyrja og um hvað er spurt.