TOP SECRET

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

TOP SECRET

Pósturaf appel » Þri 11. Jún 2013 22:42

You're being spied on!

Hvað eiga menn að gera. Nú er maður orðinn paranoid. :wtf


Skipta úr Windows yfir í Linux?
Nota encryptað OS?
Nota Tor?
Aldrei nota sömu email addressu tvisvar?
Notast við a.m.k. 100 stafa lykilorð allsstaðar?
Dulkóða allt með PGP?
Aldrei nota neitt annað en https.


Úff.. verður erfitt að koma í veg fyrir að NSA fylgist með manni.


*-*


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf playman » Þri 11. Jún 2013 22:49

0.o


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf AntiTrust » Þri 11. Jún 2013 22:54

Eða segja bara ekki frá world dominance plönunum á FB chat og setja ekki nude selfies í private albúm á SkyDrive og smella einu feitu #care á þetta?

Þetta er auðvitað alvarlegt mál og ég vona það innilega að Snowden hafi ekki verið að fleygja lífinu sínu útum gluggann fyrir eina viku af media, og það verður allt og sumt. Að því sögðu þá breytir þetta mig persónulega engu, en þetta er alveg rosalega stórt högg á cloud væðinguna eins og hún leggur sig. Grunar að margir eigi eftir að geyma fjölskyldualbúmin í eina kynslóð í viðbót á flakkara heima fyrir vs að fara í Google Drive/SkyDrive með það allt saman.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf dori » Þri 11. Jún 2013 23:45

appel skrifaði:Skipta úr Windows yfir í Linux?
Nota encryptað OS?
Nota Tor?
Aldrei nota sömu email addressu tvisvar?
Notast við a.m.k. 100 stafa lykilorð allsstaðar?
Dulkóða allt með PGP?
Aldrei nota neitt annað en https.

Allt fínar hugmyndir (nema throwaway netföng, það er bara vesen). Hins vegar er allt þarna nema PGP eitthvað sem hjálpar ekki gegn NSA enda hafa þeir aðgang að gögnum hinu megin við traustan endapunkt. HTTPS og Tor hjálpar bara gegn einhverjum sem ræðst á tenginguna milli þín og endapunktsins. Encrypted OS myndi verja þig gagnvart einhverjum sem nær physical aðgengi að tölvunni þinni.

100 stafa lykilorð er fínt (ef þú notar "correct horse battery staple") en því miður eru sumir sem setja kjánalegt hámark á lengd sem lykilorð mega vera.

Auðvitað viltu koma yfir í Linux, þú veist þú þráir það innst inni.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf capteinninn » Þri 11. Jún 2013 23:53

AntiTrust skrifaði:Eða segja bara ekki frá world dominance plönunum á FB chat og setja ekki nude selfies í private albúm á SkyDrive og smella einu feitu #care á þetta?

Þetta er auðvitað alvarlegt mál og ég vona það innilega að Snowden hafi ekki verið að fleygja lífinu sínu útum gluggann fyrir eina viku af media, og það verður allt og sumt. Að því sögðu þá breytir þetta mig persónulega engu, en þetta er alveg rosalega stórt högg á cloud væðinguna eins og hún leggur sig. Grunar að margir eigi eftir að geyma fjölskyldualbúmin í eina kynslóð í viðbót á flakkara heima fyrir vs að fara í Google Drive/SkyDrive með það allt saman.


Held að þú ert ekki að fatta hvað þetta er í raun stórt fyrirbæri. Þetta hefur verið lengi grunað en núna er það loksins að koma formlega fram að NSA er að geyma öll gögn um mestallt sem þú gerir á internetinu. Þessar upplýsingar er hægt að nota á ýmsa vegu en ríkisstjórn Bandaríkjanna segir að þetta sé til að vernda borgara sína fyrir hryðjuverkum.
Eftir sprengjuárásirnar í Boston er það nokkuð ljóst að þeir eru ekki að nota þessi gögn til þess vegna þess að það hefur komið fram að þeir notuðu spjallforrit og tölvupóstforrit til að hafa samskipti sín á milli og samkvæmt yfirlýsingum BNA þá ætti þetta PRISM apparat að spotta það og koma í veg fyrir hryðjuverk.

Eignaréttur er mjög sterkur (allavega í tali) í Bandaríkjunum og það eru núna komnar sterkar kröfur um að það þurfi að setja lagafordæmi um það að stafræn gögn eru alveg jafn mikil eign og húsið þitt og að hvorki ríkisstjórnin né einkafyrirtæki eiga að fá að gera afrit af gögnunum þínum í hverjum þeim tilgangi sem þeim hentar.

Margir segja að maður sé hálfviti að halda að öll stafræn gögn sem þú setur á netið séu vernduð og "if you're not buying it, you are the commodity" og allt það en það breytir því ekki að við eigum að breyta þessu þannig að við getum treyst því að gögn sem við setjum á netið séu vernduð fyrir hnýsni ríkisstjórna, einkafyrirtækja eða annarra aðila.

Annað sem þetta bendir líka á er að Bandaríska ríkisstjórnin er greinilega búin að safna saman upplýsingum um erlenda borgara í gífurlegu magni og ég persónulega tel það ekki eðlilegt að eitthvað land úti í heimi geti bara leitað uppi nafnið mitt og vitað allt um mig og mína hagi, hvað myndi fólk segja ef Norður-Kórea væri með þessi gögn, það tæki ekki langan tíma fyrir allt að verða vitlaust útaf því.

Eitt annað sem er líka frekar sketchy er að með þessum upplýsingum getur ríkisstjórn Bandaríkjanna notað þær í málaferlum eða sem réttlætingu fyrir hverju sem er, það er ekki flókið að búta saman einhverja sögu um einstaklinga út frá hlutum héðan og þaðan úr internetnotkuninni og notað það fyrir í raun hvað sem er.


En það er allavega mín skoðun á þessu máli




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf hkr » Mið 12. Jún 2013 00:25




Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf Gúrú » Mið 12. Jún 2013 00:55

hannesstef skrifaði:Eignaréttur [..]það eru núna komnar sterkar kröfur um að það þurfi að setja lagafordæmi um það að stafræn gögn eru alveg jafn mikil eign og húsið þitt og að hvorki ríkisstjórnin né einkafyrirtæki eiga að fá að gera afrit af gögnunum þínum í hverjum þeim tilgangi sem þeim hentar.


Hvar?... Aldrei/hvergi séð neinn halda þessu fram, krefjast þessa né undirbúa slíkar lögsóknir né framkvæma þær.


Modus ponens


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf capteinninn » Mið 12. Jún 2013 01:21

Gúrú skrifaði:
hannesstef skrifaði:Eignaréttur [..]það eru núna komnar sterkar kröfur um að það þurfi að setja lagafordæmi um það að stafræn gögn eru alveg jafn mikil eign og húsið þitt og að hvorki ríkisstjórnin né einkafyrirtæki eiga að fá að gera afrit af gögnunum þínum í hverjum þeim tilgangi sem þeim hentar.


Hvar?... Aldrei/hvergi séð neinn halda þessu fram, krefjast þessa né undirbúa slíkar lögsóknir né framkvæma þær.


Rand Paul er að koma fram með lagatillögu um verndun fjórða lið stjórnarskrá Bandaríkjanna.
EFF ásamt 86 öðrum samtökum að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að banna þessar njósnir.
ACLU eru að kæra til að athuga hvort þessar njósnir brjóti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Að vísu er ekki í þessu talað beint um eignarétt á stafrænum gögnum en 4 grein stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar óréttmæta eignatöku borgara landsins. Stafræn gögn eru ennþá eign einstaklinga og miðað við fordæmi í Bandarískum dómstólum varðandi niðurhleðslu á tónlist og öðrum slíkum gögnum telst afrit á gögnum vera eignataka að mínu mati. Granted að ég sé ekki lögfræðingur/lögmaður þannig að ég telst ekki sérfræðingur í greiningu á lagabókstöfum.

Ég hef annars bara verið að lesa mér til um þetta á spjallborðum hér og þar.
Maður getur séð dæmi um þetta þegar Microsoft kom út með SkyDrive að í EULA stóð að þeir ættu gögnin sem þú setur á netið og allt varð brjálað, Microsoft breytti svo EULA til að koma til móts við það.
Hérna er grein frá The Verge um eignarétt á skjölum sem sett eru á cloud hýsingaþjónustur




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf AntiTrust » Mið 12. Jún 2013 02:49

hannesstef skrifaði:Held að þú ert ekki að fatta hvað þetta er í raun stórt fyrirbæri. Þetta hefur verið lengi grunað en núna er það loksins að koma formlega fram að NSA er að geyma öll gögn um mestallt sem þú gerir á internetinu. Þessar upplýsingar er hægt að nota á ýmsa vegu en ríkisstjórn Bandaríkjanna segir að þetta sé til að vernda borgara sína fyrir hryðjuverkum.
[..]


Jú, ég geri mér fulla grein fyrir því hvað PRISM er viðbjóðslegt fyrirbæri. Væri ég bandaríkjamaður væri ég eflaust vel pissed, og sem FB/Gmail notandi ætti ég kannski að vera það.

Ég hef bara í lengri tíma verið nær fullviss um, og nánast gert ráð fyrir því að higher-ups intelligence fyrirtæki hafi nær alltaf haft aðgang að stórum parti af því sem ég/við gerum á netinu, siðblindan er fyrir svo löngu orðin það mikil að það væri nær óeðlilegt að reikna ekki með því.

Ég er spenntur að sjá hvernig umrædd fyrirtæki ætla að spinna sig útúr þessu, það á ekki eftir að duga að koma bara fram með yfirlýsngu sem segir "Neineinei, þetta er allt saman misskilningur" - sem virðist vera strategían hjá þeim so far.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf Gúrú » Mið 12. Jún 2013 03:43

hannesstef skrifaði:
Gúrú skrifaði:Hvar?... Aldrei/hvergi séð neinn halda þessu fram, krefjast þessa né undirbúa slíkar lögsóknir né framkvæma þær.

Rand Paul er að koma fram með lagatillögu um verndun fjórða lið stjórnarskrá Bandaríkjanna.
EFF ásamt 86 öðrum samtökum að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að banna þessar njósnir.
ACLU eru að kæra til að athuga hvort þessar njósnir brjóti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Að vísu er ekki í þessu talað beint um eignarétt á stafrænum gögnum en 4 grein stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar óréttmæta eignatöku borgara landsins. Stafræn gögn eru ennþá eign einstaklinga og miðað við fordæmi í Bandarískum dómstólum varðandi niðurhleðslu á tónlist og öðrum slíkum gögnum telst afrit á gögnum vera eignataka að mínu mati. Granted að ég sé ekki lögfræðingur/lögmaður þannig að ég telst ekki sérfræðingur í greiningu á lagabókstöfum.


Eins og þú segir þá er vissulega engin af slóðunum að tala um að það eigi að vernda friðhelgi netverja á þeim grundvelli
að stafrænu gögnin séu "eign eins og hver önnur eign" með einhvern höfundarrétt, því það er tilgangslaus útúrdúr og einnig vonlaus.
Það er verið að tala um stjórnarskrárbrot vegna þess að þetta er dómsúrskurðarlaus, leynileg leit með ótakmarkað svigrúm.
Fjórða grein stjórnarskrárinnar þeirra á að vernda gegn óhóflegum og óréttmætanlegum leitum,
og setur það skilyrði að farið sé í gegnum dómara til að fá mjög nákvæma og greinargóða leitarheimild með ákveðið umfang
vegna rökstudds gruns um nauðsyn þess

Þú ert einfaldlega að misskilja umræðuna held ég.


Modus ponens


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf hkr » Mið 12. Jún 2013 05:54

Gúrú skrifaði:...


Hvað með þá sem eru ekki með bandarrískan ríkisborgararétt, ekkert af þessu á við þá, er það nokkuð?

Þannig að okkar tölvupóstur (gmail), facebook, etc. er fair game?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf hagur » Mið 12. Jún 2013 06:58

Ég vrit ekki einu sinni hvað þið eruð að tala um ... Ignorance is bliss.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf Stutturdreki » Mið 12. Jún 2013 09:18

Besta lausnin á þessu er einfaldlega spam ef allir í heiminum settu nokkur skemmtileg stikkorð í signature (eins og td. 'bin laden', 'bomb', 'terror') í öllum sínum netsamskiptum og öll þessi gagnasöfnun verður algerlega gagnslaus.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf Stutturdreki » Mið 12. Jún 2013 09:25

[url="http://www.explosm.net/comics/3201/"]Mynd[/url]
Cyanide & Happiness @ [url="http://www.explosm.net/"]Explosm.net[/url]
Read more at http://www.explosm.net/comics/3201/#fKDVCJH7ZzlfjlFr.99



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf dori » Mið 12. Jún 2013 09:33

Stutturdreki skrifaði:Besta lausnin á þessu er einfaldlega spam ef allir í heiminum settu nokkur skemmtileg stikkorð í signature (eins og td. 'bin laden', 'bomb', 'terror') í öllum sínum netsamskiptum og öll þessi gagnasöfnun verður algerlega gagnslaus.

Þú gefur tölvum alltof lítið kredit.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf Stutturdreki » Mið 12. Jún 2013 11:01

Kannski, annars virðast þeir hafa mestan áhuga á að vita hver talaði við hvern hvenær og hvar.

Og afhverju kom myndin sem ég setti að ofan heima en sést svo ekki þegar ég er mættur í vinnuna?!?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf dori » Mið 12. Jún 2013 11:42

Stutturdreki skrifaði:Kannski, annars virðast þeir hafa mestan áhuga á að vita hver talaði við hvern hvenær og hvar.

Og afhverju kom myndin sem ég setti að ofan heima en sést svo ekki þegar ég er mættur í vinnuna?!?

Hugsanlega bannar þessi server deep linking (að þú þurfir s.s. að hafa kökur þaðan til að fá myndir).




benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf benediktkr » Mið 12. Jún 2013 11:49

appel skrifaði:Skipta úr Windows yfir í Linux?


Já. Apple og Microsoft eru bæði í PRISM. Þetta er ástæðan fyrir að þú getur aldrei treyst séreignarstýrikerfi. Núna vitum við hverjir eru að hlusta.

Ekki heldur nota Chrome, Opera, Safari eða Internet Explorer af sömu ástæðu. Firefox er eini opni vafrin og þeim eina sem er treystandi. Chromium er líka opinn (það sem Chrome byggir á) þannig að þú ættir að geta notað hann líka.

Nota encryptað OS?


Ég er ekki alveg viss með hvað þú átt við hérna, en ég reikna með að þú meinar disk encryption. Það hjálpar ekki gegn NSA, en ef tölvuni þinni er stolið (sérlega fartölva) eða það sé gerð húsleit heima hjá þér (eða fjöldin allur af öðrum hlutum), þá kemst engin í gögnin þín nema þú. Ef þú hefur áhyggjur af þessu skalltu lesa um Plausible Deniablility. Það eru jafnvel til tól sem fela stýrikerfi á tölvuni þinni.

Skoðaðu líka TrueCrypt.

Nota Tor?


Fyrir betra svar en ég get gefið þér hér, lestu þetta: https://blog.torproject.org/blog/prism-vs-tor

Stutta svarið er að Tor kemur í veg fyrir að þriðji aðili sé að hlusta og að endapunkturinn viti hver þú ert. Fyrsta tor relayið (first node) veist hver þú ert, en ekki við hvern þú ert að tala. Enginn á leiðini veit hver þú ert eða við hvern þú ert að tala, þeir vita bara hver sendi þeim pakkan og hver fær hann næst. Síðasta relayið (exit node) veit við hvern þú ert að tala, en ekki hver þú ert.

Hinsvegar þá er tor frekar hægvirkt (Það vantar fleiri exit nodes). Ef þú villt þá getur þu keypt VPN aðgang sem virðir þetta privacy (shameless self-plug, http://www.lokun.is). Þeir þekktustu eru http://www.ipredator.se, stofnað af þeim sömu og stofunuðu Piratebay og PRQ. En þar ertu alltaf að treysta VPN providernum til að vera heiðarlegur og virkilega virða þitt privacy eins og þeir segja. Með Tor, þá ertu að treysta tækni sem er vel published og þú þarft ekki að treysta manneskju.

Aldrei nota sömu email addressu tvisvar?


Það er of cumbersome. Það er augljóst að það er ekki hægt að treysta GMail, Yahoo Mail, Hotmail eða fleiri af þeim. Ef þú villt ekki/getur ekki hýst þinn egin póst (það er meira vesen en það hljómar), skoðaðu t.d. Hushmail. Annar góður valmöguleiki er 1984.is, en ég held þú þurfir að eiga þitt egið lén þar.

Notast við a.m.k. 100 stafa lykilorð allsstaðar?


Sjá http://xkcd.com/936/

Dulkóða allt með PGP?


PGP er séreignarhugbúnaður sem þýðir að það sé ekki hægt að treysta honum. Skoðaðu GPG (GNU Privacy Guard), það er alveg samhæft við PGP, en það er opinn og frjáls hugbúnaður.

Aldrei nota neitt annað en https.


Aldrei nota HTTP þar sem HTTPS er í boði. En hafðu varan á, það ver þig ekki ef endapunkturinn er compromised (t.d. ef það er Google eða Facebook, þeir taka þátt í PRISM). Auk þess er CA lyklaskipulagið meingallað til að byrja með. (Sjá t.d. https://blog.torproject.org/blog/detect ... -collusion)

Hér er næs grafík sem sýnir hvað Tor ver og hvað HTTPS ver: https://www.eff.org/pages/tor-and-https

Og settu upp HTTPS Everywhere: https://www.eff.org/https-everywhere

Auk þess gerir amk Firefox OCSP köll by default fyrir öll https skilríki, sem þýðir að viðkomandi CA veit hvaða síður þú ert að skoða. Again, VPN eða Tor.

Úff.. verður erfitt að koma í veg fyrir að NSA fylgist með manni.


https://en.wikipedia.org/wiki/Room_641A



Skjámynd

ASUStek
spjallið.is
Póstar: 451
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 05:19
Reputation: 8
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf ASUStek » Mið 12. Jún 2013 12:29

Hvernig væri að við mundum allir bara leggja eitthvað fram að koma með góðan lista um hvernig best eða hentugast er að geyma persónulegar upplýsingar,
Mér finnst bara rangt yfir höfuð að njósna um fólk,Auðvitað koma þeir með svona terrorists,en ég meina breska ríkisstjórnin setti ísland á "hryðjuverkalista"
má þá bara gramsa í gögnum okkar?

Netið er eitthvað sem ætti að vera frjálst, og ekki takmarka þekkingu sem maður getur fengið í gegnum það,

afhverju í anskotanum heldur usa að þeir ráði yfir öllu!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf GuðjónR » Þri 25. Jún 2013 11:52

Apple kemur með nýja tækni sem auðveldar þeim að njósna fyrir Bandarísk stjórnvöld.
Apple býr til lykilorðin fyrir þig, þú átt ekkert að muna þau. Nýtt lykilorð fyrir hverja síðu.

Skoðið myndskeið frá kl 3:50 til 5:15



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf appel » Þri 25. Jún 2013 12:06

Apple er langt á undan Microsoft með user interface og integration.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: TOP SECRET

Pósturaf GuðjónR » Þri 25. Jún 2013 12:10

appel skrifaði:Apple er langt á undan Microsoft með user interface og integration.

Já, Apple er langt á undan Microsoft í flestöllu held ég.