Netöryggissveit komin í gang

Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Tengdur

Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf vesi » Mán 03. Jún 2013 17:28

Rak augun í http://www.visir.is/netoryggissveit-formlega-tekin-til-starfa/article/2013130609811 áðan, Þetta er eflaust allt gott og blessað en á soldið erfit með að kaupa eitt.

"Hrafnkell segir netöryggissveitinni ekki ætlað að hafa eftirlit með efni á netinu: „Við horfum ekki á efnisinnihald hvort sem það er talið ólöglegt eða ósiðsamlegt, það er ekki hlutverk okkar. Við erum að stuðla að bættu almennu heilsufari netsins skulum við segja"

Var ekki umræða hér um stórabróður að fylgjast með netumferð á Íslandi um daginn?

Vona ynnilega að ég hafi rangt fyrir mér en mig grunar að þetta sé upphafið á einhverri ritskoðun í framtíðinni.. kanski ekki á allra næstunu en væri ekki fínt fyrir þann ráðeherra/stjórn að setja lög sem heimila slíkt þar sem stofnunin er þegar til staðar á þeim tíma.. hvort sem það verður á þessu tímabili eða næsta.. maður spyr sig.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf Revenant » Mán 03. Jún 2013 18:22

Mér finnst þetta vera löngu tímabært að íslendingar komi sér yfir í 21 öldina í tölvuöryggismálum. Aðrar þjóðir hafa verið með svona teymi í mörg ár og við erum rétt núna að byrja á þessu.

Dæmi um starfssvið CERT-ÍS eitthvað á þá veru ef t.d. SQL Slammer kæmi fram. Þá gæti CERT-ÍS beint þeim tilmælum til fyrirtækja/þjónustuveitanda um að blocka ákveðin port í þágu öryggis.



Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Tengdur

Re: Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf vesi » Mán 03. Jún 2013 22:00

ég skil það öriggis sins vegna,, þó ég viti ekki allveg hvað SQL Slammer er,, en hvað þeir "beina" þeim tilmælum að loka fyrir td. helstu port fyrir Torrent sem dæmi. Þá öriggis sins vegna?


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf roadwarrior » Mán 03. Jún 2013 22:27

Eina sem datt i hausinn á mér þegar ég sá þetta er þetta gamla klassíska myndband með snildar söng undir :)
https://www.youtube.com/watch?v=C6-Qw16RRdU



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf Revenant » Mán 03. Jún 2013 23:12

vesi skrifaði:ég skil það öriggis sins vegna,, þó ég viti ekki allveg hvað SQL Slammer er,, en hvað þeir "beina" þeim tilmælum að loka fyrir td. helstu port fyrir Torrent sem dæmi. Þá öriggis sins vegna?


Reglugerð 475/2013 skrifaði:Starfssvæði netumdæmis sveitarinnar tekur til ómissandi net- og tæknikerfa íslenskra fjarskiptafyrirtækja og samkvæmt sérstökum þjónustusamningum við rekstraraðila ómissandi upplýsingainnviða landsins, bæði þeirra sem tengjast internetinu á einn eða annan hátt, sem og þeirra sem eru í vissum tilfellum með búnað sem er alfarið ótengdur við netið t.d. iðnstýringar. Vinna sveitarinnar innan netumdæmisins er í forgangi. Sé hluti búnaðar í netumdæminu í rekstri á erlendri grundu, fellur hann eftir atvikum undir verk­svið sveitarinnar.


M.ö.o. þá á hérna t.d. við um PLC stýringar, kerfi veitna (hita, rafmagn, skólps), kerfi opinbera aðila (t.d. lögreglunnar, slökkvuliðs eða neyðarlínunnar) eða kerfi einkaaðila (t.d. fjarskiptafyrirtækja) sem gegna ómissandi hlutverki.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf Stuffz » Mán 03. Jún 2013 23:46

Þessi cyberterror grýla selur eflaust fullt af amerískum net-öryggiskerfum.

Mynd

hérna er ágætis grein
http://www.washingtonmonthly.com/featur ... green.html


NSA - National Security Agency (Þjóðar Öryggisstofnun BNA)

Starfslið: 30 þús buggers
Rekstrarkostnaður: 8 Bill doll
.. in the future they'll be America's defense against a predicted "Electronic Pearl Harbor"

Mynd
Ef NSA getur ekki gert betur í að passa svonalagað hvað á eitthver Íslensk Netöryggissveit að geta gert :P
held mesta öryggið felist ekki í mannskap eða monníngi heldur í smæð landsins, kaninn er og verður alltaf "of interest" enda aðalleikarinn í þessarri B-mynd :lol:


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf benediktkr » Þri 04. Jún 2013 10:55

Revenant skrifaði:Dæmi um starfssvið CERT-ÍS eitthvað á þá veru ef t.d. SQL Slammer kæmi fram. Þá gæti CERT-ÍS beint þeim tilmælum til fyrirtækja/þjónustuveitanda um að blocka ákveðin port í þágu öryggis.


Þetta var patchað fyrir 11 árum.... http://technet.microsoft.com/en-us/secu ... n/ms02-039



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf tlord » Þri 04. Jún 2013 14:08

er þetta ekki bara enn ein leiðin til að láta fé ríkissjóðs í vasa 'góðkunningja' ?

viðskiptatækifærinn liggja víða:

http://en.wikipedia.org/wiki/ADE_651




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Netöryggissveit komin í gang

Pósturaf capteinninn » Þri 04. Jún 2013 15:30

tlord skrifaði:er þetta ekki bara enn ein leiðin til að láta fé ríkissjóðs í vasa 'góðkunningja' ?

viðskiptatækifærinn liggja víða:

http://en.wikipedia.org/wiki/ADE_651


Mér finnst það ekki ólíklegt, fékk það sama á tilfinninguna þegar nýja stjórnin tók við og hún tilkynnti að hún ætlaði að fjölga aftur embættunum.
Er einhversstaðar hægt að sjá hverjir eru að vinna í þessari nefnd.

Þetta er örugglega allt gott og blessað en eins og tlord finn ég smá skítalykt af þessu