Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Skjámynd

Höfundur
Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf Plushy » Sun 19. Maí 2013 11:08

Sælir.

Konan er með Dell Inspiron M5010 fartölvu, minnir að þetta sé mjög algeng tölva og mikið seld hérna á landi. Hún var að horfa á þátt í henni í gær og helltist ogguponsusmá vatn (við erum a tala um minna en passar í lófann á mér) en ég held eiginlega ekki að það hafi verið vandamálið. Var inni í öðru herbergi þegar þetta gerðist en það gerðist semsagt ekkert, en hún hvolfdi samt tölvunnu og hristi vatnið úr og þegar hún snéri henni aftur við þá leit út eins og hún væri að endurræsa sig, var að logga sig út úr öllu og kom svo með windows "welcome" home skjáinn.

Síðann varð skjárinn svartur, ekkert ljós á power takkanum og ekkert ljós á hleðslutækið þótt það sé í sambandi og batterýið í tölvunni. Búið að taka það úr og láta aftur í. Kemur ekki hljóð eins og t.d. 7 bíp þegar maður reynir að kveikja eins og á að vera algengt móðurborðsvandamál, kemur bara nada þegar maður ýtir á power.

Eruð þið með einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið? mögulega gæti hristingurinn á hvolfi hafa hnjaskað einhverju?

Hvert er svo best að fara að láta að láta kíkja á tölvuna og finna hvað er að og láta gera við :)

fyrirfram þakkir




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf Garri » Sun 19. Maí 2013 11:24

Algjört lykilatriði að leyfa vélinni að þorna vel áður en reynt er að kveikja á henni.



Skjámynd

Höfundur
Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf Plushy » Sun 19. Maí 2013 11:35

Já, fékk að liggja einhverja tólf tíma á hvolfi áður en við reyndum. Gefum þessu aðeins lengri tíma :)




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf Garri » Sun 19. Maí 2013 11:45

Spurning að nota hárblásara og verma hana upp með slíku tæki. Taka lokin af undir henni sem og taka batteríið úr. Mátt alveg fara upp í 60-70° allavega. Málið er að ef rakinn rennur ekki úr henni þegar þú hvolfir henni, þá gufar hann upp. Þannig ef hún er á hvolfi hjá ykkur, þá þarf rakinn að fara í gegnum alla vélina. Mundi eins og ég sagði, hita hana upp, annaðhvort með því að setja hana á nokkuð heitann ofn og eða blása með hárblásara, láta hana síðan standa eðlilega opna.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf GuðjónR » Sun 19. Maí 2013 11:54

Ég giska á að tölvan sé ónýt.
Hún hefði átt að slökkva á henni strax og taka batteríið úr.
Síðan að reyna að þurrka hana.

Hrista tölvuna gerir ekkert annað en að dreifa úr vatninu og gera íllt verra, svo ekki sé minnst á að það getur líka skemmt HDD.
Öll viðbrögð við þessu voru röng því miður.



Skjámynd

Höfundur
Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf Plushy » Sun 19. Maí 2013 12:13

Hehe ég sagði henni að þessir hristingar hafa bara gert illt verra :)




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf Garri » Sun 19. Maí 2013 12:17

Prófaðu samt að hita hana upp. Láta hana standa síðan í 4-8 tíma eftir að hafa hitnað eins og upp í 50-60°

Þessar fartölvur eru gerðar fyrir nokkuð hnjask.. en vissulega ekki bleytu.



Skjámynd

Höfundur
Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf Plushy » Sun 19. Maí 2013 12:27

Garri skrifaði:Prófaðu samt að hita hana upp. Láta hana standa síðan í 4-8 tíma eftir að hafa hitnað eins og upp í 50-60°

Þessar fartölvur eru gerðar fyrir nokkuð hnjask.. en vissulega ekki bleytu.


Er komin á ofninn núna og er í bökun, setti smá lyftiduft og ger með!




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf axyne » Sun 19. Maí 2013 12:27

Einu sinni helti konan vatni yfir ferðatölvuna sína, lét mig ekki vita og ég tók hana með mér í skólannn.
Síðan drapst á henni í miðjum tíma og fór ekki aftur í gang (alveg dauð). Fékk síðan að vita seinna að hálft vatnsglas hafði farið yfir allt lyklaborðið og það hafði bara verið þurkað á yfirborðinu.
Eitthvað vatn hafði seittlað inní vélina dregið með sér óhreinindi og valdið skammhlaupi á einu chip-settinu þegar það þornaði.

Eftir að hafa hreinsað rásina þá hrökk vélin í gang og er enn í fullu fjöri rúmum 2 árum eftir það.
Gæti verið eitthvað svipað uppá teningnum fyrir þig, þ.e.a.s ekki nóg að þurka hana vel heldur þarf að opna hana og hreinsa.
Viðhengi
acer.jpg
acer.jpg (696.83 KiB) Skoðað 601 sinnum


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Höfundur
Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron M5010 kveikir ekki á sér, vatnsskemmd?

Pósturaf Plushy » Sun 19. Maí 2013 12:29

axyne skrifaði:Einu sinni helti konan vatni yfir ferðatölvuna sína, lét mig ekki vita og ég tók hana með mér í skólannn.
Síðan drapst á henni í miðjum tíma og fór ekki aftur í gang (alveg dauð). Fékk síðan að vita seinna að hálft vatnsglas hafði farið yfir allt lyklaborðið og það hafði bara verið þurkað á yfirborðinu.
Eitthvað vatn hafði seittlað inní vélina dregið með sér óhreinindi og valdið skammhlaupi á einu chip-settinu þegar það þornaði.

Eftir að hafa hreinsað rásina þá hrökk vélin í gang og er enn í fullu fjöri rúmum 2 árum eftir það.
Gæti verið eitthvað svipað uppá teningnum fyrir þig, þ.e.a.s ekki nóg að þurka hana vel heldur þarf að opna hana og hreinsa.


Læt skoða það ef það gengur ekki að blása/hita hana upp :)

takk!