Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Nú eru margir að kvarta yfir því að staða ríkisjóðs sé vond og að það vanti penninga. Þá er heilbrigðiskerfið ekki heldur rekið mjög vel. Það að leiðandi legg ég til þess að einkarekstur í heilsgæslu verði leyfður og að einkaaðilar fái að reyna að keppa við ríkið í heilsumálum.
Augljóslega á opinber heilsugæsla enn að vera til staðar, en þeir sem að hafa penning eiga að geta keypt sér betri þjónustu.
Ef að einkarekið heilbrigðiskerfi væri til samhliða því opinbera þá myndi fólksfjöldinn væntanlega dreifast yfir á bæði kerfinn í staðinn fyrir að allir væru bara að nota opinbera kerfið, og það myndi væntanlega þýða að minna álag væri á opinbera kerfinu. Minna álag myndi væntanlega þýða bæði betri þjónusta fyrir fólkið og minni kostnaður fyrir ríkið.
Semsagt: Betri þjónusta og minni kostnaður þegar kemur að opinbera kerfinu, og á sama tíma getur fólk sem að hefur áhuga keypt sér betri þjónustu hjá einkaaðlium.
Sé ekki ókostina við þetta. Ekki nema þá að "minni jöfnuður" sé ókostur, þar sem að fólk myndi væntanlega ekki hafa réttinn til þess að vera allt saman "jafn dautt" í sama fúla kerfinu...
Skoðun?
Augljóslega á opinber heilsugæsla enn að vera til staðar, en þeir sem að hafa penning eiga að geta keypt sér betri þjónustu.
Ef að einkarekið heilbrigðiskerfi væri til samhliða því opinbera þá myndi fólksfjöldinn væntanlega dreifast yfir á bæði kerfinn í staðinn fyrir að allir væru bara að nota opinbera kerfið, og það myndi væntanlega þýða að minna álag væri á opinbera kerfinu. Minna álag myndi væntanlega þýða bæði betri þjónusta fyrir fólkið og minni kostnaður fyrir ríkið.
Semsagt: Betri þjónusta og minni kostnaður þegar kemur að opinbera kerfinu, og á sama tíma getur fólk sem að hefur áhuga keypt sér betri þjónustu hjá einkaaðlium.
Sé ekki ókostina við þetta. Ekki nema þá að "minni jöfnuður" sé ókostur, þar sem að fólk myndi væntanlega ekki hafa réttinn til þess að vera allt saman "jafn dautt" í sama fúla kerfinu...
Skoðun?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Skoðun: Ég er sammála þér að mestu leyti. Ég hef ekki hugsað þetta gríðarlega mikið en mér finnst sjálfsagt að það sé hægt að kaupa sig inn á fínni spítala með betri stofur og herbergi, meira næði, betri lækna, betri þjónustu o.sv.frv. Þetta heilbrigðiskerfi sem við erum endalaust að stæra okkur af virðist vera að hrynja um sjálft sig ansi hratt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Grunnþjónustan á að vera á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar á meðal heilsugæslan. Punktur! .
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1857
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 217
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
GuðjónR skrifaði:Grunnþjónustan á að vera á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar á meðal heilsugæslan. Punktur! .
Enda var hann ekki að leggja annað til, bara að bæta við möguleiknum. Hann er ekki að tala um að skerða þjónustu, heldur bara leyfa öðrum að reka þjónustu á kostnað sjúklingsins, ekki ríkisins sem myndi minnka álag á heilbrigðiskerfinu. Það eina sem stendur í vegi þess er að heilbrigðisþjónusta er svo dýr að fæstir myndu eiga efni á því að borga fyrir hana úr eigin vasa svo ég sé ekki fyrir mér að svona þjónusta geti staðið undir sér.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 305
- Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
- Reputation: 11
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Nariur skrifaði:Enda var hann ekki að leggja annað til, bara að bæta við möguleiknum. Hann er ekki að tala um að skerða þjónustu, heldur bara leyfa öðrum að reka þjónustu á kostnað sjúklingsins, ekki ríkisins sem myndi minnka álag á heilbrigðiskerfinu. Það eina sem stendur í vegi þess er að heilbrigðisþjónusta er svo dýr að fæstir myndu eiga efni á því að borga fyrir hana úr eigin vasa svo ég sé ekki fyrir mér að svona þjónusta geti staðið undir sér.
Er eitthvað í núverandi lögum sem að bannar að einkaaðili myndi opna heilbrigðisþjónustu?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2783
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 126
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
GuðjónR skrifaði:Grunnþjónustan á að vera á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar á meðal heilsugæslan. Punktur! .
Amen!
Ef að þetta verður einkarekið að hluta til fara náttúrulega allir góðu læknarnir í einkarekna spítalann og fá hærri laun.
Þeir ríku verða heilbrigðari á meðan almúgurinn sem hefur ekki efni á betra situr í súpunni með la la lækna.
Þjóðfélagið á að stefna að því að allir hafa greiðann aðgang að þeirri meðferð sem það þarf!
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Þetta á bara eftir að ýta undir stéttaskiptingu, eins og gerist með einkaskólana og það leiðir til ójafnara þjóðfélags. Um 2% þjóðarinnar telja sig sjálfa nú í efri stétt, 2% í neðri stétt og 96& í millistétt.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Zedro skrifaði:GuðjónR skrifaði:Grunnþjónustan á að vera á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar á meðal heilsugæslan. Punktur! .
Amen!
Ef að þetta verður einkarekið að hluta til fara náttúrulega allir góðu læknarnir í einkarekna spítalann og fá hærri laun.
Þeir ríku verða heilbrigðari á meðan almúgurinn sem hefur ekki efni á betra situr í súpunni með la la lækna.
Þjóðfélagið á að stefna að því að allir hafa greiðann aðgang að þeirri meðferð sem það þarf!
Hvað meinarðu, þetta hefur klárlega ekki gerst með skólakerfið og heilsugæslukerfið í Bretlandi og Bandaríkjunum. Engin stéttaskipting í gangi þar þegar kemur að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþjónustum
/sarcasm
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Ef að þetta verður einkarekið að hluta til fara náttúrulega allir góðu læknarnir í einkarekna spítalann og fá hærri laun.
Í dag fara þeir allir til útlanda í hærri laun.
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
stjani11 skrifaði:Ef að þetta verður einkarekið að hluta til fara náttúrulega allir góðu læknarnir í einkarekna spítalann og fá hærri laun.
Í dag fara þeir allir til útlanda í hærri laun.
hahahaha akúrat.
EDIT: Svona af forvitni, hvað hafa ofangreindir notendur á móti stéttaskiptingu?
Síðast breytt af hakkarin á Lau 18. Maí 2013 00:42, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 305
- Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
- Reputation: 11
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
hakkarin skrifaði:Svona af forvitni, hvað hafa ofangreindir notendur á móti stéttaskiptingu.
Ég hef persónulega ekkert á mót stéttaskiptingu og tel hana vera að því góða svo lengi sem hún er innan skynsamlegra marka.
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Persónulega væri ég til i að sjá apótekin taka við smáhlutum eins og greiningu a eyrnabolgum, streptakokkum, sýkingum af hinu og þessu tagi og annað i þeim dúr til að létta a heilsugæslunum
Kubbur.Digital
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1700
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Afhverju heldurðu því fram að heilbrigðiskerfið sé illa rekið?hakkarin skrifaði:Þá er heilbrigðiskerfið ekki heldur rekið mjög vel.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Zedro skrifaði:GuðjónR skrifaði:Grunnþjónustan á að vera á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar á meðal heilsugæslan. Punktur! .
Amen!
Ef að þetta verður einkarekið að hluta til fara náttúrulega allir góðu læknarnir í einkarekna spítalann og fá hærri laun.
Þeir ríku verða heilbrigðari á meðan almúgurinn sem hefur ekki efni á betra situr í súpunni með la la lækna.
Þjóðfélagið á að stefna að því að allir hafa greiðann aðgang að þeirri meðferð sem það þarf!
Hver er munurinn frá því í dag þegar læknar fá borgað fyrir að vinna á spítölum og eru með einkareknar stofur þar sem þeir framkvæma aðgerðirnar?
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Er ekki bara nóg fyrir þig að vera með þetta á bland.is ?
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=30010085&advtype=52&page=1&advertiseType=0
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=30010085&advtype=52&page=1&advertiseType=0
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
hakkarin skrifaði:Semsagt: Betri þjónusta og minni kostnaður þegar kemur að opinbera kerfinu, og á sama tíma getur fólk sem að hefur áhuga keypt sér betri þjónustu hjá einkaaðlium.
Hvernig minnkar það heildarkostnaðinn fyrir ríkið að niðurgreiða einkarekna heilsugæslu (því að þetta yrði pottþétt þannig). Verður þetta eitthvað öðruvísi en t.d. Hraðbrautar ævintýrið?
Mjög hrokafullt hjá þér. Endilega bentu á hvað er illa rekið við opinbera kerfið og hvar það er svona fúlt.hakkarin skrifaði:Sé ekki ókostina við þetta. Ekki nema þá að "minni jöfnuður" sé ókostur, þar sem að fólk myndi væntanlega ekki hafa réttinn til þess að vera allt saman "jafn dautt" í sama fúla kerfinu...
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
kubbur skrifaði:Persónulega væri ég til i að sjá apótekin taka við smáhlutum eins og greiningu a eyrnabolgum, streptakokkum, sýkingum af hinu og þessu tagi og annað i þeim dúr til að létta a heilsugæslunum
Þarf ekki lækni til þess að framkvæma þessar greiningar?
-
- 1+1=10
- Póstar: 1162
- Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
- Reputation: 408
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Að leyfa einkageiranum að reka þjónustuna við hlið hins opinbera eða ekki.
1. Læknar vara til útlanda núna vegna kjara og vinnuaðstæðna, það er brain drain þegar í gangi; er ekki betra að hafa þá hérna þá á "einkastofunum", ég sé þarna meiri gróða en tap.
2. Alir eiga að hafa aðgang að grunn heilsugæsluþjónustu annars verður bara stéttaskipting; hún er þegar til staðar og þegar ríkið er ófært vegna hælbítings og kommaháttar að reka kerfið saman hversu mikið er dælt í það þá er kominn tími að gera eitthvað nýtt, grunn rekstarfræði.
3. Með einkageirann þarna að keppast við ríkið er yrði til aðhald á ríkið að standa sig, það gengur ekki að ríkir fái allt og almenningur ekkert og hérna færi allt í bál og brand svo að e-h Brasílíu ástand er ekki að fera að gerast. Þetta er WIN/WIN tel ég.
1. Læknar vara til útlanda núna vegna kjara og vinnuaðstæðna, það er brain drain þegar í gangi; er ekki betra að hafa þá hérna þá á "einkastofunum", ég sé þarna meiri gróða en tap.
2. Alir eiga að hafa aðgang að grunn heilsugæsluþjónustu annars verður bara stéttaskipting; hún er þegar til staðar og þegar ríkið er ófært vegna hælbítings og kommaháttar að reka kerfið saman hversu mikið er dælt í það þá er kominn tími að gera eitthvað nýtt, grunn rekstarfræði.
3. Með einkageirann þarna að keppast við ríkið er yrði til aðhald á ríkið að standa sig, það gengur ekki að ríkir fái allt og almenningur ekkert og hérna færi allt í bál og brand svo að e-h Brasílíu ástand er ekki að fera að gerast. Þetta er WIN/WIN tel ég.
--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
Re: Einkarekin heilsugæsla er fín hugmynd
Það er ekkert sem kemur í veg fyrir þetta fyrir utan að það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir þessu án þátttöku ríkisins. Þjónustan væri svo dýr að það mundu afskaplega fáir nýta sér hana.
Hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu á Íslandi þá er hún gríðarlega góð í alþjóðlegum samanburði þrátt fyrir að það hafi þurft að skera niður eftir hrun.
Hakkari, gerðu þér líka grein fyrir því að þetta er rúmlega 300.000 manna markaður og þ.a.l. er nánast náttúruleg einokun á þessum markaði. Það mundi aldrei borga sig að fara út í gígantískan startkostnað á heilbrigðisþjónustu sem síðan fæstir mundu nota sér því að heilbrigðisþjónustan sem nú er í boði er í lang flestum tilfellum algerlega fullnægjandi.
Þú færð örugglega fleiri til að fara í einhverja svona frjálshyggju vs sósíalista rifrildi við þig á blandinu ef það er það sem þú ert að leita að. En þetta er kerfi sem á ekki eftir að sjást á Íslandi á okkar lífstíð.
Hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu á Íslandi þá er hún gríðarlega góð í alþjóðlegum samanburði þrátt fyrir að það hafi þurft að skera niður eftir hrun.
Hakkari, gerðu þér líka grein fyrir því að þetta er rúmlega 300.000 manna markaður og þ.a.l. er nánast náttúruleg einokun á þessum markaði. Það mundi aldrei borga sig að fara út í gígantískan startkostnað á heilbrigðisþjónustu sem síðan fæstir mundu nota sér því að heilbrigðisþjónustan sem nú er í boði er í lang flestum tilfellum algerlega fullnægjandi.
Þú færð örugglega fleiri til að fara í einhverja svona frjálshyggju vs sósíalista rifrildi við þig á blandinu ef það er það sem þú ert að leita að. En þetta er kerfi sem á ekki eftir að sjást á Íslandi á okkar lífstíð.