Hversu oft eru menn að formatta


Höfundur
littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf littli-Jake » Fös 10. Maí 2013 20:36

Nú eru um 8-9 mánuðir síðan ég endurnýjaðu tölvubúnaðinn minn og fékk mér meðal annars SSD disk. Mér hefur undanfarið fundist vélin vera að hegða sér hálf asnalega. Lagg við file spilun og líka við Red Alert 2 spilun ( nostralgífílingur dauðans) og stundum undarlega langan tíma við að færa skjöl yfir á flakkara gegnum usb.
Er samt ekki alveg búinn að útiloka að data diskurinn minn sé vandamálið. Gig WD Black diskur sem er búinn að vera um 95% fullur í frekar langann tíma.

Las líka einhvertíman að það væri ekki æskilegt að vera að formatta SSD diska ítrekað. Er það enþá þannig?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Frosinn
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Mið 13. Jan 2010 19:33
Reputation: 1
Staðsetning: Eyrarbakki
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Frosinn » Fös 10. Maí 2013 21:04

Vorhreingerning og jólahreingerning fela í sér algert format á kerfisdisk og þá uppsetningu stýrikerfis, nýjustu rekla og forrita. Manni líður alltaf eitthvað betur á eftir.


CASE: CoolerMaster HAF 922 | PSU: Zalman ZM-1000HP | MOBO: Asus P9X79 Deluxe | CPU: Intel 3930K@3.2GHz | SINK: Stock | RAM: 64GB (8xCrusial 8GB DDR3 1600MHz) | SSD: 720GB (RunCore 480GB; Mushkin MKNSSDCR120GB; OCZ AGT3-25SAT3-120G) | HDD: 24TB (8xSeagate ST3000DM0013) | GPU: Radeon R9 270 | DISP: 2 x Dell 30" (3008WFP)

Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf vikingbay » Fös 10. Maí 2013 21:18

Frosinn skrifaði:Manni líður alltaf eitthvað betur á eftir.


oh svo satt, en annars geri ég þetta nákvæmlega eins



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Daz » Fös 10. Maí 2013 21:54

Ekkert rosalega oft.
Viðhengi
installdate.JPG
installdate.JPG (10.35 KiB) Skoðað 2971 sinnum



Skjámynd

Output
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Lau 16. Apr 2011 15:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Output » Fös 10. Maí 2013 21:57

Ég formata svona ~2 á ári.



Skjámynd

tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf tveirmetrar » Fös 10. Maí 2013 22:01

Ég er bara eftir þörfum...
Ef ástin er byrjuð að haga sér eitthvað illa þá er fínt að formata.
Svona 1 á ári að meðaltali held ég bara..


Hardware perri

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 67
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf demaNtur » Fös 10. Maí 2013 22:05

tveirmetrar skrifaði:Ég er bara eftir þörfum...
Ef ástin er byrjuð að haga sér eitthvað illa þá er fínt að formata.
Svona 1 á ári að meðaltali held ég bara..


Sama hér.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Minuz1 » Lau 11. Maí 2013 00:24

19.09.2009 kominn smá tími á þetta


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


gtice
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Fim 23. Feb 2006 10:50
Reputation: 9
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf gtice » Lau 11. Maí 2013 01:10

Það er mjög dæmigerð hegðun að enduruppsetja í stað þess að finna rót vanda eða hafa kerfi í control.

T.d. einn punktur : Ef HDD er í 95% notkun þá er mjög líklegt að diskurinn verði fragmenteraður mjög fljótt. Mæli með MyDefrag og jafnvel taka til á disknum.
Hegðun HDD (ekki SSD) er sú að ef diskurinn er lítið notaður og öll gögnin fremst á disknum að afköst hans mælast hærri í random read/write.
(Td. var áður mikið notað short stroking til að ná auknum afköstum í diskakerfum áður en SSD kom til sögunnar).

Ef menn ganga illa um stýrikerfin þá auðvitað getur verið fljótlegra að setja upp aftur, en menn læra lítið á því, hvorki í umgengni né að leita að rót vandans og svo laga hann, því þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að sama saga endurtaki sig á skömmum tíma.

Mín 2 cent sem ég vona að einhverjir (einhverjar?) geti lært af.



Skjámynd

tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf tveirmetrar » Lau 11. Maí 2013 01:16

gtice skrifaði:Það er mjög dæmigerð hegðun að enduruppsetja í stað þess að finna rót vanda eða hafa kerfi í control.

T.d. einn punktur : Ef HDD er í 95% notkun þá er mjög líklegt að diskurinn verði fragmenteraður mjög fljótt. Mæli með MyDefrag og jafnvel taka til á disknum.
Hegðun HDD (ekki SSD) er sú að ef diskurinn er lítið notaður og öll gögnin fremst á disknum að afköst hans mælast hærri í random read/write.
(Td. var áður mikið notað short stroking til að ná auknum afköstum í diskakerfum áður en SSD kom til sögunnar).

Ef menn ganga illa um stýrikerfin þá auðvitað getur verið fljótlegra að setja upp aftur, en menn læra lítið á því, hvorki í umgengni né að leita að rót vandans og svo laga hann, því þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að sama saga endurtaki sig á skömmum tíma.

Mín 2 cent sem ég vona að einhverjir (einhverjar?) geti lært af.


Vissi að það kæmi einn svona...
Þýðir ekkert að vera formatta alltaf hreint afþví þú getur ekki haldið græjunni almennilega við og eytt klukkutímum saman í að finna rót allra vandamála í tölvunni hjá þér...

Mynd

:guy


Hardware perri

Skjámynd

Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Blues- » Lau 11. Maí 2013 01:38

Haha defragmentation .. hvað er það ?
Einn af mörkum perks að nota linux ..

Non believers & haters > http://www.howtogeek.com/115229/htg-exp ... agmenting/



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Daz » Lau 11. Maí 2013 08:56

tveirmetrar skrifaði:
gtice skrifaði:Það er mjög dæmigerð hegðun að enduruppsetja í stað þess að finna rót vanda eða hafa kerfi í control.

T.d. einn punktur : Ef HDD er í 95% notkun þá er mjög líklegt að diskurinn verði fragmenteraður mjög fljótt. Mæli með MyDefrag og jafnvel taka til á disknum.
Hegðun HDD (ekki SSD) er sú að ef diskurinn er lítið notaður og öll gögnin fremst á disknum að afköst hans mælast hærri í random read/write.
(Td. var áður mikið notað short stroking til að ná auknum afköstum í diskakerfum áður en SSD kom til sögunnar).

Ef menn ganga illa um stýrikerfin þá auðvitað getur verið fljótlegra að setja upp aftur, en menn læra lítið á því, hvorki í umgengni né að leita að rót vandans og svo laga hann, því þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að sama saga endurtaki sig á skömmum tíma.

Mín 2 cent sem ég vona að einhverjir (einhverjar?) geti lært af.


Vissi að það kæmi einn svona...
Þýðir ekkert að vera formatta alltaf hreint afþví þú getur ekki haldið græjunni almennilega við og eytt klukkutímum saman í að finna rót allra vandamála í tölvunni hjá þér...


Spurning hvort fólk vill eyða tíma sínum í að reinstalla stýrikerfi, driverum og forritum, sem og viðhalda öllum profile gögnum osfrv. Eða googla "einkennin" og reyna að lagfæra. Það er í það minnsta engin ástæða til þess að reinstalla Windows 7 reglulega.
WinXp installið mitt náði því örugglega að verða eldra en 5 ára.



Skjámynd

Haffi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Lau 18. Okt 2003 12:31
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Haffi » Lau 11. Maí 2013 09:59

Ég formatta ekki nema ég sé að skipta um stýrikerfi eða nýr harður diskur sé inn í myndinni.
Virðist ekki lenda í því að tölvan byrji með einhver leiðindi eða uppreisn :baby


Ryzen 7 5800x3D - ASRock X570 Steel Legend - 32gb G.Skill Trident Z @ 3600mhz/Cl14 - PowerColor Radeon RX 7900XTX Red Devil 24GB /- Be quiet! Straight Power 11 Platinum 1000W - Phanteks Eclipse P400S


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Garri » Lau 11. Maí 2013 10:21

Hef aldrei í rúmlega 20 ára sögu minni með tölvum þurft að forma og setja upp stýrikerfið aftur á eigin vél/vélum. Flutti inn og seldi tölvur, er með einhver hundruð viðskiptavina og man varla eftir því að hafa notað slíkt úrræði.

Fannst SSD diskurinn í aðalvélinni vera orðinn hægari en fyrir rúmu ári. Gúglaði smá og datt þá niður á ráð varðandi Trim, það er, slökkva á sleep, loka öllum forritum, logga sig út og láta vélin standa í einhvern tíma þannig. Þá hefur Trim tíma til að hreinsa upp ruslið og endurnýta blokkir.

Annað atriði varðandi SSD er að fylla þá ekki. Þessi diskur er í dag um 80% fullur og ég mun fara fljótt í að hreinsa út gömlum temp fælum og öðru drasli.. safnast yfir langan tíma hjá manni.
Síðast breytt af Garri á Lau 11. Maí 2013 11:05, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf kizi86 » Lau 11. Maí 2013 11:02

síðustu ár hef ég bara einu sinni formattað, og það var þegar ég keypti mér SSD, og svo bara ef ég lendi í einhverjum vandræðum með kerfið, þá eyði ég tíma í að googla og lesa mér til um hvernig eigi að laga hlutinn..

var líka með gamla hp tölvu, var með sama linux installið á henni í yfir 5 ár, aldrei formattað, aldrei rebootað, var í fullri keyrslu í 5 ár straight (þá með ups tengt við hana) án þess að slökkva á henni, og kerfið varð bara hraðara og hraðara með árunum, þar sem ég lærði alltaf meira og meira inn á linux og hvernig best væri að tweaka það..



mér finnst þettta með að formatta bara útaf tölva er orðin smá hæg, bara rugl og vitleysa, oftar en ekki er það bara vegna þess að það er minna en 10% eftir af plássi á kerfisHDD-inum, og eina sem maður þarf að gera er að hreinsa smá útaf honum, og kerfið er orðið jafn snappy og það var áður..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Gislinn » Lau 11. Maí 2013 11:16

Blues- skrifaði:Haha defragmentation .. hvað er það ?
Einn af mörkum perks að nota linux ..

Non believers & haters > http://www.howtogeek.com/115229/htg-exp ... agmenting/


Ætlaði einmitt að fara að segja þetta. Defragmenting pff :lol:

Annars þá formatta ég eingöngu þegar ég skipti milli linux distro-a.


common sense is not so common.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf urban » Lau 11. Maí 2013 11:36

Gislinn skrifaði:
Blues- skrifaði:Haha defragmentation .. hvað er það ?
Einn af mörkum perks að nota linux ..

Non believers & haters > http://www.howtogeek.com/115229/htg-exp ... agmenting/


Ætlaði einmitt að fara að segja þetta. Defragmenting pff :lol:

Annars þá formatta ég eingöngu þegar ég skipti milli linux distro-a.



Til hamingju strákar, þið defragmentið ekki.
í fyrsta lagi er ekki einsog það sé eitthvað svakalegt vandamál að henda því í gang.
í öðru lagi þá geri ég það ekki heldur og er með win7 hef bara aldrei séð tilganginn í því.

annars formata ég helst ekki nema að ég sé að skipta um stýrikerfisdisk
á þó image af setupinu hjá mér einsog ég vill hafa það eftir format, bara nota það aldrei, þar sem að ég hugsa ekki um tölvuna mína einsog ruslahaug (skrifborðið er til þess :D )


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf bAZik » Lau 11. Maí 2013 17:10

Hef ekkert nennt í að standa í því eftir að ég fékk mér SSD. Þó svo að vélin sé enn með Core2Duo þá er hún enn mjög snappy. Næsta format er þegar ég uppfæri vélina með Haswell og stærri SSD.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf axyne » Lau 11. Maí 2013 19:21

Færi ekki að format núna nema ég skipti yfir í SSD.
Viðhengi
installDate.jpg
installDate.jpg (4.87 KiB) Skoðað 2525 sinnum


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf urban » Lau 11. Maí 2013 22:05

en já hjá mér er það, 2.1.2012 20:06:54
semsagt þegar að ég setti þennan SSD í vélina hjá mér

Man það einmitt að síðasta install þar á undan var í maí 2009, þar sem að ég notaði orlofið það ár þar á meðal í það að kaupa mér nýja vél


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3079
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf beatmaster » Lau 11. Maí 2013 22:28

Á meðan að ég keyrði XP þá á 3 mánaða fresti en eftir að ég svissaði í Windows 7 þá aldrei, ég hef meira að segja stundum fært install á milli véla án vandræða bæði með því að uninstall-a fyrst helstu móðurborðs og örgjörva reklum og líka bara með því að svissa diskum beint á milli véla án vandræða, Windows 7 er bara svo gott stýrikerfi.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Heliowin » Mið 15. Maí 2013 23:14

Formata að jafnaði sjaldnar en á hálfs árs fresti og helst ekki nema einu sinni á ári.
Geri frekar system recovery frá backup með forritum og driverum á um það bil nokkurra mánaða fresti.



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Haxdal » Mið 15. Maí 2013 23:50

Bara eftir þörfum, fer eftir hvað ég er að nota tölvuna í. Hef þurft að gera það mun sjaldnar eftir að ég fór í Win7 og núna í Win8. Síðast þegar ég gerði það var það ekki beint af því að stýrikerfið var að láta illa heldur af því að ég partitionaði diskinn minn svo asnalega að ég bara varð að laga það.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Reputation: 1
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf Talmir » Fim 16. Maí 2013 12:53

Eins sjaldan og ég kemst upp með það. Bara þegar ég er að upgrade eitthvað sérstakt. Það tekur svo fjandi mikinn tíma að koma öllum forritunum sem ég nota upp :P



Skjámynd

motard2
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 21. Feb 2008 19:08
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft eru menn að formatta

Pósturaf motard2 » Fim 16. Maí 2013 14:36

Talmir skrifaði:Eins sjaldan og ég kemst upp með það. Bara þegar ég er að upgrade eitthvað sérstakt. Það tekur svo fjandi mikinn tíma að koma öllum forritunum sem ég nota upp :P


+1

win7 er líka með snildar backup system sem tekkur mynd af systeminu tekur innan við klst að henda því inn ef eitthvað kemur fyrir (eins og ef overclk corruptar eða þannig)


Fractal Define S, Asus X99-S, Xeon 1660 V3 @4.4ghz, 128gb ecc Rdimm @2666 cl13, AORUS 3080 XTREME WATERFORCE WB, Corsair RM1000x, Samsung NVME SSD 950 pro 512Gb +500Gb og 1tb sata ssd