Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?

Allt utan efnis

Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?

Pósturaf AntiTrust » Sun 05. Maí 2013 16:53

Sælir.

Veit e-r hér hvaða tollflokk diskalausir mediaspilarar flokkast undir? Þá á ég við tæki eins og Apple TV, Roku, Vizio, Logitech Revue og flr.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?

Pósturaf chaplin » Sun 05. Maí 2013 16:57

Hugsa að þetta sé flokkað sem tölvur, en auðvita þar sem það er HDMI tengi á þessum tækjum gæti tollurinn komið með e-h stórkostlega vitlaus rök fyrir að þetta sé sjónvarp.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Sun 05. Maí 2013 17:22

http://www.tollur.is/reiknivel

Ferð í hljóð og myndflutningstæki og svo veluru Hljóðflutningstæki,myndflutningstæki.

Til dæmis: myndbandsupptökutæki, myndafspilunartæki, hljóðupptökutæki, hljóðafspilunartæki, margmiðlunarspilarar, sjónvarpsflakkarar.

Sjá einnig sjónvarpsflakkara og tónlistarspilara undir flokknum tölvur og tölvubúnaður í reiknivélinni.




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?

Pósturaf AntiTrust » Sun 05. Maí 2013 17:29

Ah, ég sá ekki útlistanirnar áðan, takk fyrir þetta.

Sumsé rúmur 28þúsund fyrir 99USD tæki með flutningi. Ekki einu sinni fyndið.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1576
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?

Pósturaf audiophile » Sun 05. Maí 2013 18:27

Jamm, það kostar að flytja þetta dót inn. Ég er alveg hættur að nenna að kaupa að utan og fórna ábyrgð fyrir einhverjar nokkrar krónur. Þetta var allt annað 2007.


Have spacesuit. Will travel.


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?

Pósturaf coldcut » Mán 06. Maí 2013 11:11

audiophile skrifaði:Þetta var allt annað 2007.


Það var allt allt annað árið 2007 ;)

AntiTrust: Ertu að spá í að kaupa þér Roku 3? Var nefnilega að skoða þetta um daginn og þeir senda ekki til Íslands (skv. customer support). Svo finnst mér e-ð óþægilegt við það að vera ekki með "íslenska" rafmagnskló á straumbreytinum (þoli ekki þessi stóru breytistykki!!!).

En ef einhverjir ætla að fara að panta þá er ég til í hóppöntun á Roku 3!



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?

Pósturaf tlord » Mán 06. Maí 2013 11:32

það er eitthvað verið að tala um að laga til í þessari innflutingsgjaldakakófóníu, en það er líka gamalt spjall

(hint: hættið að rukka vörugjöld)



það er líka þingnefnd einhverstaðar að reyna að finna út hvernig mætti gera póstverslun frá útlöndum
þægilegri, sú nefnd mun væntanlega skila af sér eftir 3-5 ár!

(hint: hættið að rukka ef verð er undir 5Þ, búið til vefgátt þar sem fólk getur gert einfalda tollskýrslu,
núna þarf sá sem ætlar að gera skýrslu sjálfur að aka um með pappírsskýrslur og bíða í nokkra daga)