Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7500
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Pósturaf rapport » Mið 24. Apr 2013 18:17

Sælir

Það er fátt sem pirrar mig meira og að sjá P4 tölvur með 512Mb minni auglýstar sem "Góð heimilistölva"... runnar Facebook...

Mér finnst einsog ég egi að kommenta og vara fólk við að 10þ. kallinn er sóun á pening enda viðkomandi tölva að nálgast 10ára afmælið sitt.


En út frá því þá fór maður að pæla.


Hvað væri algjört lágmark fyrir heimilistölvu í dag, hvaða stýrikerfi, hvaða spekkar, hvaða skjár o.s.frv.

Hvað er lágmarks vinnuvél fyrir skrifsatofuvinnu og hvaða setup mundu þið mæla með.

Hvað er lágmarks leikjavél í dag, hvaða viðmið þarf sú tölva að standast?

Og svo má fara í betri týpur m.v. eðli starfa ef löngun er.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2535
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Pósturaf Moldvarpan » Mið 24. Apr 2013 18:19

Mér finnst það vera í dag, tvíkjarna örgjörvi, 2gb minni og onboard skjákort.



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Pósturaf beggi90 » Mið 24. Apr 2013 18:22

Einu kröfurnar sem heimilstölva þarf að standast að mínu mati er að horfa á youtube í 360p hnökralaust.
En það er jafnvell "overkill" fyrir suma.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Pósturaf AntiTrust » Mið 24. Apr 2013 18:53

beggi90 skrifaði:Einu kröfurnar sem heimilstölva þarf að standast að mínu mati er að horfa á youtube í 360p hnökralaust.
En það er jafnvell "overkill" fyrir suma.


360p? Hugsa að PIII ráði nú við það.

Ég set svipaða standarda við heimilis og skrifstofuvél, yfirleitt svipuð vinnsla, þ.e. Office, netnotkun, létt leikjaspilun heima fyrir og CRM vinnsla skrifstofumegin.

Ég myndi segja hljóðlát, small form factor, DualCore 2Ghz og yfir, 4GB RAM, HD4000 eða sambærilegt, 3-500GB HDD væri lágmark ef ég væri að versla fyrir utanaðkomandi aðila í dag. 19-22" 4:3 eða 16:10, 4:3 skjár þá frekar á skrifstofuna. Ergonomic lyklaborð, skiiil ekki afhverju þau eru ekki algengari í fyrirtækum.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Pósturaf upg8 » Mið 24. Apr 2013 20:07

Þróunin síðustu ár hefur verið að breytast og það má sjá greinilega ef horft er á þróunina á Windows. Neytendur hafa verið að heimta ofur ódýrar tölvur sem eyða litlu rafmagni.

Windows 7 er léttara en Windows Vista, Windows 8 er léttara en Windows 7, Windows 8.1 verður léttara en Windows 8...


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Pósturaf Haxdal » Mið 24. Apr 2013 21:15

Stutt síðan ég var að skipta vélinni hennar mömmu út, hún var með P4 dollu með 1GB ram sem rétt svo virkaði og var að gera hana gráhærða, ég lét hana fá gömlu borðvélina mína sem var core2duo, 2Gb ram og svo keypti ég ódýrt skjákort í hana sem ég man ekki hvað var .. Radeon 5450 eða eitthvað. So far þá er hún ánægð með vélina svo ég segji að 2ja kjarna vél með 2gig ram og cheapo skjákorti sé lágmarkið :)


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3076
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 43
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Pósturaf beatmaster » Mið 24. Apr 2013 21:24

2.8 GHz+ Pentium 4 með 1 GB í minni er ásættanlegt til að keyra office og browser að mínu mati (ég sagði ásættanlegt ekki gott)

Ég skipti í janúar út XBMC vélinni minni sem að var með 3770K, GTX 460, 8GB DDR3-1600, 128 GB SSD og 2TB HDD og leysti hana af hólmi til bráðabirgða með gamallri HP vél með 2.8GHz Pentium D, 2GB DDR-2, innbyggð Intel GMA945 skjástýring og setti stýrikerfið upp á 2TB diskinn og ég finn engan mun, er ekkert að fara að skipta henni út á næstunni fyrr en að græjuþörfin kikkar inn :megasmile


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7500
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Lágmarkskröfur - Heimilistölvur/Vinnuvélar

Pósturaf rapport » Mið 24. Apr 2013 22:03

Mín skoðun á lágmarks heimilisvél sé Dual Core2,0Ghz/2Gb/500Gb og 19"skjár og kort sem keyrir 1280x1024 án vandræða t.d. Video eða einfaldan leik eins og TrackMania Nations.

Ef þetta væri skrifstofuvél þá mundi ég gera kröfu um 64bita CPU og stýrikerfi, 4Gb minni, 80GB HDD + SAN/NAS og AD, skjákort sem ræður við tvo skjái í 1600x1200 án vandræða, þoli ekki ef það höktir að draga glugga milli skjáa.