Netserver lítið fyrirtæki - hvaða leið skal fara ?

Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Netserver lítið fyrirtæki - hvaða leið skal fara ?

Pósturaf snaeji » Fös 05. Apr 2013 23:43

Sælir vaktarar það væri vel þegið ef þið gætuð ráðlagt mér aðeins.

Ég þarf að setja upp server þar sem hægt væri að vinna bókhaldsgögn erlendis frá.
Einnig eitthvað backup kerfi þannig að vikulega séu öll gögn afrituð ef eitthvað skildi klikka.

Viðkvæmu skjölun eru að vísu kóðuð en hversu alvarlega þarf maður að huga að öryggisatriðum í þessu ?
Er utanáliggjandi WD hýsing með backup möguleikum nógu áreiðanleg ?
Hvaða leið mynduð þið fara í þessu... Ftp server er þægilega einföld leið en hverju mælið þið með ?

Kveðja, Snæbjörn




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Netserver lítið fyrirtæki - hvaða leið skal fara ?

Pósturaf AntiTrust » Fös 05. Apr 2013 23:48

En að leigja bara litla VPS vél sem hýsir gögnin/gagnagrunninn og notast við dulkóðað VPN til að vinna með gögn? Kæmist örugglega upp með low-specced vél, svo kostnaðurinn þyrft ekki að vera hár.

Hvernig fúnkerar þetta bókhaldskerfi annars? Tengist það beint við SQL eða geturu látið það vinna gögn af möppuðu network drifi, já eða FTP?



Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Netserver lítið fyrirtæki - hvaða leið skal fara ?

Pósturaf snaeji » Fös 05. Apr 2013 23:54

Já ég þyrfti að kynna mér VPS.

Held þetta sé kerfi frá dk hugbúnaði er ekki viss hvernig það virkar en held það sé hægt að vinna með þetta mappað



Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Netserver lítið fyrirtæki - hvaða leið skal fara ?

Pósturaf snaeji » Fös 05. Apr 2013 23:59

Ætli það sé eitthvað vit í því að nýta sér bara þessa Vistun þjónustu sem dk hugb. er að bjóða uppá ?

http://www.dk.is/vistun/kerfisleiga.aspx




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Netserver lítið fyrirtæki - hvaða leið skal fara ?

Pósturaf AntiTrust » Lau 06. Apr 2013 00:12

snaeji skrifaði:Ætli það sé eitthvað vit í því að nýta sér bara þessa Vistun þjónustu sem dk hugb. er að bjóða uppá ?

http://www.dk.is/vistun/kerfisleiga.aspx


Lang, lang sniðugast - En þetta kostar töluvert, ég bara man ekki nákvæmlega tölurnar.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Netserver lítið fyrirtæki - hvaða leið skal fara ?

Pósturaf depill » Mán 15. Apr 2013 12:06

AntiTrust skrifaði:
snaeji skrifaði:Ætli það sé eitthvað vit í því að nýta sér bara þessa Vistun þjónustu sem dk hugb. er að bjóða uppá ?

http://www.dk.is/vistun/kerfisleiga.aspx


Lang, lang sniðugast - En þetta kostar töluvert, ég bara man ekki nákvæmlega tölurnar.


Gamall þráður, en samt stundum les maður þræði eftir á. En mér finnst þetta vera eina vitið. Ég sé um "tölvukerfið" og hjálpa með bókhaldið fyrir foreldra mína og þetta bara veit mér töluverða ró ásamt því að ég þarf ekki að vera berjast um remote desktop á tölvunni hjá pabba til að geta unnið í DK. Notandinn er að kosta rétt um 4.300 kr stykkið ( p. user ) ( bara fyrir DK, meira ef þú vilt að þeir hýsi officeið, tölvupóstnn o.s.frv líka )

Fyrir ekki stór fyrirtæki ( og jafnvel stór fyrirtæki ) getur þetta bara munað töluverðu að vera með þetta "hosted". Áður en ég fór með þetta í hosted, þurfti þetta að keyra á vél, hún þurfti að vera afrituð, prófa afritið reglulega og svo voru þau að lenda í unexpected slitum á ferðavélunum við Pervasive grunninn sem þýddi að það þurfti að fara í grunninn sjálfan og manually aftengja notendur sem er bara auka hausverkur. Síðan 2002 þegar þau byrjuðu að nota DK hefur svo "serverinn" ( bara ein vél ) hrunið tvisvar, í eitt skiptið var það ekkert mál bara restore úr afritunarþjónustunni og ég hitt skipitið hafði backupið corruptast líka ( nýjasta, sem þýðir að ég átti afrit frá deginum á undan sem var í lagi ) og það var ekki skemmtilegt að vesenast í að laga gagnagrunninn eftir það.

Allavega ég ákvað það að þetta væri bara hreinlega ekki worth it + að það koma fullt af kostum við að fara í dkVistun ( aðgengi af vefþjónustu o.s.frv, sem geta furðulega mikið og leyfir manni að gera skemmtilega hluti eins og að gera DK sem mobile/tablet, CRM kerfi tengd oní og ja bara fullt af goodies ) og ég gæti ekki verið ánægðri með þetta. Þeir sjá um allar uppfærslur, það er hægt að nota þetta hvar sem maður er staðsettur í heiminum ( sem hefur oft reynst gott fyrir mig til að hjálpa þeim ) og þetta er OS independant ( vegna þess að þetta er RDP ) og svo er þjónustan mjög góð í kringum þetta.