Tengja Tv við ljósleiðara.


Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Tengja Tv við ljósleiðara.

Pósturaf IL2 » Sun 14. Apr 2013 12:04

Smápæling hérna hjá mér. Hvor er betra að tengja sjónvarp beint í ljósleiðarabox eða ljósleiðabox/router/Tv?

Önnur pæling. Get ég verið bara eina eina lan snúru að sjónvarpinu og sviss þar sem tengist í afruglaran og sjónvarpsflakkara?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Tengja Tv við ljósleiðara.

Pósturaf AntiTrust » Sun 14. Apr 2013 12:10

Sú snúra sem tengist í TV port hjá þér er á sér VLANi og ber því bara IPTV straum. Þ.e. þú getur ekki tengt snúru úr TV porti yfir í sviss og nettengt tæki á þeim sviss.




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tengja Tv við ljósleiðara.

Pósturaf einarth » Sun 14. Apr 2013 13:37

Sér snúru fyrir afruglara og sér snúru fyrir flakkara,tv,annað internet tengt dót...

Held að öll sjónvörp virki fínt bakvið router og því líklega best að tengja það þannig - annars er það opið útá internetið með engan eldvegg fyrir framan sig.

Kv, Einar.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Tengja Tv við ljósleiðara.

Pósturaf kizi86 » Sun 14. Apr 2013 15:09

líka hægt að splitta cat5 snúru í tvær, http://www.cabling-design.com/images/split_cable.gif


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Tengja Tv við ljósleiðara.

Pósturaf IL2 » Sun 14. Apr 2013 18:18

AntiTrust Ertu þá að meina TV portið á ljósleiðaraboxinu?

einarth Ég kem bara einni snúru að TV. Skiptir það máli hvort sjónvarpið/afruglarinn sé með eldvegg?


Í sjálfu sér skiptir þetta engu máli. Það er ekkert mál að setja efni inn á flakarann með USB þegar á þarf að halda.