Fyrir um tveimur vikum síðan þá byrjaði ég að setja saman gadget fyrir íslenskar útvarpsstöðvar og fyrir um viku síðan eða svo þá var það að mestu tilbúið. Ætlaði nú að vinna eitthvað aðeins meira í þessu áður en ég myndi setja það online en svo rakst ég á annan þráð hér í gær þar sem annar snillingur hefur fengið sömu hugmynd og sett saman forrit fyrir allar íslensku stöðvarnar svo ég ákvað að skella þessari fyrstu útgáfu minni á netið
Ég verð að viðurkenna það að ólíkt hinu forritinu þá er ég eins og er bara með þær útvarpsstöðvar sem eru inná vefútvarpsvefnum á visir.is en hins vegar þá birtir þetta litla gadget þær lagaupplýsingar sem fylgja með þar og maður getur á einfaldan hátt séð hvað er verið að spila á hinum rásunum án þess að skipta um stöð.
Takkarnir neðst frá 1 uppí 5 eru til að skipta um rás, þegar farið er yfir þá með músinni er hægt að sjá hvað er í gangi á hinum stöðvunum. Ef smellt er á kringlótta takkann lengst til hægri þá fer hljóðið af (mute) en til að setja það aftur á er smellt aftur á takkann. Með því að halda inni Shift takkanum og smella á sama takka er slökkt alveg á útvarpinu þar til það er smellt næst á einhverja stöð með tökkunum neðst. Til að hækka hljóðið er svo smellt á kringlótta takkann lengst til vinstri og með því að halda inni Shift takkanum og smella á sama takka er hljóðið lækkað.
Það er hægt að nálgast fyrstu útgáfuna af þessu góða tóli hér
Sidebar Gadget Útvarp
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Sidebar Gadget Útvarp
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2783
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 126
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sidebar Gadget Útvarp
Eðal hugmynd, fer beinustu leið í side bar'inn EF þú hefur spilarann aðeins nútímalegri
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Sidebar Gadget Útvarp
Já, ég setti þetta upphaflega saman í flýti. Er nú ekkert svakalega flinkur í Photoshop en ætla að reyna að setja eitthvað betra útlit saman fyrir næstu útgáfu Ef einhver vill hjálpa með það þá er það alveg velkomið
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 396
- Skráði sig: Mið 01. Ágú 2012 12:28
- Reputation: 3
- Staðsetning: Mosfellsbær
- Staða: Ótengdur
Re: Sidebar Gadget Útvarp
Er það bara ég sem fæ ekki hljóð úr þessu..... koma upp stöðvarnar ef ég fer með músina yfir takkana, en ekkert hljóð og ekki hægt að spila neina....
Intel® Core™ i5-9400F - RTX™ 2060 6GB - 16GB DDR 4 2666 Mhz ( Dual channel) - 500GB Samsung SSD M.2 Nvme
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Sidebar Gadget Útvarp
Hvað gerist ef þú smellir á einhverja af stöðvunum? Helst þá logo-ið og lagaupplýsingarnar inni þegar þú ferð með músina frá tökkunum? Ef það helst þá geturu prófað að smella á kringlótta takkann hægra meginn, hann er til að hækka og lækka, ef þú ferð með músina yfir þann takka kemur líka fram á hvað volume er stillt á. Virka útvarpsstöðvarnar ef þú opnar http://vefutvarp.visir.is?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]