Sælir vaktarar.
Ég vinn að hluta til við að skrifa fréttir, greinar og viðburðalýsingar ofl fyrir fyrirtæki sem leigir út húsbíla. Þetta eru almennt frekar stuttar og einfaldar greinar þar sem áherslan er lögð á að laða að kúnna og almennt reyna að gera fréttaefnið áhugavert.
Þegar ég er að skrifa þessar greinar þarf ég oft upplýsingar frá öðrum síðum, segjum t.d. ef ég tæki golfferðir á íslandi og skrifa um þann skemmtilega möguleika að ferðast um landið á húsbíl og spila á mismunandi golfvöllum, möguleikann á næturgolfi, að geta spilað umkringdur hrauni osfrv.
Nú er spurningin hversu langt má ég ganga í "copy, paste" þegar ég er að skrifa greinarnar. Oft eru þetta mjög vandaðir textar á síðunum og því fullnýtanlegir sem t.d. ein málsgrein innan fréttar.
Þekkir einhver t.d. hvað íslensk lög hafa um þetta að segja?
Ef einhver þekkir þetta, endilega fræðið mig sem best þið getið
Höfundaréttur á fréttaefni og viðburðarlýsingum
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 651
- Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
- Reputation: 19
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundaréttur á fréttaefni og viðburðarlýsingum
Af hverju vitnarðu ekki bara í vefinn eða höfundinn?
Þessi golfvöllur er voða fínn bla bla bla og á vefsíðu golfvöllur.is segir
Þú gætir líka notað óbeina tilvitnun líklegast, en á meðan að þú ert ekki að gera texta annara að þínum eigin þá ertu líklegast nokkuð öruggur.
Þessi golfvöllur er voða fínn bla bla bla og á vefsíðu golfvöllur.is segir
Golf-Golfvöllurinn er voða fínn og þarna er hraun og tjörn og happy hour á barnum milli 5 og 7
Þú gætir líka notað óbeina tilvitnun líklegast, en á meðan að þú ert ekki að gera texta annara að þínum eigin þá ertu líklegast nokkuð öruggur.
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundaréttur á fréttaefni og viðburðarlýsingum
Umorða bara slatta, og vitna í heimild neðst.
Koma með beina tilvitnun ef það er flott setning eins og kom fram hér að ofan
Koma með beina tilvitnun ef það er flott setning eins og kom fram hér að ofan
Re: Höfundaréttur á fréttaefni og viðburðarlýsingum
Þekki ekki lögin hérna heima alveg nákvæmlega en þau geta ekki verið mjög frábrugðin þeim sem þekkjast annarstaðar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Fair_use
http://en.wikipedia.org/wiki/Fair_use
Re: Höfundaréttur á fréttaefni og viðburðarlýsingum
ætti að vera í lagi ef þú ert að hjápa þeim að fá viðskipti að nota 2 - 3 setningar
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundaréttur á fréttaefni og viðburðarlýsingum
Getur líka örugglega sent þeim email og fengið leyfi til að nota textann. Þeir eru örugglega ánægðir að þú sért að gefa þeim auglýsingu í textanum þínum
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundaréttur á fréttaefni og viðburðarlýsingum
Plushy skrifaði:Umorða bara slatta, og vitna í heimild neðst.
Undarleg hugmynd að umorða þeirra texta þegar að hann er skv. þráðarhöfundi mun betri en þráðarhöfundur gæti skrifað hann.
Modus ponens
-
- has spoken...
- Póstar: 188
- Skráði sig: Mið 13. Jan 2010 19:33
- Reputation: 1
- Staðsetning: Eyrarbakki
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundaréttur á fréttaefni og viðburðarlýsingum
Sem 3ja árs nemi í lögfræði mæli ég með að þú sendir þeim sem á textann einfalda beiðni um að fá að birta texta frá þeim og geta heimildar með tilvísun (ens. link). Flestir taka slíku mjög vel, enda eykur það umferð á þeirra síðu, sérstaklega ef þú birtir bara hluta textans, og fólk þannig smelli á linkinn til að lesa meira. Einhverjir væru jafnvel líklegir til að bjóða þér RSS feed, sem sparar þér VERULEGAN tíma.
CASE: CoolerMaster HAF 922 | PSU: Zalman ZM-1000HP | MOBO: Asus P9X79 Deluxe | CPU: Intel 3930K@3.2GHz | SINK: Stock | RAM: 64GB (8xCrusial 8GB DDR3 1600MHz) | SSD: 720GB (RunCore 480GB; Mushkin MKNSSDCR120GB; OCZ AGT3-25SAT3-120G) | HDD: 24TB (8xSeagate ST3000DM0013) | GPU: Radeon R9 270 | DISP: 2 x Dell 30" (3008WFP)