Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Allt utan efnis

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf capteinninn » Mán 08. Apr 2013 11:46

http://www.visir.is/facebook-rukkar-fyr ... 3130409332

Sá þetta og fór að hugsa að þetta væri fullseint aprílgabb.

Ég held að þetta séu mikil mistök og jafnvel upphafið að endinum hjá þeim ef þeir fylgja þessu eftir, fólk er orðið vant því að fá að nota þessa samskiptamiðla ókeypis og ég held að ef þeir byrja að rukka (jafnvel fyrir jafn ómikilvægan hlut eins og þetta) þá muni fólk fara að flytja sig eitthvað annað.

Svo skil ég ekki alveg hvernig þeir tala um að facebook sé ekki að fá inn neina peninga, ég hélt að þeir væru að selja þessar upplýsingar sem maður setur þarna inn alveg hægri vinstri, hlýtur nú að vera talsverður gróði í þeim business.

Annars er Facebook líka orðið alveg bloated af like, recommend og öðrum greinum sem fólk er að senda inn, ég nota mitt til dæmis eiginlega bara til að sjá afmælisdaga, nota chattið og skipuleggja hittinga með fólki en nánast ekkert newsfeedið



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf Kristján » Mán 08. Apr 2013 11:49

hvernig væri að lesa alla fréttina áður en það er farið að segja að FB er að fara á hausinn....

"Þessi nýjung á aðeins við um skilaboð sem fólk sendir til þeirra sem ekki eru þegar á vinalista þeirra. Stjórnendur Facebook boðuðu breytinguna á dögunum og er hún nú þegar í prófunum í Bandaríkjunum."

þú getur send skilaboð til vina þinna frítt en ekki þeirra sem eru ekki vinir þínir....
þá friendaru þann sem þú þarft að tala við eða finnur mailið hann á fb og nota gmail....



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf Frantic » Mán 08. Apr 2013 12:06

Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hvernig ég nota facebook.
Therefore I dont care.
Hef ekki ennþá fundið þörf fyrir að senda skilaboð á einhvern sem er ekki vinur minn á facebook.




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf capteinninn » Mán 08. Apr 2013 12:29

Kristján skrifaði:hvernig væri að lesa alla fréttina áður en það er farið að segja að FB er að fara á hausinn....

"Þessi nýjung á aðeins við um skilaboð sem fólk sendir til þeirra sem ekki eru þegar á vinalista þeirra. Stjórnendur Facebook boðuðu breytinguna á dögunum og er hún nú þegar í prófunum í Bandaríkjunum."

þú getur send skilaboð til vina þinna frítt en ekki þeirra sem eru ekki vinir þínir....
þá friendaru þann sem þú þarft að tala við eða finnur mailið hann á fb og nota gmail....



Ég las reyndar alla fréttina.

byrja að rukka (jafnvel fyrir jafn ómikilvægan hlut eins og þetta)


Vissi að þetta ætti bara við um skilaboð til fólks sem er ekki á vinalista en ég hef nokkrum sinnum sent skilaboð þannig til fólks, ég nenni ekki að stækka út vinalistann hjá mér til að senda þessi skilaboð og ég held að það séu algjör mistök hjá Facebook að láta fólk fara út fyrir Facebook til að hafa samskipti sín á milli.

Þetta gæti líka verið fyrsta skrefið í að fara að reyna að græða meira á þessu, þeir breyta þessu og ef enginn segir neitt fara þeir að bæta við rukkunum á aðra hluti.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 08. Apr 2013 13:32

Þetta var bara svo fyrirsjáanlegt, fyrst rukka þeir fyrir "share's" núna fyrir skilaboð ef þú ert ekki með viðkomandi á vinalistanum. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir fara að rukka fyrir a) aðgang að Facebook b) skilaboð á alla c) chattið.




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf capteinninn » Mán 08. Apr 2013 13:34

GuðjónR skrifaði:Þetta var bara svo fyrirsjáanlegt, fyrst rukka þeir fyrir "share's" núna fyrir skilaboð ef þú ert ekki með viðkomandi á vinalistanum. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir fara að rukka fyrir a) aðgang að Facebook b) skilaboð á alla c) chattið.


Held að þeir muni detta út áður en þeir fara að rukka fyrir "basic" hluti eins og venjulega chattið og aðgang að facebook því að ef fólk verður hrætt um að það eigi að fara að borga fyrir það mun það flýja.
Við sjáum það reglulega þegar það koma bullfréttir um að það eigi að fara að rukka fyrir facebook að allt verður brjálað, held að fólk fari bara yfir á næsta social forritið (eða google+ ef það verður ennþá á lífi)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 08. Apr 2013 20:23

hannesstef skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta var bara svo fyrirsjáanlegt, fyrst rukka þeir fyrir "share's" núna fyrir skilaboð ef þú ert ekki með viðkomandi á vinalistanum. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir fara að rukka fyrir a) aðgang að Facebook b) skilaboð á alla c) chattið.


Held að þeir muni detta út áður en þeir fara að rukka fyrir "basic" hluti eins og venjulega chattið og aðgang að facebook því að ef fólk verður hrætt um að það eigi að fara að borga fyrir það mun það flýja.
Við sjáum það reglulega þegar það koma bullfréttir um að það eigi að fara að rukka fyrir facebook að allt verður brjálað, held að fólk fari bara yfir á næsta social forritið (eða google+ ef það verður ennþá á lífi)


Og flýja hvert? myspace?
Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera, þegar þú ert með svona vinsælt fyrirbæri í höndunum og yfir milljarð notenda sem margir hverjir eru háðari síðunni en fíkilinn heróíni þá geta þeir gert það sem þeim sýnist.
Þeir fengju meira út úr 100 milljón greiðandi einstaklingum en 1000 milljónum sem greiða ekkert.

Núna er MSN að loka eða sameina sína þjónustu við Skype, að stórum hluta vegna þess að fólk er hætt að nota MSN út af FB chatti.
Spurning hvað það verður "ókeypis" lengi, M$ borgaði skuggalegar upphæðir fyrir Skype og vilja auðvitað fá arð af fjárfestingunni rétt eins og hluthafar FB.
Og þið sem notið þjónustuna munuð borga.




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf capteinninn » Mán 08. Apr 2013 20:43

GuðjónR skrifaði:
hannesstef skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta var bara svo fyrirsjáanlegt, fyrst rukka þeir fyrir "share's" núna fyrir skilaboð ef þú ert ekki með viðkomandi á vinalistanum. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir fara að rukka fyrir a) aðgang að Facebook b) skilaboð á alla c) chattið.


Held að þeir muni detta út áður en þeir fara að rukka fyrir "basic" hluti eins og venjulega chattið og aðgang að facebook því að ef fólk verður hrætt um að það eigi að fara að borga fyrir það mun það flýja.
Við sjáum það reglulega þegar það koma bullfréttir um að það eigi að fara að rukka fyrir facebook að allt verður brjálað, held að fólk fari bara yfir á næsta social forritið (eða google+ ef það verður ennþá á lífi)


Og flýja hvert? myspace?
Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera, þegar þú ert með svona vinsælt fyrirbæri í höndunum og yfir milljarð notenda sem margir hverjir eru háðari síðunni en fíkilinn heróíni þá geta þeir gert það sem þeim sýnist.
Þeir fengju meira út úr 100 milljón greiðandi einstaklingum en 1000 milljónum sem greiða ekkert.

Núna er MSN að loka eða sameina sína þjónustu við Skype, að stórum hluta vegna þess að fólk er hætt að nota MSN út af FB chatti.
Spurning hvað það verður "ókeypis" lengi, M$ borgaði skuggalegar upphæðir fyrir Skype og vilja auðvitað fá arð af fjárfestingunni rétt eins og hluthafar FB.
Og þið sem notið þjónustuna munuð borga.


Að sjálfsögðu en ég man vel eftir því þegar Myspace var málið og enginn sá fyrir endann á vinsældum hennar en svo dó það mjög hratt þegar betri valkostur kom til staðar. Ég held að Google séu að færa sig inn á þennan markað jafnvel þótt að Google+ hafi ekki slegið í gegn í fyrstu.

Langflestir snjallsímar sem eru seldir í dag eru með Android kerfinu og Google eru að verða komnir með flestar tölvuþjónustur (póstur, skrifstofuforrit, drive o.s.frv.) til að geta lokað kerfinu þannig að maður sé bara með allt hjá þeim. Nýjustu fréttir segja að þeir séu í vinnu að kaupa WhatsApp sem er eitt vinsælasta spjallforrit í heiminum og ég sé alveg fyrir mér að þeir muni incorporate-a það í Android og Google+ til að láta allt vera hjá þeim.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf Manager1 » Mán 08. Apr 2013 21:01

Fljótlega eftir að Facebook fer að rukka fyrir almenna notkun þá færir fólkið sig yfir á eitthvað annað sem er ókeypis.

Það gerist ekki endilega í hvelli en á endanum þá gerist það, því það skal enginn segja mér að ungir krakkar séu að fara að borga fyrir að tala við vini sína á netinu. Þeir finna eitthvað annað hentugt, hvort sem það er Google+ eða eitthvað annað og smá saman tekur það yfir, alveg eins og Facebook tók smá saman yfir Myspace.




marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Reputation: 7
Staðsetning: Seltjarnarnes
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf marijuana » Mán 08. Apr 2013 21:10

Er það semsagt bara ég sem hef verið að heyra þetta í 2-3 ár eða ?




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf capteinninn » Mán 08. Apr 2013 21:38

marijuana skrifaði:Er það semsagt bara ég sem hef verið að heyra þetta í 2-3 ár eða ?


Það er fyrst núna sem þeir eru farnir að rukka fyrir að senda þessi skilaboð (eru reyndar byrjaðir fyrir nokkru á sumum stöðum), það sem maður hefur heyrt oft áður er að þeir séu að fara að rukka fyrir almenna notkun á facebook sem þeir hafa ekki tilkynnt um og munu ekki gera á næstunni



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf ManiO » Mán 08. Apr 2013 21:39

Manager1 skrifaði:Fljótlega eftir að Facebook fer að rukka fyrir almenna notkun þá færir fólkið sig yfir á eitthvað annað sem er ókeypis.

Það gerist ekki endilega í hvelli en á endanum þá gerist það, því það skal enginn segja mér að ungir krakkar séu að fara að borga fyrir að tala við vini sína á netinu. Þeir finna eitthvað annað hentugt, hvort sem það er Google+ eða eitthvað annað og smá saman tekur það yfir, alveg eins og Facebook tók smá saman yfir Myspace.



Hvaðan færðu að FB mun rukka fyrir almenna þjónustuna? Það mun aldrei gerast.

Þeir eru að fara að bjóða fólki á að senda fólki sem það þekkir ekki skilaboð. Þeir vilja ekki að það verði misnotað, og auðveldasta leiðin er að rukka fyrir það. Þannig er ekki hægt að nota sjálfvirk kerfi til að bombardera póstum á random fólk.

Ástæðan fyrir því að þeir munu aldrei rukka fyrir þjónustuna er af því að með því að nota þjónustuna hjá þeim ertu að skapa verðmæti fyrir þá.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf urban » Mán 08. Apr 2013 21:41

GuðjónR skrifaði:
hannesstef skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta var bara svo fyrirsjáanlegt, fyrst rukka þeir fyrir "share's" núna fyrir skilaboð ef þú ert ekki með viðkomandi á vinalistanum. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir fara að rukka fyrir a) aðgang að Facebook b) skilaboð á alla c) chattið.


Held að þeir muni detta út áður en þeir fara að rukka fyrir "basic" hluti eins og venjulega chattið og aðgang að facebook því að ef fólk verður hrætt um að það eigi að fara að borga fyrir það mun það flýja.
Við sjáum það reglulega þegar það koma bullfréttir um að það eigi að fara að rukka fyrir facebook að allt verður brjálað, held að fólk fari bara yfir á næsta social forritið (eða google+ ef það verður ennþá á lífi)


Og flýja hvert? myspace?
Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera, þegar þú ert með svona vinsælt fyrirbæri í höndunum og yfir milljarð notenda sem margir hverjir eru háðari síðunni en fíkilinn heróíni þá geta þeir gert það sem þeim sýnist.
Þeir fengju meira út úr 100 milljón greiðandi einstaklingum en 1000 milljónum sem greiða ekkert.


Reyndar er ég ekkert svo viss um að þetta sé satt.

þar sem að við notendur erum jú í raun varan sem að er verið að selja.

einhver rosa sniðugur skrifaði:“If you are not paying for it, you’re not the customer; you’re the product being sold.”

og við það er verið að selja gríðarlegt magn af auglýsingum þarna inni sem að einmitt eru perónumiðaðar.
það er, ég sé ekkert endilega sömu auglýsingar og aðrir.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf capteinninn » Mán 08. Apr 2013 22:15

ManiO skrifaði:
Manager1 skrifaði:Fljótlega eftir að Facebook fer að rukka fyrir almenna notkun þá færir fólkið sig yfir á eitthvað annað sem er ókeypis.

Það gerist ekki endilega í hvelli en á endanum þá gerist það, því það skal enginn segja mér að ungir krakkar séu að fara að borga fyrir að tala við vini sína á netinu. Þeir finna eitthvað annað hentugt, hvort sem það er Google+ eða eitthvað annað og smá saman tekur það yfir, alveg eins og Facebook tók smá saman yfir Myspace.



Hvaðan færðu að FB mun rukka fyrir almenna þjónustuna? Það mun aldrei gerast.

Þeir eru að fara að bjóða fólki á að senda fólki sem það þekkir ekki skilaboð. Þeir vilja ekki að það verði misnotað, og auðveldasta leiðin er að rukka fyrir það. Þannig er ekki hægt að nota sjálfvirk kerfi til að bombardera póstum á random fólk.

Ástæðan fyrir því að þeir munu aldrei rukka fyrir þjónustuna er af því að með því að nota þjónustuna hjá þeim ertu að skapa verðmæti fyrir þá.


Er spam svona rosalega algengt á facebook því að ég hef allavega ekki tekið eftir því hjá mér (fyrir utan frá síðum sem ég hef like-að).

Held einmitt að þeir muni ekki rukka fyrir almenna notkun en mér finnst samt skrítið hjá þeim að setja inn rukkun á eitthvað sem flestir notendur telja vera eðlilegan (þótt hann sé lítið notaðan) hlut bara vegna fælingarmáttsins sem því fylgir að halda að það kosti að nota síðuna. Flestir eldri meðlimir fjölskyldunnar minnar áttu bágt með að trúa því að þetta væri ókeypis þegar ég var að útskýra facebook fyrir þeim fyrst um sinn.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 08. Apr 2013 22:25

Ég er nú í hálfgerðu sjokki, var að goggla "lofhreinsitæki" fyrir helgi og fékk upp eirberg.is sem ég skoðaði.
Sem er svo sem ekki frásögum færandi...

Nema!

Núna birtist þetta á Facebook! Efast á fréttaveitunni:
Viðhengi
Screen Shot 2013-04-08 at 22.22.24.jpg
Screen Shot 2013-04-08 at 22.22.24.jpg (49.92 KiB) Skoðað 1792 sinnum



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf urban » Mán 08. Apr 2013 22:27

hannesstef skrifaði:Er spam svona rosalega algengt á facebook því að ég hef allavega ekki tekið eftir því hjá mér (fyrir utan frá síðum sem ég hef like-að).

Held einmitt að þeir muni ekki rukka fyrir almenna notkun en mér finnst samt skrítið hjá þeim að setja inn rukkun á eitthvað sem flestir notendur telja vera eðlilegan (þótt hann sé lítið notaðan) hlut bara vegna fælingarmáttsins sem því fylgir að halda að það kosti að nota síðuna. Flestir eldri meðlimir fjölskyldunnar minnar áttu bágt með að trúa því að þetta væri ókeypis þegar ég var að útskýra facebook fyrir þeim fyrst um sinn.


http://gyazo.com/3712015c819a3f14b78821 ... 1365459888
sérðu ekkert þessu líkt hægra megin á síðunni hjá þér ?

GuðjónR skrifaði:Ég er nú í hálfgerðu sjokki, var að goggla "lofhreinsitæki" fyrir helgi og fékk upp eirberg.is sem ég skoðaði.
Sem er svo sem ekki frásögum færandi...

Nema!

Núna birtist þetta á Facebook! Efast á fréttaveitunni:

Akkurat, það er verið að selja "þig"


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 08. Apr 2013 22:33

En hvernig gat Facebook vitað að ég var að skoða eirberg.is ?
Ef þetta er tilviljun þá er hún skrítin. Gaman að vita hvort fleiri hafa lent í þessu.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf urban » Mán 08. Apr 2013 22:35

GuðjónR skrifaði:En hvernig gat Facebook vitað að ég var að skoða eirberg.is ?
Ef þetta er tilviljun þá er hún skrítin. Gaman að vita hvort fleiri hafa lent í þessu.


the power of the internetz :Þ

annars grunar mig að það sé eitthvað tengt google/gmail og þá sérstaklega crome ef að þú notar hann.

það er fylgst með annsi miklu sem að maður skoðar á internetinu :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf GuðjónR » Mán 08. Apr 2013 22:56

urban skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En hvernig gat Facebook vitað að ég var að skoða eirberg.is ?
Ef þetta er tilviljun þá er hún skrítin. Gaman að vita hvort fleiri hafa lent í þessu.


the power of the internetz :Þ

annars grunar mig að það sé eitthvað tengt google/gmail og þá sérstaklega crome ef að þú notar hann.

það er fylgst með annsi miklu sem að maður skoðar á internetinu :)

Yebb...notaði Chrome og var sign in á google account.
Greinilega fylgst með öllu.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf Manager1 » Mán 08. Apr 2013 23:51

GuðjónR skrifaði:En hvernig gat Facebook vitað að ég var að skoða eirberg.is ?
Ef þetta er tilviljun þá er hún skrítin. Gaman að vita hvort fleiri hafa lent í þessu.

Ég hef tekið eftir þessu á Facebook og bara útum allt internet, það sem ég skoða á Youtube, það sem ég gúggla o.s.frv. þessu er öllu safnað saman og svo sé ég sérsniðnar auglýsingar á ótrúlegustu stöðum. Ég var t.d. að gúggla mikið um golf um daginn og þá fóru að birtast auglýsingar um að ég gæti bætt sveifluna mína með þessu og hinu undravideoinu og eins þegar ég gúgglaði skíði um páskana þá fór ég að sjá skíðaauglýsingar.




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 925
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf Orri » Þri 09. Apr 2013 00:29

GuðjónR skrifaði:En hvernig gat Facebook vitað að ég var að skoða eirberg.is ?
Ef þetta er tilviljun þá er hún skrítin. Gaman að vita hvort fleiri hafa lent í þessu.

Mér var sagt að Facebook með sitt eigið auglýsingakerfi sem væri lokað og óháð auglýsingakerfi Google (sem sér um að dæla persónusniðnum auglýsingum á þig á öllum AdSense tengdum síðum), þannig mér finnst þetta frekar skrítið.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf urban » Þri 09. Apr 2013 00:34

Orri skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En hvernig gat Facebook vitað að ég var að skoða eirberg.is ?
Ef þetta er tilviljun þá er hún skrítin. Gaman að vita hvort fleiri hafa lent í þessu.

Mér var sagt að Facebook með sitt eigið auglýsingakerfi sem væri lokað og óháð auglýsingakerfi Google (sem sér um að dæla persónusniðnum auglýsingum á þig á öllum AdSense tengdum síðum), þannig mér finnst þetta frekar skrítið.

Goggle safnar upplýsingum um notendur sína og selur þær.
facebook kaupir hluta af þessum upplýsingum og selur þær áfram til auglýsenda á sinni síðu.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf Danni V8 » Þri 09. Apr 2013 07:18

Geta þessar síður ekki notað cookies til að rekja mann?

Ég náði í add-on fyrir Firefox sem heitir "Self-Destructing Cookies" og passar uppá að þetta eyðist hjá manni samstundis á síðum sem eru ekki white-listaðar. Ég tók eftir alveg gríðarlegum mun á auglýsingum á síðum í kringum mig og Facebook þar með talið. Sé ekki lengur neinar auglýsingar sem passa við browsing history hjá mér

Self-Destructing Cookies
Statistics

Removed 5884 Cookies since 26. mars 2013, 22:04:36. Of these, at least 4383 were probably attempts to track you across the web.

Currently monitoring 24 domains and 265 cookies, 0 of which will expire soon.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf Viktor » Þri 09. Apr 2013 08:42

GuðjónR skrifaði:
urban skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En hvernig gat Facebook vitað að ég var að skoða eirberg.is ?
Ef þetta er tilviljun þá er hún skrítin. Gaman að vita hvort fleiri hafa lent í þessu.


the power of the internetz :Þ

annars grunar mig að það sé eitthvað tengt google/gmail og þá sérstaklega crome ef að þú notar hann.

það er fylgst með annsi miklu sem að maður skoðar á internetinu :)

Yebb...notaði Chrome og var sign in á google account.
Greinilega fylgst með öllu.


Þetta er ekki svona mikið hoax. Þar sem er 'like' takki, þar veit Facebook hvað þú ert að skoða á internetinu. Sem þýðir í raun að facebook veit líklega hvað við erum að gera í amk. 50% tilvika.

Hér er tól sem kemur í veg fyrir það:
https://www.google.is/search?q=facebook+disconnect


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Facebook að fara að rukka fyrir skilaboð

Pósturaf Xovius » Þri 09. Apr 2013 08:44

GuðjónR skrifaði:Og flýja hvert? myspace?
Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera, þegar þú ert með svona vinsælt fyrirbæri í höndunum og yfir milljarð notenda sem margir hverjir eru háðari síðunni en fíkilinn heróíni þá geta þeir gert það sem þeim sýnist.
Þeir fengju meira út úr 100 milljón greiðandi einstaklingum en 1000 milljónum sem greiða ekkert.


Þú ert algjörlega að misskilja þetta þarna. Þeir græða helling á notendum þó þeir borgi ekki beint útaf kreditkortinu sínu. Síðurnar eru hlaðnar persónubundnum auglýsingum svo því fleiri notendur því meiri tekjur. Ef þeir fara að rukka og missa notendur er það svakalegt tap fyrir þá.

Svo er fólk ekki háð síðunni, það er háð conceptinu. Það er háð social networking en ekki facebook sjálfu, þetta sést best á því hversu auðveldlega fólk gat yfirgefið myspace þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir. Fólk getur auðveldlega fært sig aftur ef facebook rukkar en einhver annar ekki.


annars @fólk sem er að tala um hvernig fylgst er með ykkur.
Það er alveg satt, google/facebook fylgjast með ykkur hvar sem þið eruð en það er ekki eins og það skipti hinn venjulega notanda máli nema upp á það að fá betri auglýsingar. Sé ekki afhverju maður ætti endilega að vilja blocka þetta.