Hvað á að kjósa?

Allt utan efnis

Hvað á að kjósa?

Atkvæðagreiðslan endaði Lau 27. Apr 2013 02:36

Alþýðufylkingin
1
1%
Samfylkingin
11
6%
Lýðræðisvaktin
2
1%
Dögun
3
2%
Flokkur heimilanna
1
1%
Píratar
83
45%
Framsóknarflokkuri
26
14%
Björt framtíð
8
4%
Vinstri grænir
3
2%
Sjálfstæðisflokkur
27
15%
Hægri grænir
0
Engin atkvæði
Framfaraflokkur
0
Engin atkvæði
Regnboginn
1
1%
Húmanistar
2
1%
Skila auðu
6
3%
Ætla ekki að kjósa
12
6%
 
Samtals atkvæði: 186

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Hvað á að kjósa?

Pósturaf rapport » Fös 05. Apr 2013 02:36

p.s. þurfti að draga þetta saman í restina vegna takmarkana hér á spjallinu... "FIXED"

Það má breyta atkvæðinu sínu svo að þetta endurspegli sem best líðandi stund.
Síðast breytt af rapport á Fös 05. Apr 2013 11:21, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Xovius » Fös 05. Apr 2013 09:09

Gaman að sjá hvað píratar hafa gott fylgi hérna :D




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Icarus » Fös 05. Apr 2013 09:38

Gætir skellt þessu í frétt á Vísi.

"Pírötum vantar einn mann til að hafa hreinan meirihluta samkvæmt nýjustu könnuninni"



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf GuðjónR » Fös 05. Apr 2013 09:52

Flott framtak rapport, ég sé að spjallið var stillt á 12 options en ég breytti því í 20 til að neðstu þrír flokkarnir þurfi ekki að vera í einni línu.
Ég færði þá svo niður en þá duttu niðurstöðurnar út, þannig að þeir sem voru búin að velja verða að velja aftur.

Og eins og rapport bendir á þá má skipta um skoðun og breyta atkvæði sínu.

*Límt*



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf FriðrikH » Fös 05. Apr 2013 10:49

Flott mál með stuðninginn við Pírata, þeir hljóma allavega mun betur en Framsókn. Merkilegt hvaða djöflasýra hefur hlaupið í landann, stór hluti þjóðarinnar virðist bara trúa því að það sé ekkert mál að láta skuldir hverfa... fólk hefur greinilega margt ekki lært neina lexíu af hruninu. Endalaust er maður búinn að heyra um hvað fólk er orðið leitt á fjórflokkinum og vilji eitthvað nýtt, svo er Framsókn laaaaang stærstur, holdgerfingur gamla stjórnmálakerfisins, hrossakaupa og popúlisma.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf tdog » Fös 05. Apr 2013 10:56

FriðrikH skrifaði:Flott mál með stuðninginn við Pírata, þeir hljóma allavega mun betur en Framsókn. Merkilegt hvaða djöflasýra hefur hlaupið í landann, stór hluti þjóðarinnar virðist bara trúa því að það sé ekkert mál að láta skuldir hverfa... fólk hefur greinilega margt ekki lært neina lexíu af hruninu. Endalaust er maður búinn að heyra um hvað fólk er orðið leitt á fjórflokkinum og vilji eitthvað nýtt, svo er Framsókn laaaaang stærstur, holdgerfingur gamla stjórnmálakerfisins, hrossakaupa og popúlisma.


Lexían sem við höfum öll lært af hruninu er sú að það er ekkert mál að afskrifa skuldir ef þær eru nógu fjandi miklar.

Bjarni Benediktson á t.d ekkert erindi í það að tala um heimilin þegar hann sjálfur hefur fengið afskrifaðar 174 miljónir króna.



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf FriðrikH » Fös 05. Apr 2013 11:30

Spurningin er bara hverjir kröfuhafarnir eru. Framsókn er að tala um að afskrifa skuldir þar sem að kröfuhafarnir eru að mestu leyti lífeyrissjóðir og íbúðalánasjóður. Kröfuhafarnir eru semsagt skattgreiðendur á Íslandi. Hvert fara þá skuldirnar? Ekki neitt, niðurfelling mundi bara leiða til lægri lífeyrisgreiðslna og versnandi stöðu ríkissjóðs (skattahækkana og þjónustuskerðinga). Þetta er dæmi sem gengur ekki upp og hver heilvita maður ætti að sjá. Flestir aðrir flokkar eru með mun ábyrgðarfyllri stefnu hvað þetta varðar og reyna ekki að slá ryki í augu kjósenda.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Minuz1 » Fös 05. Apr 2013 11:50

FriðrikH skrifaði:Spurningin er bara hverjir kröfuhafarnir eru. Framsókn er að tala um að afskrifa skuldir þar sem að kröfuhafarnir eru að mestu leyti lífeyrissjóðir og íbúðalánasjóður. Kröfuhafarnir eru semsagt skattgreiðendur á Íslandi. Hvert fara þá skuldirnar? Ekki neitt, niðurfelling mundi bara leiða til lægri lífeyrisgreiðslna og versnandi stöðu ríkissjóðs (skattahækkana og þjónustuskerðinga). Þetta er dæmi sem gengur ekki upp og hver heilvita maður ætti að sjá. Flestir aðrir flokkar eru með mun ábyrgðarfyllri stefnu hvað þetta varðar og reyna ekki að slá ryki í augu kjósenda.


Þú færð miklu betri ávöxtun úr því að niðurgreiða skuldirnar þínar heldur en að stóla á ávöxtun lífeyrissjóða.
Skuldaniðurfellingin væri bara peningarnir þinir notaðir til að greiða niður skuldirnar þínar.
Annars trúi ég ekki orði af því sem framsókn heldur fram, held að þeir muni aldrei standa við þetta.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf tlord » Fös 05. Apr 2013 11:56

framsókn langar í auðlindir



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Dagur » Fös 05. Apr 2013 14:09

Framfaraflokkurinn heitir núna Sturla Jónsson :D http://www.mbl.is/frettir/kosning/2013/04/05/flokkurinn_heitir_sturla_jonsson/

Varðandi Píratana þá styð ég þá í þeirra helsta baráttumáli en það er ekki nóg fyrir mig til að kjósa þá. Fulttrúi þeirra var ekki sannfærandi á RÚV í gær.

Svo langar mig að segja þessum sem ætlar ekki að kjósa að drífa sig á kjörstað og skila auðu (ef hann hefur kosningarétt þ.e.a.s.)



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf ZiRiuS » Fös 05. Apr 2013 17:14

Ég myndi hugsanlega kjósa Pírata ef Birgitta Jónsdóttir væri ekki í honum, hún er ekki minn kaffibolli.

Annars er fólkið sem fellur fyrir þessum lygum í Framsóknarflokknum algjörir kjánar, það ætti ekki að fá að kjósa. Svo er það bara "the hard truth" að flestir sem eru í skuldavandræðum eiga það skilið, bara sorry en það er mín skoðun.

Bara svona svo þið fáið minn bakgrunn að þá er ég 28 ára, 75% öryrki (frá fæðingu). Ég hef aldrei skuldað nokkurn hlut, ég legg pening til hliðar á hverjum mánuði (hef gert frá 16 ára aldri), ég leigi 2 herbergja íbúð í 103, er/var í HR og borga það án hjálpar frá LÍN og svo er ég í 50% vel launaraði vinnu og ég honestly lifi mjög vel. Þetta geta flestir vel gert.

Það sem ég bið um frá nýrri ríkisstjórn er einhverskonar breyting á tekjutengdum bótum (svona er þetta núna: ég fer úr 50% vinnu í 100% vinnu og heildartekjurnar mínar hækka um 2000kr (no joke) útaf bæturnar lækka þegar launin hækka), það þarf að gera eitthvað til að gera kerfið minna letjandi, virkja þetta fólk! Síðan vil ég að sparnaður (upp að einhverju marki) skerði ekki bætur og það að eignast fjölskyldu á ekki að skerða bætur (sem það gerir núna). Hugsið ykkur ef þú og makinn þinn eruð að vinna og makinn fær hærri laun að þá minnka þín laun... fáránlegt.

Síðan vil ég líka hentugt og ódýrari úrræði fyrir ungt fólk til að kaupa/leigja ódýrt húsnæði nálægt miðbænum (þar sem skólarnir eru).

Síðan vil ég að ríkið fari norðurlandaleiðina og borgi skólagjöld (og smá vasapening) stúdenta og þar af leiðandi fjárfesti í næstu kynslóð í stað þess að fara amerísku leiðina og drekki fólki í skuldum áður en það fer að vinna!

Kommon !



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Dagur » Fös 05. Apr 2013 17:21

"Alþingisprófið" er komið á DV fyrir þá sem vilja prófa það
http://www.dv.is/kosningar2013/prof/



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf ZiRiuS » Fös 05. Apr 2013 17:36

Dagur skrifaði:"Alþingisprófið" er komið á DV fyrir þá sem vilja prófa það
http://www.dv.is/kosningar2013/prof/


Fékk Pírata :D



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf dori » Fös 05. Apr 2013 20:16

ZiRiuS skrifaði:
Dagur skrifaði:"Alþingisprófið" er komið á DV fyrir þá sem vilja prófa það
http://www.dv.is/kosningar2013/prof/


Fékk Pírata :D

Þó svo að þú fílir ekki Birgittu er fullt af fleira fólki þarna með viti. Birgitta er t.d. væntanlega ekki í þínu kjördæmi.



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf FriðrikH » Fös 05. Apr 2013 20:23

Minus, skuldaniðurfellingin væri ekki fyrir alla en allir þyrftu að borga fyrir hana. Þannig væru allir skattgreiðendur að niðurgreiða lán þeirra sem eiga fasteign.

Zirius, ég dáist að fólki eins og þér, en eitt skil ég ekki, ef þú getur unnið 100% af hverju átt þú þá að fá bætur í ofanálag?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf GuðjónR » Fös 05. Apr 2013 20:47

FriðrikH skrifaði:Minus, skuldaniðurfellingin væri ekki fyrir alla en allir þyrftu að borga fyrir hana. Þannig væru allir skattgreiðendur að niðurgreiða lán þeirra sem eiga fasteign.

Zirius, ég dáist að fólki eins og þér, en eitt skil ég ekki, ef þú getur unnið 100% af hverju átt þú þá að fá bætur í ofanálag?


Ekkert endilega, eru bankarnir ekki búnir að afskrifa ~800.000.000.000 fyrir "elítu"fyrirtækin?
Og eru þeir ekki búnir að hagnast um 180.000.000.000 frá hruni þrátt fyrir afskriftirnar?
Láta þessa andskota bara borga!




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Halli13 » Fös 05. Apr 2013 21:20

GuðjónR skrifaði:Og eru þeir ekki búnir að hagnast um 180.000.000.000 frá hruni þrátt fyrir afskriftirnar?


Afhverju mega eigendur banka ekki græða pening einsog önnur fyrirtæki?



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf FriðrikH » Fös 05. Apr 2013 21:20

GuðjónR skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Minus, skuldaniðurfellingin væri ekki fyrir alla en allir þyrftu að borga fyrir hana. Þannig væru allir skattgreiðendur að niðurgreiða lán þeirra sem eiga fasteign.

Zirius, ég dáist að fólki eins og þér, en eitt skil ég ekki, ef þú getur unnið 100% af hverju átt þú þá að fá bætur í ofanálag?


Ekkert endilega, eru bankarnir ekki búnir að afskrifa ~800.000.000.000 fyrir "elítu"fyrirtækin?
Og eru þeir ekki búnir að hagnast um 180.000.000.000 frá hruni þrátt fyrir afskriftirnar?
Láta þessa andskota bara borga!


Bankarnir lánuðu fyrirtækjunum, eigendur bankanna taka skellinn af þeirri niðurfellingu, þeir fengu lánin líka úr föllnu bönkunum með massívum afskriftum og voru því í raun bara að skila hluta af þeim afskriftum áfram með niðurfellingum til viðskiptavina.
Verðtryggð lán eru hinsvegar í miklum meirihluta frá íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum, allar afskriftir á lánum hjá ÍLS og lífeyrissjóðum lenda á skattgreiðendum og lífeyrisþegum. Eigendur verðtryggðu lánana eru þeir sömu og fyrir hrun og hafa ekki fengið neina afskriftir af sínum lánasöfnum. Samanburðurinn þarna á milli er þ.a.l. því miður eins og að bera saman epli og appelsínur.

Málið er ekki að ég væri ekki glaður að fá niðurfellingu að hluta, ég hef enga niðurfellingu fengið á neinu hingað til og skulda um 25 milljónir í verðtryggðum lánum, en þessi leið Framsóknarmanna er bara uppskrift af enn meiri vandræðum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf GuðjónR » Fös 05. Apr 2013 21:38

FriðrikH skrifaði:en þessi leið Framsóknarmanna er bara uppskrift af enn meiri vandræðum.

Það þarf ekki að vera, veltur á því hvernig þetta verður framkvæmt. Þú verður að átta þig á því að þessu "kúfur" sem talað er um að leiðrétta var hvort sem er aldrei eign íbúðalánasjóðs eða lífeyrissjóðanna.
Og ekki gleyma það var BANKAhrun ... þetta er tilkomið vegna þeirra og þeir eiga að borga skaðann, þó það tæki 100 ár.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf ZiRiuS » Fös 05. Apr 2013 21:50

FriðrikH skrifaði:Minus, skuldaniðurfellingin væri ekki fyrir alla en allir þyrftu að borga fyrir hana. Þannig væru allir skattgreiðendur að niðurgreiða lán þeirra sem eiga fasteign.

Zirius, ég dáist að fólki eins og þér, en eitt skil ég ekki, ef þú getur unnið 100% af hverju átt þú þá að fá bætur í ofanálag?


Því að með langflestum 75% öryrkjum (sem hafa flestir fæðst fatlaðir eða lent í alvarlegu slysi/veikindum (lamast)) fylgir meiri kostnaður svo þeir geta ekki (þmt ég) unnið hvar og hvað sem er útaf fötlun.

Það þarf bara að endurhanna örorkulífeyriskerfið upp, gera það meira einstaklingsmiðaðra, þá er minna hægt að svindla á því og maður fær betri þjónustu.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Daz » Fös 05. Apr 2013 21:51

GuðjónR skrifaði:
FriðrikH skrifaði:en þessi leið Framsóknarmanna er bara uppskrift af enn meiri vandræðum.

Það þarf ekki að vera, veltur á því hvernig þetta verður framkvæmt. Þú verður að átta þig á því að þessu "kúfur" sem talað er um að leiðrétta var hvort sem er aldrei eign íbúðalánasjóðs eða lífeyrissjóðanna.
Og ekki gleyma það var BANKAhrun ... þetta er tilkomið vegna þeirra og þeir eiga að borga skaðann, þó það tæki 100 ár.

Ef ÍLS fer að afskrifa, þá lenda þeir í vandræðum því þeir fjármagna sig með skuldabréfum sem þarf að borga. Lífeyrissjóðirnir eru ríkir af skuldabréfum ÍLS, sem leiðir okkur beint að hinum punktinum.
Ef Lífeyrissjóðirnir fara að afskrifa þá þarf að lækka lífeyrisréttindi í þeim, því þau eru reiknuð útfrá þeim eignum sem sjóðirnir eiga.

Ef bankarnir þurfa að "borga skaðan", þá þarf sú borgun að vera í einhverju gáfulegu hlutfalli, því annars er þeim bara lokað. Enginn rekur fyrirtæki sem er ekki arðbært.

(Ég er ekki sammála eða óssammála neinu sem kom fram áður, (nennti ekki að lesa) sýndist bara að það þyrfti að koma þessu öllu áframfæri.)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf GuðjónR » Fös 05. Apr 2013 21:55

Að segja að lífeyrir lækki ef forsendubrestur er leiðréttur er líkt og að segja að ísland verði kúba norðursins ef við borgum ekki icesave. Hræðsluáróður.is
Það eru til skrilljón leiðir til að leiðrétta þetta...margar hafa komið fram og margar eiga eftir að koma fram.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf DaRKSTaR » Fös 05. Apr 2013 22:10

erfitt að sjá hvað er gáfulegast í þessu öllu.. hinsvegar loka á esb er örugglega það heimskasta í þessu öllu.

krónan er ónýt.. skil ekki alla þessa umræðu um að losa um höftin, þjóðin virkilega svo heimsk að halda að einhverjir erlendir aðilar fari að kaupa krónur?.. þó að landið væri skuldlaust myndi ekki nokkrum manni detta það í hug
að kaupa krónu.. þvert á móti munu allir skipta íslenskri krónu yfir í annann gjaldmiðil... verður alltaf í frjálsufalli ef hún verður sett á flot.

annað hvort að skoða esb sem möguleika eða setja endanleg höft á krónuna þannig að hún fari aldrei á flot meðann þetta verður gjaldmiðill þjóðarinnar.

hvað maður mun kjósa er góð spurning.. kjósa þessa lítlu flokka skilar engu því þetta verða bara 2-3 hræður á alþingi í minnihluta sem gerir ekkert annað en að totta laun og munu aldrei koma neinum málum í gegn.

hef einhvernveginn trú á að næsta ríkisstjórn verði skipuð af framsókn og samfylkingunni


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Daz » Fös 05. Apr 2013 22:29

GuðjónR skrifaði:Að segja að lífeyrir lækki ef forsendubrestur er leiðréttur er líkt og að segja að ísland verði kúba norðursins ef við borgum ekki icesave. Hræðsluáróður.is
Það eru til skrilljón leiðir til að leiðrétta þetta...margar hafa komið fram og margar eiga eftir að koma fram.


Ef lífeyrissjóðir þurfa að afskrifa eignir sínar þá verða þeir um leið að lækka lífeyrissréttindi, alveg eins og þeir hafa verið að gera undanfarið þegar hlutabréfaeignirnar þeirra hurfu. Það er nú bara þannig. Ástæðan fyrir afskriftinni ætti ekki að hafa neitt um það að segja, hvort sem hún er forsendubrestur eða annað.
Ef einhver hefur í alvöru kynnt leið sem virkar (sem sannfærir mig um að hún virki, ég er augljóslega eini dómibæri aðilinn í þessu máli), þá hef ég ekki séð hana.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kjósa?

Pósturaf Bjosep » Fös 05. Apr 2013 22:52

Mér finnst reyndar alveg þess virði að kasta atkvæði mínu á glæ í þeirri viðleitni að losna við fjórflokkinn.

Annars horfði ég á umræðurnar í gær og mig minnir að það hafi verið Sigmar spyrill sem kom með skemmtilegan punkt, það eru ekki til neinir peningar til að afskrifa en samt áttu að vera til peningar til að borga icesave.

Og síðan má velta fyrir sér þeirri staðreynd að það eru ekki til neinir peningar til að afskrifa, líklegast búið að klára þá alla í að afskrifa hjá viðskiptasnillingunum sem fengu fyrirtæki sín aftur í hendurnar .... :guy