Að setja bíl á númer [hjálp]

Allt utan efnis

Höfundur
Gunnarulfars
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Að setja bíl á númer [hjálp]

Pósturaf Gunnarulfars » Sun 24. Mar 2013 18:50

Ég er með mustang 2006 árgerð sem ég vil setja á númer. Hann var númerslaus allana veturinn.
Ég vil koma honum á göturnar sem fyrst en hef ekki hugmynd um hvað það kostar. Veit einhver þetta hér?




Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Að setja bíl á númer [hjálp]

Pósturaf Varasalvi » Sun 24. Mar 2013 19:10

Ég er nýbúinn að láta bíl aftur á númer, Það kostar ekki neitt ef ég man rétt. Þegar þú tókst bílinn af skrá þá borgaru gjald til að skila númeraplötunni en þú borgar ekkert til að fá plötuna til baka.
Þú þarft auðvitað að tryggja bílinn og mögulega fara með hann í skoðun eða skipta um olíu, en að láta bílinn á númer kostar ekki neitt í sjálfu sér.

Einhver leiðrétta mig ef ég er að fara með rangt mál.

Edit: Ég er ekki alveg viss með númeraplötuna, ef þú þarft að borga til að fá hana til baka þá er það ekki nema 1000-2000kall.



Skjámynd

aggibeip
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Sun 23. Maí 2010 23:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Að setja bíl á númer [hjálp]

Pósturaf aggibeip » Sun 24. Mar 2013 19:18

Hvað vantar þig að vita hvað kostar ? Vertu aðeins nákvæmari..

Til að fá númerin út þarftu að:
    -Hringja í tryggingafélagið þitt og segja þeim að þú viljir tryggja bílinn því þú sért að fara að setja hann á númer aftur.
    -Borga bifreiðagjöldin (ef það er eftir). Gerir það þá bara á þeim stað sem plöturnar eru á.
    -Hugsanlega færðu þá viku frest til að fara með bílinn í skoðun (fer eftir því hve lengi hann var númeralaus) ef bíllinn er með gilda skoðun þá gildir það bara.

Bifreiðagjöld eru örugglega ca. 13-18þ myndi ég giska á
og skoðun kostar um 9þ.

Ódýrasta skoðunin sem ég fann: http://www.tekkland.is/verd/
Síðast breytt af aggibeip á Mán 25. Mar 2013 18:59, breytt samtals 1 sinni.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Að setja bíl á númer [hjálp]

Pósturaf kjartanbj » Sun 24. Mar 2013 21:33

Bifreiðagjöld eru alveg ábyggilega ekki undir 18þ ... ekki léttir bílar, skoðun kostaði svona 5þús kr fyrir 5+ árum síðan, meira svona 7-8þúsund í dag ef ekki meira



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að setja bíl á númer [hjálp]

Pósturaf Danni V8 » Sun 24. Mar 2013 23:25

En það sem skiptir máli er að bifreiðagjöldin eru aðeins greidd fyrir restina af tímabilinu, það er frá deginum eftir að þú setur hann á númer og þangað til 30. júní 2013.


Til þess að komast að því akkurat hvað þú þarft að borga í bifreiðagjöld þá byrjarðu á því að fara hingað: https://www.us.is/node/928 og slá inn númerið á bílnum til þess að komast að því hvað hann er þungur og hvað hann mengar mikið. Ef CO2 er ekki skráð þá dugar að vera bara með þyngdina.

Síðan ferðu hingað: http://www.rsk.is/einstaklingar/reikniv ... idagjalda/ og fyllir út þessar upplýsingar og velur núverandi tímabil. Síðan þegar það er búið að reikna það þá er möguleiki að skipta tímabilinu upp miðað við dagsetningu.

Sem dæmi þá fann ég mynd af einhverjum random '06 Mustang þar sem sást í númerið og fletti honum upp á us.is. CO2 ekki skráð en hann er skráður 1580kg. Setti það í reiknivélina á rsk.is og fékk að bifreiðagjald fyrir núverandi tímabil á þeim bíl var 20.549kr. Skipti því síðan miðað við morgundaginn og fékk út að ef að sá bíll væri númerslaus og eigandinn ætlaði að taka hann af númerum á morgun, þyrfti hann að borga 11.013kr til að fá plöturnar afhentar aftur.

Það þarf ekki að borga neitt annað en það undir flestum kringumstæðum. Ef að það var klippt af honum vegna skoðunar, þá er nauðsynlegt að fara með hann í skoðun til að fá númerin úttekin. Ef að númerin voru bara löggð inn en skoðunin er samt orðin útrunnin núna, hefurðu viku frest til að koma með hann í skoðun áður en vanrækslugjald bætist við.

Eins og var tekið fram þá verðurðu að vera búinn að tryggja bílinn. Það er nóg fyrir þig að hringja í tryggingarfélagið þitt eða fara til þeirra og biðja um að skrá hann tryggðan. Það verður gert samstundis svo lengi sem þú ert ekki í vanskilum hjá félaginu.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x