Tölvugrúsk lögverndað

Allt utan efnis
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Tölvugrúsk lögverndað

Pósturaf appel » Sun 24. Mar 2013 16:53

Hægt er að lögvernda starfsheiti, og er það aðallega gert að því markmiði að vernda öryggi annarra.

T.d. að byggingaverkfræðingur er lögverndað, því sá sem kallar sig byggingaverkfræðing hefur gengið í gegnum háskólanám og er með þá menntun sem þarf til að geta hannað burðarþol mannvirkja. Ef mannvirki eru hönnuð bara af Jóni úti í bæj sem hefur enga menntun og kunnáttu til þess þá er það hættulegt fyrir fólk.

En það að lögvernda vefsíðuhönnun eða forritun væri einsog að banna fólki að syngja eða glamra á gítar því það hefur ekki gengið í gegnum tónlistarnám. Auk þess hefði slík lögverndun ekkert með öryggi annarra að gera.


Ég hef lært það síðan ég byrjaði að vinna í tölvugeiranum árið 1995 að háskólanám í tölvunarfræði er enginn gæðastimpill. Hef unnið með mörgum tölvunarfræðingum sem eru æði misjafnir. Í raun er engin ástæða til að lögvernda "tölvunarfræðings" heitið, þetta þykir þeim töff sem lítið kunna, en þeir sem eru tölvunarfræðingar og kunna eitthvað kalla sig bara forritara eða sérfræðing.


En lögverndun á alltaf að vera á þeirri forsendu að verið sé að vernda öryggi annarra (nei, ekki starfsöryggi, heldur líf og heilsu fólks).


*-*

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tölvugrúsk lögverndað

Pósturaf upg8 » Sun 24. Mar 2013 16:57

Ef ekki væri fyrir ófaglært fólk þá væri ansi mikið af verkefnum send út til erlendra aðila sem eru með miklu ódýrari þjónustu heldur en faglærðir íslendingar eru að bjóða uppá. Það á sérstaklega við um ýmsa grafíkvinnslu enda eru allir með INTERNET... Globalization... þeim meiri kröfur og kjaftæði sem ákveðnar stéttir setja upp, þeim sterkari verður samkeppni frá öðrum löndum.

Ég er sjálfur t.d. að hanna húsgögn sem ég er að undirbúa sölu á. Ég fullyrði að það sem ég er að undirbúa sé vandaðara en margt það sem faglærðir hafa verið að hanna. Ég nýti hverja stund sem ég hef utan vinnu til þess að læra sjálfur og hef jafnvel kennslubækur á klósettinu.. Ég stúdera ýmis framleiðsluferli frá iðnbyltingunni og til nútímans. Ég hef metnað fyrir því sem ég er að gera og stend og fell með því enda ætla ég að gera, allt í mínu nafni. Stefnan er að gera sem mest sjálfur þótt ég þurfi auðvitað að fá nokkur stikki framleidd fyrir mig af fagaðilum. Held að ég geti haft betra gæðaeftirlit með sjálfum mér heldur en eitthverjum unglingum sem vinna í verksmiðjum í Asíu eða austur Evrópu við að setja saman vörur eftir faglært fólk. Ég á samt pottþétt eftir að vera skotinn niður fyrir tilraunir mínar, af fagaðilum...


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Tölvugrúsk lögverndað

Pósturaf appel » Sun 24. Mar 2013 17:36

Skv. OP þá má Bill Gates ekki vinna við tölvur, því hann lauk ekki háskólanámi og er því ekki með leyfi stjórnvalda að vinna við að búa til hugbúnað.

Ég meina, ímyndið ykkur ef heimurinn væri svona, klikkað.


*-*

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tölvugrúsk lögverndað

Pósturaf upg8 » Sun 24. Mar 2013 18:25

12 nöfn á fólki sem hefur ekki lokið hefðbundnu námi í tæknigeiranum, hlotið heimakennslu eða er/var sjálflært. Semsagt flest fólk sem hefur unnið til afreka án þess að hafa réttar prófgráður. Það er hægt að telja upp miklu fleira fólk og sérstaklega ef leitað væri í fleiri greinar heldur en í tæknigeiranum

Bill Gates (Microsoft)
Mark Zuckerberg (Facebook)
Steve Jobs (Apple)
Steve Wozniak (Apple)
Ashley Qualls startaði vefsíðufyrirtæki 15 ára gömul og hætti í skóla, 17 ára hafði hún þénað yfir milljón dollara.... skamm skamm
Bram Cohen (BitTorrent)
George Eastman (uppfinningamaður, stofnandi Kodak)
Benjamin Franklin, uppfinningamaður
Thomas Edison uppfinningamaður
Henry Ford (Ford)
Michael Dell (Dell)


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Output
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Lau 16. Apr 2011 15:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvugrúsk lögverndað

Pósturaf Output » Sun 24. Mar 2013 20:11

upg8 skrifaði:12 nöfn á fólki sem hefur ekki lokið hefðbundnu námi í tæknigeiranum, hlotið heimakennslu eða er/var sjálflært. Semsagt flest fólk sem hefur unnið til afreka án þess að hafa réttar prófgráður. Það er hægt að telja upp miklu fleira fólk og sérstaklega ef leitað væri í fleiri greinar heldur en í tæknigeiranum

Bill Gates (Microsoft)
Mark Zuckerberg (Facebook)
Steve Jobs (Apple)
Steve Wozniak (Apple)
Ashley Qualls startaði vefsíðufyrirtæki 15 ára gömul og hætti í skóla, 17 ára hafði hún þénað yfir milljón dollara.... skamm skamm
Bram Cohen (BitTorrent)
George Eastman (uppfinningamaður, stofnandi Kodak)
Benjamin Franklin, uppfinningamaður
Thomas Edison uppfinningamaður
Henry Ford (Ford)
Michael Dell (Dell)


Þetta er relevant ef af þú ert snillingur eins og allir þessir. :P