Tölvugrúsk lögverndað
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Tölvugrúsk lögverndað
Eftir að hafa séð annan þráð hérna á vaktinni fór ég að velta því fyrir mér hvort það væri verndaður starfstitill að vera að hanna vefsíður eða forrita eða álíka.
Maður sér alveg gífurlega mikið af fólki á vefsíðum eins og á Bland.is og í auglýsingum í blöðum að auglýsa vefsíðuhannanir, uppsetningu á tölvum og annað tölvugrúsk og ég get ekki annað en velt því fyrir mér hverskonar skaða þetta er að hafa á stöðu fólks sem hefur menntað sig í fögunum.
Ég er sjálfur ekki menntaður í tölvum og þótt ég telji mig vera talsvert flinkan við tölvur myndi ég aldrei halda því fram að ég væri einhver vefsíðuhönnuður og fara að rukka fyrir vinnu.
Veit að fólk í iðngreinum sem snúa að þjónustu (þjónar, kokkar o.s.frv.) er ekki ánægt þegar fólk er að koma fram undir allskonar titlum sem vísa í matargerð án þess að þetta fólk hafi neina formlega menntun í faginu.
Hvaða skoðun hafið þið á þessu ?
Maður sér alveg gífurlega mikið af fólki á vefsíðum eins og á Bland.is og í auglýsingum í blöðum að auglýsa vefsíðuhannanir, uppsetningu á tölvum og annað tölvugrúsk og ég get ekki annað en velt því fyrir mér hverskonar skaða þetta er að hafa á stöðu fólks sem hefur menntað sig í fögunum.
Ég er sjálfur ekki menntaður í tölvum og þótt ég telji mig vera talsvert flinkan við tölvur myndi ég aldrei halda því fram að ég væri einhver vefsíðuhönnuður og fara að rukka fyrir vinnu.
Veit að fólk í iðngreinum sem snúa að þjónustu (þjónar, kokkar o.s.frv.) er ekki ánægt þegar fólk er að koma fram undir allskonar titlum sem vísa í matargerð án þess að þetta fólk hafi neina formlega menntun í faginu.
Hvaða skoðun hafið þið á þessu ?
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Fólk ætti ekki að vera að grúska í tölvum ómenntað.
Bara rétt eins og fólk ætti ekki að vera að tala tungumál ómenntað eða mála málverk án þess að hafa menntun.
Nee ándjóks , þú kaupir þjónustu af þeim sem þú treystir til þess að veita hana , óháð menntun einstaklings.
Ef þú ætlar að nota bland.is til þess þá verður fólk bara að geta tekið hugsanlegum afleiðingum af því.
Að hanna hluti í tölvum er listgrein , listamönnum gengur ekkert alltaf vel í skóla. Þvert á móti eiginlega.
http://www.althingi.is/lagasofn/131b/1996008.html
Virðist geta kallað þig flest , en ekki tölvunarfræðing.
Bara rétt eins og fólk ætti ekki að vera að tala tungumál ómenntað eða mála málverk án þess að hafa menntun.
Nee ándjóks , þú kaupir þjónustu af þeim sem þú treystir til þess að veita hana , óháð menntun einstaklings.
Ef þú ætlar að nota bland.is til þess þá verður fólk bara að geta tekið hugsanlegum afleiðingum af því.
Að hanna hluti í tölvum er listgrein , listamönnum gengur ekkert alltaf vel í skóla. Þvert á móti eiginlega.
http://www.althingi.is/lagasofn/131b/1996008.html
Virðist geta kallað þig flest , en ekki tölvunarfræðing.
Nörd
Re: Tölvugrúsk lögverndað
BjarniTS skrifaði:Fólk ætti ekki að vera að grúska í tölvum ómenntað.
Bara rétt eins og fólk ætti ekki að vera að tala tungumál ómenntað eða mála málverk án þess að hafa menntun.
Nee ándjóks , þú kaupir þjónustu af þeim sem þú treystir til þess að veita hana , óháð menntun einstaklings.
Ef þú ætlar að nota bland.is til þess þá verður fólk bara að geta tekið hugsanlegum afleiðingum af því.
Að hanna hluti í tölvum er listgrein , listamönnum gengur ekkert alltaf vel í skóla. Þvert á móti eiginlega.
http://www.althingi.is/lagasofn/131b/1996008.html
Virðist geta kallað þig flest , en ekki tölvunarfræðing.
Það er afskaplega einföld hugsun að halda að eitt starfsheiti geti náð yfir alla sem koma að tölvumálum og upplýsingatækni á faglegan hátt.
Í minni vinnu er þessu a.m.k. verkaskipt á milli hópa á einfaldan hátt en mjög oft skarast verkefni og þjónusta þannig að margir hópar þurfa að koma að og /eða verk endar hjá einhverjum hóp, ekki vegna þess að það tilheyrir hópnum, heldur er það jaðarverk sem einhver innan hópnum hefur þá kannski besta þekkingu á eða kannast best við viðkomandi framleiðanda...
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
hannesstef skrifaði:Eftir að hafa séð annan þráð hérna á vaktinni fór ég að velta því fyrir mér hvort það væri verndaður starfstitill að vera að hanna vefsíður eða forrita eða álíka.
Maður sér alveg gífurlega mikið af fólki á vefsíðum eins og á Bland.is og í auglýsingum í blöðum að auglýsa vefsíðuhannanir, uppsetningu á tölvum og annað tölvugrúsk og ég get ekki annað en velt því fyrir mér hverskonar skaða þetta er að hafa á stöðu fólks sem hefur menntað sig í fögunum.
Ég er sjálfur ekki menntaður í tölvum og þótt ég telji mig vera talsvert flinkan við tölvur myndi ég aldrei halda því fram að ég væri einhver vefsíðuhönnuður og fara að rukka fyrir vinnu.
Veit að fólk í iðngreinum sem snúa að þjónustu (þjónar, kokkar o.s.frv.) er ekki ánægt þegar fólk er að koma fram undir allskonar titlum sem vísa í matargerð án þess að þetta fólk hafi neina formlega menntun í faginu.
Hvaða skoðun hafið þið á þessu ?
http://en.wikipedia.org/wiki/Ren%C3%A9_Redzepi Eigandi Noma
http://en.wikipedia.org/wiki/Heston_Blumenthal Eigandi The Fat Duck, 3x Michellin stjörnur
Fólk er með öfund í garð fólks sem skarar framúr á einhverju sviði án þess að þurfa að leggja jafn mikið á sig til að ná settum markmiðum.
sbr gaurinn sem öskrar "nýliði" þegar hann er drepinn í random fps leik.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1568
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Reputation: 41
- Staðsetning: Breiðholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
í flestum tilfellum þá er þetta fólk sem þú kallar "grúskara" menntað á þessu sviði, en hafa ekki tök á því að finna sér vinnu við þetta, svo það grípur til svona aðgerða til þess að ná að borga reikningana sína
CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Ekkert af þessu sem þú nefnir er lögverndað starfsheiti. T.d er kerfisfræðingur ekki lögverndað starfsheiti, því getur hvaða tölvugrúskari sem er kallað sig kerfisfræðing eða tölvara. Sama gildir um hönnuði, vefsíðuhönnuði o.þ.h. Það má hver sem er bera þessa titla.
Svo eru líka lögvernduð starfsheiti sem snúa að tölvum, t.d Tölvunarfræðingar. Það má enginn kalla sig slíkan nema hafa lokið háskólanámi í tölvunarfræði.
Svo eru líka lögvernduð starfsheiti sem snúa að tölvum, t.d Tölvunarfræðingar. Það má enginn kalla sig slíkan nema hafa lokið háskólanámi í tölvunarfræði.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Mér finnst að allt *fræðingur og *hönnuður ætti að vera lögverndað.
Bjánalegt að hver sem er geti bara kallað sig vefsíðuhönnuð og stofnað fyrirtæki sem selur sig út á slíku. Og geri það mjög illa og komi óorði á þennan bransa, eins og þessi Vefstofa t.d.
Bjánalegt að hver sem er geti bara kallað sig vefsíðuhönnuð og stofnað fyrirtæki sem selur sig út á slíku. Og geri það mjög illa og komi óorði á þennan bransa, eins og þessi Vefstofa t.d.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Þarf ekki að vera staðlað próf eftir menntun sem veita lögverndun? samanber sveinsprófi hjá iðnaðarmönnum.
Electronic and Computer Engineer
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 998
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Í stað þess að titla þig hönnuð þá getur þú einfaldlega sagt að þú takir að þér að hanna og forrita vefsíður. Að vera grafískur hönnuður er t.d. lögverndað starfsheiti en þú gætir hugsanlega titlað þig sjálflærðan.
Einfalt dæmi um hversu mikið kjaftæði það getur verið að dæma listamenn eftir því hvaða formlega menntun þeir hafa, -þá er hægt að nefna Peter Jackson og Quentin Tarantino, þeir hættu báðir ungir í námi. Það stafar engum hætta af því þótt þú sért að hanna vefsíður eða grafík, þótt það geti átt um margar aðrar greinar. Það getur haft bein áhrif á heilsu fólks að matreiða og þú getur valdið því skaða. Þú getur drepið fólk ef þú ferð að titla þig arkítekt og ferð að smíða háhýsi... en gangi ykkur vel að finna leið til að drepa með tölvugrafík án þess að það sé trúarlegs eðlis.
Það er mikið af lærðu fólki sem skortir reynslu og bara gapir það er svo vant því að vera að skrifa eitthverjar ritgerðir. Láttu verkin tala, það hafa ekki allir efni á að vera að borga háskólagengnu fólki fyrir vinnu sem er ekki alltaf betri en hjá sjálfmenntuðu fólki.
Einfalt dæmi um hversu mikið kjaftæði það getur verið að dæma listamenn eftir því hvaða formlega menntun þeir hafa, -þá er hægt að nefna Peter Jackson og Quentin Tarantino, þeir hættu báðir ungir í námi. Það stafar engum hætta af því þótt þú sért að hanna vefsíður eða grafík, þótt það geti átt um margar aðrar greinar. Það getur haft bein áhrif á heilsu fólks að matreiða og þú getur valdið því skaða. Þú getur drepið fólk ef þú ferð að titla þig arkítekt og ferð að smíða háhýsi... en gangi ykkur vel að finna leið til að drepa með tölvugrafík án þess að það sé trúarlegs eðlis.
Það er mikið af lærðu fólki sem skortir reynslu og bara gapir það er svo vant því að vera að skrifa eitthverjar ritgerðir. Láttu verkin tala, það hafa ekki allir efni á að vera að borga háskólagengnu fólki fyrir vinnu sem er ekki alltaf betri en hjá sjálfmenntuðu fólki.
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
Re: Tölvugrúsk lögverndað
upg8 skrifaði:Í stað þess að titla þig hönnuð þá getur þú einfaldlega sagt að þú takir að þér að hanna og forrita vefsíður. Að vera grafískur hönnuður er t.d. lögverndað starfsheiti en þú gætir hugsanlega titlað þig sjálflærðan.
Einfalt dæmi um hversu mikið kjaftæði það getur verið að dæma listamenn eftir því hvaða formlega menntun þeir hafa, -þá er hægt að nefna Peter Jackson og Quentin Tarantino, þeir hættu báðir ungir í námi. Það stafar engum hætta af því þótt þú sért að hanna vefsíður eða grafík, þótt það geti átt um margar aðrar greinar. Það getur haft bein áhrif á heilsu fólks að matreiða og þú getur valdið því skaða. Þú getur drepið fólk ef þú ferð að titla þig arkítekt og ferð að smíða háhýsi... en gangi ykkur vel að finna leið til að drepa með tölvugrafík án þess að það sé trúarlegs eðlis.
Það er mikið af lærðu fólki sem skortir reynslu og bara gapir það er svo vant því að vera að skrifa eitthverjar ritgerðir. Láttu verkin tala, það hafa ekki allir efni á að vera að borga háskólagengnu fólki fyrir vinnu sem er ekki alltaf betri en hjá sjálfmenntuðu fólki.
Tja.. ekki beint drepið fólk en ef fólk setur upp vefverslun sem er ekki nægilega örugg að þá getur það haft vissar afleiðingar.
En annars með arkitektúr, að þá er ég nokkuð viss um að það séu byggingarverkfræðingar sem sjáum að háhýsi standist vissar kröfur enda er verkfræði lögverndað.
Ég er líka nokkuð viss um að þú myndir ekki ráða Gunna útí bæ til þess að hanna sjálfstýringu í Boeing flugvél eins og þú myndir láta hann hana næsta háhýsi, bara af því að hann kann smá á C eða smíðað kofa upp í sveit.
Þetta snýst kannski ekki beint um ábyrgð, heldur að þegar þú hefur lokið vissu námi að þá færðu vissan titil og það að hver sem er getur notað þennan titil, óháð reynslu og menntun, er ekki jákvætt fyrir stéttina.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 998
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Auðvitað á fólk ekki að titla sig eitthvað nema það sé verðskuldað, en ég get bætt við Steven Spielberg... honum var hafnað inngöngu í hefðbundna kvikmyndaskóla svo hann lærði ensku í staðin. Hann fékk ekki prófgráðu fyrr en eftir að hann varð frægur... hræðilegt alveg og skömm fyrir leikstjórastéttina
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
Re: Tölvugrúsk lögverndað
hkr skrifaði:...
En annars með arkitektúr, að þá er ég nokkuð viss um að það séu byggingarverkfræðingar sem sjáum að háhýsi standist vissar kröfur enda er verkfræði lögverndað.
...
Arkitekt er líka lögverndað. Annars þá er fullt af fólki sem lærði verkfræði á sama tíma og ég sem ég myndi aldrei treysta til að hanna hús fyrir mig. /offtopic
common sense is not so common.
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Réttur fólks til að vinna við það sem það vill er stjórnarskrárvarinn.
End of discussion.
End of discussion.
*-*
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
appel skrifaði:Réttur fólks til að vinna við það sem það vill er stjórnarskrárvarinn.
End of discussion.
Væntanlega að undangenginni menntun eftir því sem við á.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
appel skrifaði:Réttur fólks til að vinna við það sem það vill er stjórnarskrárvarinn.
End of discussion.
Þetta er reyndar gríðarleg einföldun.
Þar sem að þú mátt einfaldlega ekki kalla þig lögvernduðu starfsheiti nema geta sýnt uppá það.
þú getur alveg unnið sem smiður, en þú mátt ekki kalla þig húsasmíðameistara nema vera búinn með meistaranám og álíka.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Þessi umræða minnir mig á umræðuna um að Ljósmyndari sé lögverndað vinnuheiti.
Upphafleg rök/ástæða snérist í kringum framköllun, og að ljósmyndarar væru að vinna með hættuleg efni, sem er ótrúlega fáheyrt í nútímanum.
Í kringum þá umræðu stigu einmitt sumir faglærðir Ljósmyndarar fram og lýstu yfir áhyggjum sínum á "áhugaljósmyndurum", því þar sem áhugamenn væru jú ekki faglærðir, þá væru þeir líklegir til að gera hlutina illa og koma slæmu orði á stéttina.
Þessi hópur, rétt eins og sumir hérna, er á algjörum villigötum.
Nám kennir auðvitað ákveðin undirstöðuatriði, en það er engin trygging á gæðum.
Rétt eins og það er enginn skortur á faglærðum ljósmyndurum sem eiga það til að taka hræðilegar ljósmyndir, og rukka svo fyrir það.
Það geta alveg verið til rök fyrir því að Ljósmyndari eigi að vera lögverndað vinnuheiti, en "gæði" er sannarlega ekki eitt af þeim.
Það er alveg sjálfsagt að fyrir hverja stétt sé til eitthvað lögverndað vinnuheiti sem einstaklingar geta náð sér í í gegnum nám.
Þó það væri ekki nema bara til þess að þeir sem hafa eytt nokkrum árum í skólagöngu geti á einhvern hátt aðgreint sig frá öðrum.
(Á þessum nótum má alveg segja að það sé ekkert að því að þeir sem hafi eytt tíma í ljósmyndunarnám fái að eiga starfsheitið "Ljósmyndari".)
En það er engin áskrift á gæði.
Einstaklingurinn á bakvið <insertnamevefhönnunarfyrirtæki> gæti vel verið búinn með eitthvað margmiðlunarnám, jafnvel forritun, það hefur bara ekkert með það að segja hvort viðkomandi nýti sér free template eða ekki, eða hversu vel síðan er skrifuð.
Verkin tala fyrir sig. Í nær öllum stéttum byggja einstaklingar upp orðspor.
Það væri gaman ef þið gætuð safnað saman rökum fyrir því að vefhönnuður eða önnur "tölvugrúsk"-related starfsheiti ættu að vera lögvernduð.
Þó með þeim takmörkunum að gæði og hvort einstaklingar noti free template eða ekki séu ekki valid rök.
Athugsasemdin frá hkr er t.d. dæmi um valid rök (ábyrgð) að mínu mati:
Upphafleg rök/ástæða snérist í kringum framköllun, og að ljósmyndarar væru að vinna með hættuleg efni, sem er ótrúlega fáheyrt í nútímanum.
Í kringum þá umræðu stigu einmitt sumir faglærðir Ljósmyndarar fram og lýstu yfir áhyggjum sínum á "áhugaljósmyndurum", því þar sem áhugamenn væru jú ekki faglærðir, þá væru þeir líklegir til að gera hlutina illa og koma slæmu orði á stéttina.
Þessi hópur, rétt eins og sumir hérna, er á algjörum villigötum.
Nám kennir auðvitað ákveðin undirstöðuatriði, en það er engin trygging á gæðum.
Rétt eins og það er enginn skortur á faglærðum ljósmyndurum sem eiga það til að taka hræðilegar ljósmyndir, og rukka svo fyrir það.
Það geta alveg verið til rök fyrir því að Ljósmyndari eigi að vera lögverndað vinnuheiti, en "gæði" er sannarlega ekki eitt af þeim.
Það er alveg sjálfsagt að fyrir hverja stétt sé til eitthvað lögverndað vinnuheiti sem einstaklingar geta náð sér í í gegnum nám.
Þó það væri ekki nema bara til þess að þeir sem hafa eytt nokkrum árum í skólagöngu geti á einhvern hátt aðgreint sig frá öðrum.
(Á þessum nótum má alveg segja að það sé ekkert að því að þeir sem hafi eytt tíma í ljósmyndunarnám fái að eiga starfsheitið "Ljósmyndari".)
En það er engin áskrift á gæði.
Einstaklingurinn á bakvið <insertnamevefhönnunarfyrirtæki> gæti vel verið búinn með eitthvað margmiðlunarnám, jafnvel forritun, það hefur bara ekkert með það að segja hvort viðkomandi nýti sér free template eða ekki, eða hversu vel síðan er skrifuð.
Verkin tala fyrir sig. Í nær öllum stéttum byggja einstaklingar upp orðspor.
Það væri gaman ef þið gætuð safnað saman rökum fyrir því að vefhönnuður eða önnur "tölvugrúsk"-related starfsheiti ættu að vera lögvernduð.
Þó með þeim takmörkunum að gæði og hvort einstaklingar noti free template eða ekki séu ekki valid rök.
Athugsasemdin frá hkr er t.d. dæmi um valid rök (ábyrgð) að mínu mati:
hkr skrifaði:en ef fólk setur upp vefverslun sem er ekki nægilega örugg að þá getur það haft vissar afleiðingar.
Mkay.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
appel skrifaði:Réttur fólks til að vinna við það sem það vill er stjórnarskrárvarinn.
End of discussion.
Ef þetta væri rétt hjá þér þá væri þetta EoD, en þetta er ekki rétt hjá þér:
75. gr.Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Og þar með (og hefur nú) hefst umræðan um það hvort að almannahagsmunir krefjist þess að lögvernda tölvugrúsk.
Modus ponens
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Höfum bara hugfast að atvinnumaður er ekki endilega fagmaður, og fagmaður er endilega ekki atvinnumaður.
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Sé ekki pointið í því að lögvernda starfsheitið Vefhönnuður, ekkert sem kemst nálægt því að krefjast þess ...
Ekki heldur almennt Tölvugrúsk, kemur ekkert nálægt almannahagsmunum. ónei einhver ófaglærður gaur gerði við tölvuna mína og núna virkar hún ekki lengur! .. ohnoescallthecoastguardandthedepartmentofjustice...
Kerfisfræðingur og Tölvunarfræðingur er góð leið til að skilja á milli þá sem hafa formlega tölvumenntun og þá sem hafa óformlega menntun, þótt mér finnist nú orðið Kerfisfræðingur vera flottara en það er bara persónuleg skoðun Það mætti kannski upplýsa almenning betur um muninn á þessum tvennum.
Og Atvinnuljósmyndaradæmið er úrelt, ljósmyndarar eru löngu hættir að meðhöndla hættuleg efni til framköllunar svo það ætti að fella niður þá lögverndum en þetta er ekki þráðurinn til að vera að rífast um einhverja ljósmyndastarfsheiti.
Ekki heldur almennt Tölvugrúsk, kemur ekkert nálægt almannahagsmunum. ónei einhver ófaglærður gaur gerði við tölvuna mína og núna virkar hún ekki lengur! .. ohnoescallthecoastguardandthedepartmentofjustice...
Kerfisfræðingur og Tölvunarfræðingur er góð leið til að skilja á milli þá sem hafa formlega tölvumenntun og þá sem hafa óformlega menntun, þótt mér finnist nú orðið Kerfisfræðingur vera flottara en það er bara persónuleg skoðun Það mætti kannski upplýsa almenning betur um muninn á þessum tvennum.
Og Atvinnuljósmyndaradæmið er úrelt, ljósmyndarar eru löngu hættir að meðhöndla hættuleg efni til framköllunar svo það ætti að fella niður þá lögverndum en þetta er ekki þráðurinn til að vera að rífast um einhverja ljósmyndastarfsheiti.
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Haxdal skrifaði:Sé ekki pointið í því að lögvernda starfsheitið Vefhönnuður, ekkert sem kemst nálægt því að krefjast þess ...
Ekki heldur almennt Tölvugrúsk, kemur ekkert nálægt almannahagsmunum. ónei einhver ófaglærður gaur gerði við tölvuna mína og núna virkar hún ekki lengur! .. ohnoescallthecoastguardandthedepartmentofjustice...
Kerfisfræðingur og Tölvunarfræðingur er góð leið til að skilja á milli þá sem hafa formlega tölvumenntun og þá sem hafa óformlega menntun, þótt mér finnist nú orðið Kerfisfræðingur vera flottara en það er bara persónuleg skoðun Það mætti kannski upplýsa almenning betur um muninn á þessum tvennum.
Og Atvinnuljósmyndaradæmið er úrelt, ljósmyndarar eru löngu hættir að meðhöndla hættuleg efni til framköllunar svo það ætti að fella niður þá lögverndum en þetta er ekki þráðurinn til að vera að rífast um einhverja ljósmyndastarfsheiti.
Af hverju ætti Vefhönnuður ekki að vera lögverndað, rétt eins og Grafískur hönnuður?
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Re: Tölvugrúsk lögverndað
intenz skrifaði:Haxdal skrifaði:Sé ekki pointið í því að lögvernda starfsheitið Vefhönnuður, ekkert sem kemst nálægt því að krefjast þess ...
<snip>
Af hverju ætti Vefhönnuður ekki að vera lögverndað, rétt eins og Grafískur hönnuður?
Grafískur Hönnuður ætti ekki heldur að vera lögverndað.. Engir almannahagsmunir þar á ferð.
Skulum bara afgreiða hvað mér finnst um lög 8/1996 á einu bretti.
- 1. verkfræðinga, Já
2. tæknifræðinga, Já (ef þetta er það sem ég held að þetta sé)
3. arkitekta (húsameistara), Já
4. byggingafræðinga, Já
5. [húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða) eða hluta þessa starfsheitis],1) Nei
6. iðnfræðinga, Já
7. [landslagsarkitekta (landslagshönnuða) …], Nei
8. skipulagsfræðinga, Já
[9. raffræðinga], Já (er þetta ekki rafvirkjadótið?)
[10. tölvunarfræðinga], Meh, er á báðum áttum
[11. grafískra hönnuða.] Nei
Og while we're at it, hvaða lög fjalla um lögverndun á Ljósmyndara starfsheitinu .. Google/Alþingis search -fuið mitt er að faila ..
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Haxdal skrifaði:intenz skrifaði:Haxdal skrifaði:Sé ekki pointið í því að lögvernda starfsheitið Vefhönnuður, ekkert sem kemst nálægt því að krefjast þess ...
<snip>
Af hverju ætti Vefhönnuður ekki að vera lögverndað, rétt eins og Grafískur hönnuður?
Grafískur Hönnuður ætti ekki heldur að vera lögverndað.. Engir almannahagsmunir þar á ferð.
Skulum bara afgreiða hvað mér finnst um lög 8/1996 á einu bretti.1. verkfræðinga, Já
2. tæknifræðinga, Já (ef þetta er það sem ég held að þetta sé)
3. arkitekta (húsameistara), Já
4. byggingafræðinga, Já
5. [húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða) eða hluta þessa starfsheitis],1) Nei
6. iðnfræðinga, Já
7. [landslagsarkitekta (landslagshönnuða) …], Nei
8. skipulagsfræðinga, Já
[9. raffræðinga], Já
[10. tölvunarfræðinga], Meh, er á báðum áttum
[11. grafískra hönnuða.] Nei
Það geta orðið alvarleg slys útfrá illa hönnuðum húsgögnum.
Annars er held ég að flestir hérna þekki dæmi um mjög hæfa ólærða "Tölvugrúskara" og mjög óhæfa lærða.
En það er þeirra ólærðu að skapa sér nafn og láta dæma eftir verkum sínum. Yfirleitt erfiðara fyrir þá að fá störf því þeir geta ekki vippað prófi uppá borðið.
Sé ekki að almannahagsmunir séu hér í beinni hættu.
Re: Tölvugrúsk lögverndað
beggi90 skrifaði:Það geta orðið alvarleg slys útfrá illa hönnuðum húsgögnum.
Rétt, en varla almannahagsmunir í húfi. Ohnoesþessigaurselurstólsemgeturbrotnað!call112andthefiredepartment.
Oft verið alvarleg slys útaf húsgögnum sem líklegast "faglærðir húsgagnasmiðir" hafa hannað ala t.d. Ikea.
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Góðar umræður, er sammála því að það er erfitt að banna fólki að sinna tölvugrúski sem hefur ekki menntað sig í því en það er spurning hvort það séu einhver samtök fyrir menntað fólk í tölvugreinum sem myndi reyna að setja sig betur fram sem heild eins og t.d. málarar hafa verið að gera með að auglýsa að fólk fái menntaða málara til sín "til að þetta sé gert almennilega".
Veit að langflestir sem eru að rukka fyrir vinnu í tölvugrúski gera það vel þrátt fyrir að vera með gráðu í því eða ekki en ég held að vandamálið fyrir hinn almenna borgara að hann veit ekki hvað gæti talist vera góð hönnun á síðunni og hvað væri ekki, hann veit ekki hvort að einhver sé að taka ókeypis wordpress layout, henda inn nokkrum myndum inn í það og selja þetta á tugi þúsunda í staðinn fyrir fagmannlega uppsetta vefsíðu.
Veit að langflestir sem eru að rukka fyrir vinnu í tölvugrúski gera það vel þrátt fyrir að vera með gráðu í því eða ekki en ég held að vandamálið fyrir hinn almenna borgara að hann veit ekki hvað gæti talist vera góð hönnun á síðunni og hvað væri ekki, hann veit ekki hvort að einhver sé að taka ókeypis wordpress layout, henda inn nokkrum myndum inn í það og selja þetta á tugi þúsunda í staðinn fyrir fagmannlega uppsetta vefsíðu.
Re: Tölvugrúsk lögverndað
Það versta fyrir stéttina sem heild er ekki það að það sé ófaglært fólk sem er að vinna við þetta. Það versta er "áhugafólk" sem fer framhjá reglum um rekstur sem aðrir þurfa að fara eftir og undirbýður. Það býr til ranghugmyndir um verðmæti vinnunnar. Þetta er einn af þeim punktum sem atvinnuljósmyndararnir voru með. En það fynda er að útaf reglum um lögverndun þá mátti þetta fólk sem var í samkeppni við þá ekki reka fyrirtækið sitt löglega.
Hvað lærum við af því? Ef hlutir sem fólk getur lært upp á sitt einsdæmi og orðið fært í, eins og tölvugrúsk eða ljósmyndun, eru lögverndaðir þá stoppar það ófaglærða ekkert í því að bjóða þjónustuna sína. Við værum bara að búa til annað vandamál sem ég gæti ímyndað mér að væri mun verra fyrir samfélagið á endanum.
Btw. þessi listi yfir lögvernduð starfsheiti er ekki tæmandi. Vantar t.d. félagsráðgjafa inn í þetta.
Hvað lærum við af því? Ef hlutir sem fólk getur lært upp á sitt einsdæmi og orðið fært í, eins og tölvugrúsk eða ljósmyndun, eru lögverndaðir þá stoppar það ófaglærða ekkert í því að bjóða þjónustuna sína. Við værum bara að búa til annað vandamál sem ég gæti ímyndað mér að væri mun verra fyrir samfélagið á endanum.
Btw. þessi listi yfir lögvernduð starfsheiti er ekki tæmandi. Vantar t.d. félagsráðgjafa inn í þetta.