Kerfisfræði með vinnu í HR
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1652
- Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
- Reputation: 6
- Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
- Staða: Ótengdur
Kerfisfræði með vinnu í HR
Eru einhverjir hér sem hafa tekið Kerfisfræði í HR með vinnu (HMV) eða þá bara í fullu námi og getur sagt mér aðeins frá þessu, hvernig ykkur líkar, hvernig kennararnir eru og slíkt
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Kerfisfræði með vinnu í HR
Mér skilst af þeim sem ég þekki og eru í þessu að þetta sé mjög fínt nám. Þetta er í raun tölvunarfræði án fræðilegu áfanganna (endilega leiðréttið þetta ef ég er að fara með fleipur) þannig að þetta ætti að vera skemmtilegt.
Ooog HR eru með mjög góða kennara (eins og HÍ) á þessu sviði.
Ooog HR eru með mjög góða kennara (eins og HÍ) á þessu sviði.
-
- spjallið.is
- Póstar: 498
- Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
- Reputation: 3
- Staðsetning: 6° norðar en helvíti
- Staða: Ótengdur
Re: Kerfisfræði með vinnu í HR
coldcut skrifaði:Mér skilst af þeim sem ég þekki og eru í þessu að þetta sé mjög fínt nám. Þetta er í raun tölvunarfræði án fræðilegu áfanganna (endilega leiðréttið þetta ef ég er að fara með fleipur) þannig að þetta ætti að vera skemmtilegt.
Ooog HR eru með mjög góða kennara (eins og HÍ) á þessu sviði.
Heyrðu ég er í þessu námi eins og er og er að klára annað ár.
Og er gríðalega ánægður með það.
Það sem mér finnst best við það er að það gengur upp í "tölvunarfræðing" ef þú hefur áhuga á að bæta við þig 1x ári í dagnámi í endann.
en ef þig langar að vita eitthvað meira sendu mér þá bara línu í PM og ég skal henda á þig skype- nafninu hjá mér (ég nenni ekki að skrifa TLDR; póst )
(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Kerfisfræði með vinnu í HR
Miniútgáfa af tölvunarfræðinni, fínt ef þú vilt læra forritun og fá einhverskonar gráðu.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kerfisfræði með vinnu í HR
Ég tók þetta með vinnu fyrir nokkrum árum, mæli tvímælalaust með þessu. Tók svo BSc-inn strax í kjölfarið. Þetta gefur manni tækifæri á að klára háskólanám án þess að þurfa námslán sem verður að teljast stór kostur.