Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Skjámynd

Höfundur
tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf tanketom » Mið 20. Mar 2013 16:11

Jæja ég var að fá pakka í dag Belkin Play Powerline HD 1000Mbps Dual Pack Gaming Home Networking adaptor
Þetta gerir mig semsagt kleyft að fá netið í gegnum rafmagn i stað þess að leiða langa net snúru í gegnum alla íbúðina/húsið :happy Þeir sem vissu það nú ekki þegar.
En það sem ég sá helst við þennan að hann stiður allt að 1000 Mbit/s hraða sem er sá sami og þú munt fá úr snúru ef mig skjátlast ekki og er sérhannaður fyrir streaming og leiki :D
Þeir eru ekki seldir hérna á íslandi og sá öflugast sem þú getur fengið hér heima er 500 Mbit/s, ég er búinn að smella þessu öllu í samband og er þetta alveg að fara eftir öllum eftirvæntingum O:)

Ég fór að pæla að flytja nokkra svona pakka inn fyrir þá sem vildu semsagt twin pack og three pack, ég gæti látið þetta frá mér á sirka 12 - 15.000 kr

http://www.belkin.com

Mynd


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf Viktor » Mið 20. Mar 2013 16:13

Ertu að tengja tölvu beint í router með þessu?
Hvað ertu að fá í speedtest?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf tanketom » Mið 20. Mar 2013 16:18

Sallarólegur skrifaði:Ertu að tengja tölvu beint í router með þessu?
Hvað ertu að fá í speedtest?


já þetta er semsagt sáraeinföld uppsettning, hér er smá video, hvernig þetta virkar, en já fyrir utan að þetta er ekki með þráðlausum búnaði

Síðast breytt af tanketom á Mið 20. Mar 2013 16:29, breytt samtals 1 sinni.


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 67
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf demaNtur » Mið 20. Mar 2013 16:24

Sallarólegur skrifaði:Hvað ertu að fá í speedtest?


:evillaugh



Skjámynd

Höfundur
tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf tanketom » Mið 20. Mar 2013 16:29

demaNtur skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hvað ertu að fá í speedtest?


:evillaugh


ég er með ljósnet hjá Tal, hefur reyndar ekki verið að gera sig hérna uppá álftanesi þarf að hafa samband við þá en ég ætla prófa 3 aðferðir hérna á eftir, semsagt Powerline vs Wireless vs Ethernet Networking
og koma með niðurstöður hérna :D

hér gerði hann það sama reyndar bara með 200Mbit/s Adapter


EDID: Hér eru niðurstöðurnar og prófaði ég hvern og einn nokkrum sinnum, þessar niðurstöður skil ég bara ekki alveg :-k(semsagt með ping að gera) verð örugglega bara prófa hans aðferð hérna fyrir ofan, en að mínu mati er netið alveg jafn stöðugt og með snúru og mikið hraðara

Ethernet
Mynd

Powerline
Mynd

Wireless(300Mbit/s Netkort í borðtölvu)
Mynd


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf hagur » Mið 20. Mar 2013 17:10

Greinilegt að þarna er Internetið verulegur bottle-neck hjá þér og því ekki óeðlilegt að þú fáir nánast alveg sama hraða í öllum þremur prófum.

Geturðu prófað að kópera nokkura gígabæta skrá á milli tveggja tölva hjá þér, fyrst í gegnum kapal, svo WIFI og loks powerline? Þá sjáum við virkilega throughput-ið á þessu. Þetta hljómar eiginlega of vel til að vera satt ;-)



Skjámynd

Höfundur
tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf tanketom » Mið 20. Mar 2013 17:23

hagur skrifaði:Greinilegt að þarna er Internetið verulegur bottle-neck hjá þér og því ekki óeðlilegt að þú fáir nánast alveg sama hraða í öllum þremur prófum.

Geturðu prófað að kópera nokkura gígabæta skrá á milli tveggja tölva hjá þér, fyrst í gegnum kapal, svo WIFI og loks powerline? Þá sjáum við virkilega throughput-ið á þessu. Þetta hljómar eiginlega of vel til að vera satt ;-)


já eins og ég sagði hér fyrir ofan er netið búið að vera :pjuke hérna, en já ég ætla smella niðurstöðu á því þegar ég kem aftur heim :megasmile


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf capteinninn » Mið 20. Mar 2013 17:46

Þetta fer mjög mikið eftir rafmagnslínunum líka.

T.d. eru mínar algjört rusl og ég næ með því að tengja beint í boxið um 95 mb/s í speedtest en ef ég tengi yfir rafmagnið dett ég niður í 40-50.

Ætla að draga kapal í stokk frá routernum í tölvuherbergið við tækifæri frekar en að hafa þetta svona



Skjámynd

Höfundur
tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf tanketom » Mið 20. Mar 2013 17:50

hannesstef skrifaði:Þetta fer mjög mikið eftir rafmagnslínunum líka.

T.d. eru mínar algjört rusl og ég næ með því að tengja beint í boxið um 95 mb/s í speedtest en ef ég tengi yfir rafmagnið dett ég niður í 40-50.

Ætla að draga kapal í stokk frá routernum í tölvuherbergið við tækifæri frekar en að hafa þetta svona


já það rétt, ég er reyndar í mjög nýlegri blokk, þannig að rafmagnslína ætti að vera nokkuð góð hér bíst ég við


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do


Televisionary
FanBoy
Póstar: 705
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf Televisionary » Mið 20. Mar 2013 19:26

Sýndu iperf prófun á milli tveggja punkta þá fyrst er hægt að sjá hversu marktækt þetta er. Þú getur fræðst um iperf t.d. hérna: http://packetlife.net/blog/2011/feb/28/ ... lem-iperf/



Skjámynd

Höfundur
tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf tanketom » Fim 21. Mar 2013 14:30

Televisionary skrifaði:Sýndu iperf prófun á milli tveggja punkta þá fyrst er hægt að sjá hversu marktækt þetta er. Þú getur fræðst um iperf t.d. hérna: http://packetlife.net/blog/2011/feb/28/ ... lem-iperf/


Mynd

fyrsta prófuninn er ekki að marka, þar er semsagt notaði ég sömu tölvuna til að prófa þetta.

ég prófaði hérna að tengjast semsagt með fartölvu, í gegnum þráðlaust net og borðtölvan var teng með powerline það var fyrsta prófunin, svo fannst mér svoldið skrýtið þar sem ég prófaði 2 test með fartölvuna tengda með netsnúru og borðatölvan var tengd powerline og eins og þið sjáið á myndinni að það er rosalega mikill munur, er þetta línan í húsið sem er svona óstöðug? Ég reyndar eftir að opna portið fyrir þessu í routerinn, kanski það sé að hafa þessi áhrif


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf svensven » Fim 21. Mar 2013 14:34

tanketom skrifaði:
ég prófaði hérna að tengjast semsagt með fartölvu, í gegnum þráðlaust net og borðtölvan var teng með powerline það var fyrsta prófunin, svo fannst mér svoldið skrýtið þar sem ég prófaði 2 test með fartölvuna tengda með netsnúru og borðatölvan var tengd powerline og eins og þið sjáið á myndinni að það er rosalega mikill munur, er þetta línan í húsið sem er svona óstöðug? Ég reyndar eftir að opna portið fyrir þessu í routerinn, kanski það sé að hafa þessi áhrif


Portin ættu nú ekki að hafa áhrifa á þetta þar sem þetta er innan sama local nets.



Skjámynd

Höfundur
tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - 1000Mbit/s

Pósturaf tanketom » Fim 21. Mar 2013 14:45

svensven skrifaði:
tanketom skrifaði:
ég prófaði hérna að tengjast semsagt með fartölvu, í gegnum þráðlaust net og borðtölvan var teng með powerline það var fyrsta prófunin, svo fannst mér svoldið skrýtið þar sem ég prófaði 2 test með fartölvuna tengda með netsnúru og borðatölvan var tengd powerline og eins og þið sjáið á myndinni að það er rosalega mikill munur, er þetta línan í húsið sem er svona óstöðug? Ég reyndar eftir að opna portið fyrir þessu í routerinn, kanski það sé að hafa þessi áhrif


Portin ættu nú ekki að hafa áhrifa á þetta þar sem þetta er innan sama local nets.


nei ég hélt einmitt það sama, en ég var að horfa á kennslumyndband um þetta og þar er sagt að ég verð að opna port til þess að þetta virki
http://www.youtube.com/watch?v=EKZo8XCJl9A

edit: eitthvað hefur breytt hraðanum eftir að ég smellti splitternum í samband sem ég fékk frá Tal og hélt að væri nú tilgangslaus #-o
Mynd


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do