Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Mán 11. Mar 2013 23:02

Eftir að hafa nýlega tapað 3ja harðadisknum mínum á 4 árum er ég kominn með þráhyggju fyrir gagnaöryggi. Er að leita að lausn til að tryggja mig og mína fjölskyldu þar sem fjölskyldumeðlimum hefur verið að fjölga og ljósmyndum í samræmi við það. Ég er búinn að lesa mig skakkan á erlendum spjöllum um bæði tilbúin NAS box og heimatilbúna servera keyrða á *nix kerfum og er kominn í hálfgerðan hnút. Langar rosalega mikið til að byggja minn eigin server en hef ekki ennþá rekist á stýrikerfi sem hefur það sem ég vill hafa. Þannig að ég leita á náðir ykkar og spyr, vitiði um gott frítt stýrikerfi sem hefur stækkanlegt software raid fæla kerfi sem hefur 2 drifa öryggi (raid6 öryggi), webgui þar sem mig langar til að geta stjórnað vélinni eingöngu í gegnum netið, hefur alla almenna samskiptamöguleika s.s. cifs, nfs, afp, ftp, rsync, ssh...? Einnig vill ég geta keyrt torrent og önnur forrit til að geta streamað vídeó og tónlist af servernum í sjónvarpið, borðtölvu tengda við sama net eða út yfir internetið ef ég er á ferðinni. Vill taka það fram að mér finnst það mjög mikilvægt að geta stækkað raid volumið eftirá og þá helst á meðan serverinn er í keyrslu. Mig langar ekki að þurfa að búa alltaf til nýtt raid volume og neyða mig þannig til að kaupa alltaf minnst 4 diska í einu.

Semsagt, hugmyndin er að þetta verði miðlægur mediaserver fyrir mig og mjög öruggur geymslustaður fyrir mig, fjölskyldu mína og nána vini.

Ef þessi hugmynd með samsett *nix box gengur ekki upp þá er ég einnig búinn að vera að pæla í Synology DS1812+ ef einhver vill meina að NAS box sé málið.


Takk


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf CendenZ » Mán 11. Mar 2013 23:07

búinn að lesa þér til um Nas4free ?
Bögl að setja það upp en uppfyllir kröfurnar þínar



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Mán 11. Mar 2013 23:20

CendenZ skrifaði:búinn að lesa þér til um Nas4free ?
Bögl að setja það upp en uppfyllir kröfurnar þínar

Já búinn að lesa um NAS4free og FreeNAS og þau nota bæði ZFS fælakerfið sem að mér vitandi styður ekki volume expanding. Þar sem mig langar ekki að kaupa fullt af HDD núna strax í byrjun þá er þetta nánast möst finnst mér, vill geta bætt við HDD einum og tvem í einu í sama poolið ef þú skilur mig.

Edit: einnig er ekki raid6 í NAS4free, bara raid5. FreeNAS hefur hinsvegar raidz2 sem er software raid6.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf fallen » Mán 11. Mar 2013 23:49



Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 11. Mar 2013 23:55

Ubuntu+Webmin



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Þri 12. Mar 2013 00:02

fallen skrifaði:unRAID?

Var einhvertíman búinn að skoða unRaid en sló það út af borðinu af einhverjum ástæðum, minnir að ég hafi ekki fundið nóg af upplýsingum sem ég rakst beint á núna eða kannski langaði mig bara ekki að borga 120 dollara. Getur líka verið að það hafi verið á þeim tíma sem ég var að spá í að kaupa 24 diska kassa en unRaid styður max 22. Skoða unRaid á morgun en er samt ennþá að leita að fleiri hugmyndum.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Þri 12. Mar 2013 00:04

Kristján Gerhard skrifaði:Ubuntu+Webmin

Hvaða file system ætti ég þá að nota til að fá software raid6 með expandable volume-i?


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 12. Mar 2013 00:36

Byrjar með software raid5/6 stæðu og þegar þú stækkar býrð þú til aðra og sameinar með LVM. Nota bara ext3 eða ext4 á stæðuna, skiptir það nokkuð svo miklu máli.

NB. Ég hef ekki framkvæmt þetta en ég sé ekkert þessu til fyrirstöðu.



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Þri 12. Mar 2013 01:04

Kristján Gerhard skrifaði:Byrjar með software raid5/6 stæðu og þegar þú stækkar býrð þú til aðra og sameinar með LVM. Nota bara ext3 eða ext4 á stæðuna, skiptir það nokkuð svo miklu máli.

NB. Ég hef ekki framkvæmt þetta en ég sé ekkert þessu til fyrirstöðu.

Langar til að sleppa því svo ég þurfi ekki að kaupa 4 diska í hvert skipti sem ég bæti við plássi. Raid6 þarf að mig minnir minnst 4 diska þannig að þegar mig langar að stækka um TB eða tvö þá neyðist ég til að kaupa 4 diska myndi þá kosta mig eitthvað í kringum 80þ kall (100þ ef ég myndi velja 3TB Red diska hérna úti). Tel það sem mjög stóran kost að geta keypt bara einn og einn disk á 25þ og bætt við.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf mind » Þri 12. Mar 2013 09:45

odinnn skrifaði:Já búinn að lesa um NAS4free og FreeNAS og þau nota bæði ZFS fælakerfið sem að mér vitandi styður ekki volume expanding. Þar sem mig langar ekki að kaupa fullt af HDD núna strax í byrjun þá er þetta nánast möst finnst mér, vill geta bætt við HDD einum og tvem í einu í sama poolið ef þú skilur mig.

Edit: einnig er ekki raid6 í NAS4free, bara raid5. FreeNAS hefur hinsvegar raidz2 sem er software raid6.

odinnn skrifaði:Langar til að sleppa því svo ég þurfi ekki að kaupa 4 diska í hvert skipti sem ég bæti við plássi. Raid6 þarf að mig minnir minnst 4 diska þannig að þegar mig langar að stækka um TB eða tvö þá neyðist ég til að kaupa 4 diska myndi þá kosta mig eitthvað í kringum 80þ kall (100þ ef ég myndi velja 3TB Red diska hérna úti). Tel það sem mjög stóran kost að geta keypt bara einn og einn disk á 25þ og bætt við.


Óraunhæfar kröfur, þú ert að biðja um of mikið og vilt ekki borga fyrir það.
JBOD + Spare Drive/Rsync/Online backup eftir hversu mikið gagnaöryggi þú vilt er besta leiðin sem ég sé til að ná fram því sem þú vilt gera.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf emmi » Þri 12. Mar 2013 09:51

Mæli með Synology, ekki ódýrar græjur en vel þess virði. :)



Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf MuGGz » Þri 12. Mar 2013 09:54

emmi skrifaði:Mæli með Synology, ekki ódýrar græjur en vel þess virði. :)


Ég er að nota synology sem fileserver heima, mjög sáttur

Örugglega orðinn 5 ára samt þannig þeir eru örugglega orðnir töluvert flottari í dag



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf CendenZ » Þri 12. Mar 2013 12:33

Ég er nú bara með Nas4free og á einum disk af 4 er tekið backup, á þeim eru fjöldskyldumyndir.
Mér er alveg sama þótt einhver diskur með þáttum á krassar, en fjöldskyldumyndirnar eru á 2 diskum hérna heima og á dropboxi. Það er alveg nógu öruggt:)




Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf Vaski » Þri 12. Mar 2013 13:35

Ertu búin að skoða OpenMediaVault? http://www.openmediavault.org/ Mér sýnist að það geti gert mest af þessu sem þú ert að leita eftir, enda byggt á Debian (og því óendanlegir möguleikar)
Og síðan bætir þú bara einum og einum disk við mdadm raidið þitt eftir þörfum (það stýrist að vísu alltaf af minsta disknum)



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Þri 12. Mar 2013 16:14

mind skrifaði:Óraunhæfar kröfur, þú ert að biðja um of mikið og vilt ekki borga fyrir það.
JBOD + Spare Drive/Rsync/Online backup eftir hversu mikið gagnaöryggi þú vilt er besta leiðin sem ég sé til að ná fram því sem þú vilt gera.

Var svo sem hræddur um það, en þar sem ég er ekki nógu vel inní *nix þá ákvað ég að spyrja. Var hræddur um að þurfa að kaupa eitthvað, er bara að reyna að spara og hef alltaf langað til að prófa *nix almennilega. Veit að flest allt ef ekki allt er til frítt á *nix en vandamálið er bara að fá allt sem maður vill á sama os-ið. Ætli ég hafi ekki aðalega beðið um frítt svo menn myndu ekki byrja að stinga uppá windows.

emmi skrifaði:Mæli með Synology, ekki ódýrar græjur en vel þess virði. :)

MuGGz skrifaði:Ég er að nota synology sem fileserver heima, mjög sáttur

Örugglega orðinn 5 ára samt þannig þeir eru örugglega orðnir töluvert flottari í dag

Finnst verðið á Synology ekkert út í hött, allavegana ekki miðað við að byggja sér sambærilegan server/NAS. Eina sem fer í taugarnar á mér með Synology DiskStation er að það er ekki Sata3 stuðningur. Serverinn sem ég er búinn að finna verð í er til dæmis sirka 20þ krónum dýrari en 1812+. Serverinn er töluvert aflmeiri en líklega mun meira vesen... og ég get ekki valið hvort ég vil (afl og "vesen" vs. einfaldleiki og ábyrð).

CendenZ skrifaði:Ég er nú bara með Nas4free og á einum disk af 4 er tekið backup, á þeim eru fjöldskyldumyndir.
Mér er alveg sama þótt einhver diskur með þáttum á krassar, en fjöldskyldumyndirnar eru á 2 diskum hérna heima og á dropboxi. Það er alveg nógu öruggt:)

Langar bara að gera þetta almennilega og geta sett upp sjálfvirkt backup hjá fjölskyldunni. Finnst einhvernvegin að ég þurfi að hafa alla diskana í sama pool-i svo þetta verði minna vesen fyrir mig að hafa stjórn á hlutunum, er það kannski bara vitleysa í mér? Kannski er ég bara orðinn svo leiður á því að flakka á milli diska að leita að fælum á mörgum mismunandi diskum.

Vaski skrifaði:Ertu búin að skoða OpenMediaVault? http://www.openmediavault.org/ Mér sýnist að það geti gert mest af þessu sem þú ert að leita eftir, enda byggt á Debian (og því óendanlegir möguleikar)
Og síðan bætir þú bara einum og einum disk við mdadm raidið þitt eftir þörfum (það stýrist að vísu alltaf af minsta disknum)

Þegar þú segjir það þá hef ég heyrt um það en greinilega gleymt því strax aftur og ekki skoðað það. Takk fyrir að benda á það, skoða það og unRaid betur í kvöld.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf mind » Þri 12. Mar 2013 17:15

odinnn skrifaði:Eina sem fer í taugarnar á mér með Synology DiskStation er að það er ekki Sata3 stuðningur.

Enda hefur heimaserver ekkert við Sata3 að gera, þú þarft SSD eða SAS diska til að geta nýtt það. Græðir lítið á 300km hraðamælir í traktor.

Á hlutum að heyra held ég þú sért best settur í bara samsettri tölvu + Open source NAS, flest hafa hlutina sem þú vildir.
Svo keyrirðu bara JBOD + file/disk copy fyrir mikilvæga dótið. Ekki gleyma offline/online backup.

Tilbúin nas box eru fín en hafa þó einn ókost, ef þú eru proprietary smíðuð þá hafa þau single point of failure (PSU eða Controller) þar til það hefur verið lagað.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf gardar » Þri 12. Mar 2013 19:40

Skoðaðu mdadm í linux, þú getur bætt við diskum og stækkað stæðuna eins og þú vilt. Getur jafnvel byrjað á raid5 og fært þig í raid6 síðar án þess að tapa gognum. Getur jafnvel byrjað með "missing disk" s.s. byrjað með raid5 stæðu með einungis 2 (ver þig auðvitað ekki gegn gagnatapi fyrren diski 3 er bætt við).

Ég hef notað mdadm mikið.

Er með eina stæðu sem byrjaði með 3 diskum í raid5 en er nú orðin 12 diskar og búið að breyta henni í raid 6. Allt án þess að þurrka gognin út, diskunum er einfaldlega bætt við, einum og einum í einu eða nokkrum í einu.

Á annarri vél flutti ég stýrikerfið yfir á mdadm raid1 stæðu, var með stýrikerfið uppsett á 1x500gb diski og var svo með tóman 500gb disk sem átti að spegla stýrikerfisdiskinn. Byrjaði á því að formatta tóma diskinn með mdadm+dm-crypt+lvm+ext4, stillti hann sem raid1 með missing diski, afritaði þar næst allt af fulla diskinum yfir á þann ný-formattaða, formattaði svo gamla stýrikerfisdiskinn eins og bætti honum svo við raid uppsetninguna.


mdadm er kúl :happy



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Þri 12. Mar 2013 21:40

mind skrifaði:Enda hefur heimaserver ekkert við Sata3 að gera, þú þarft SSD eða SAS diska til að geta nýtt það. Græðir lítið á 300km hraðamælir í traktor.

Á hlutum að heyra held ég þú sért best settur í bara samsettri tölvu + Open source NAS, flest hafa hlutina sem þú vildir.
Svo keyrirðu bara JBOD + file/disk copy fyrir mikilvæga dótið. Ekki gleyma offline/online backup.

Tilbúin nas box eru fín en hafa þó einn ókost, ef þú eru proprietary smíðuð þá hafa þau single point of failure (PSU eða Controller) þar til það hefur verið lagað.

Ég lifi eftir mottói frá Jeremy Clarkson... "POWER!!!" Annars veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og mig langar að hafa tæknina með mér eftir 5+ár.

gardar skrifaði:Skoðaðu mdadm í linux, þú getur bætt við diskum og stækkað stæðuna eins og þú vilt. Getur jafnvel byrjað á raid5 og fært þig í raid6 síðar án þess að tapa gognum. Getur jafnvel byrjað með "missing disk" s.s. byrjað með raid5 stæðu með einungis 2 (ver þig auðvitað ekki gegn gagnatapi fyrren diski 3 er bætt við).

Ég hef notað mdadm mikið.

Er með eina stæðu sem byrjaði með 3 diskum í raid5 en er nú orðin 12 diskar og búið að breyta henni í raid 6. Allt án þess að þurrka gognin út, diskunum er einfaldlega bætt við, einum og einum í einu eða nokkrum í einu.

Á annarri vél flutti ég stýrikerfið yfir á mdadm raid1 stæðu, var með stýrikerfið uppsett á 1x500gb diski og var svo með tóman 500gb disk sem átti að spegla stýrikerfisdiskinn. Byrjaði á því að formatta tóma diskinn með mdadm+dm-crypt+lvm+ext4, stillti hann sem raid1 með missing diski, afritaði þar næst allt af fulla diskinum yfir á þann ný-formattaða, formattaði svo gamla stýrikerfisdiskinn eins og bætti honum svo við raid uppsetninguna.


mdadm er kúl :happy

Er rétt byrjaður að skoða þetta en OpenMediaVault og mdadm lítur rosalega vel út, verst að það er ekki alveg mikið af léttmeltum upplýsingum í boði eins og FreeNAS og NAS4free. Ert þú að nota OMV?


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf gardar » Þri 12. Mar 2013 21:49

odinnn skrifaði:Er rétt byrjaður að skoða þetta en OpenMediaVault og mdadm lítur rosalega vel út, verst að það er ekki alveg mikið af léttmeltum upplýsingum í boði eins og FreeNAS og NAS4free. Ert þú að nota OMV?


Nei ég kýs að nota textaviðmót fram yfir grafískt/vef-viðmót, er líka að nota þetta á enterprise leveli þar sem vefviðmót þvælist bara fyrir.
mdadm er hland einfalt í uppsetningu og notkun http://linux.die.net/man/8/mdadm

Hér eru leiðbeiningar sem gætu komið þér af stað: http://ubuntuforums.org/showthread.php?t=517282

Væri eflaust ekki vitlaust að byrja á að búa til virtual vél með virtual diskum og prófa þig þannig áfram, bæði hentugt vegna þess að þú tapar engum gognum með klaufaskap og þú ert mun sneggri að hringla fram og til baka með 1gb virtualdiska en 1tb harða diska.

Ef þú lendir í einhverju veseni er ekkert mál að skjóta á mig spurningu eða kíkja yfir á linux-raid póstlistann.



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Þri 12. Mar 2013 22:56

Ohh þarf ég þá að læra á VM líka... :popeyed en það samt ekki al vitlaust þar sem ég get prófað þetta áður en ég byrja að fjárfesta. Þetta "ævintýri" ætlar engan enda að taka...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf gardar » Þri 12. Mar 2013 23:10

Það er nú ekkert að læra ef þú ferð bara í eitthvað einfalt eins og virtualbox, ættir að vera up and running með virtualbox á 5 mínútum.

Það er góð venja að æfa sig á virtual vélum... Hægt að búa til tilbúnar "bilanir" osfrv. og sjá hvernig kerfið bregst við. Getur verið viðkvæmt að leika sér of mikið í "live" umhverfi þar sem þér er ekki sama um gognin.



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Mið 13. Mar 2013 00:54

Já lítið mál að keyra þetta í gang en tekur smá tíma að ná valdi á forritinu, hefði átt að geyma að prófa þetta þangað til á morgun, einn og hálfur tími farinn og kl að detta í 2... gaman að vakna í vinnuna á morgun.

Það var pínu spes að boota upp stýrikerfi og stoppa bara síðan í commandline, hef aldrei unnið með það ever... komst síðan að því að ég þarf væntanlega að búa til aðra VM vél til að geta skoðað webgui-ið þar sem ég get væntanlega ekki tengst VM vélinni með alvöru vélinni?

Takk fyrir allar upplýsingarnar hingað til, en núna er það svefn.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Mið 13. Mar 2013 21:28

Búinn að vera að prófa OpenMediaVault í dag það lítur ágætlega út, þá er ég sérstaklega hrifinn af mdadm. Ekkert mál að bæta við drifum og stækka þannig plássið og það var ekkert mál að tengja Windows Backup við folder og senda afrit. En það sem ég á erfitt með er takmarkað úrval af plugins, og vegna takmarkaðar þekkingar minnar þá finnst mér frekar mikilvægt að aðal þjónusturnar sem ég vill nota eins og torrent og dlna. Var að pæla hvort það væri hægt að keyra mdadm bakvið eitt af stóru NAS kerfunum þar sem það væri auðveldara að læra commandline-in fyrir það. Stærstu distroin eru hinsvegar byggð á freeBSD þannig að það virkar nú varla.

Er aftur byrjaður að velta fyrir mér hvort heimasmíðað sé málið, upplýsingar liggja ekki alltaf fyrir og akkúrat núna er ég orðinn virkilega þreyttur á að leita að upplýsingum og gúggla míg í hringi...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf slapi » Mið 13. Mar 2013 23:31

Ég er búinn að hafa annað augað á þessum þræði þar sem ég er að pæla að skipta út Synology stæðunni.

Openmediavault heillar mig ,sickbeard plugin er til ásamt bittorent client , spurning hvort það er hægt að láta það tala saman í þessu OS-i. Ætla að henda saman í testvél um helgina.



Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Leita að server/NAS kerfi með stækkanlegu raid-i

Pósturaf odinnn » Fim 14. Mar 2013 00:22

slapi skrifaði:Ég er búinn að hafa annað augað á þessum þræði þar sem ég er að pæla að skipta út Synology stæðunni.

Openmediavault heillar mig ,sickbeard plugin er til ásamt bittorent client , spurning hvort það er hægt að láta það tala saman í þessu OS-i. Ætla að henda saman í testvél um helgina.

Sickbeard er samt ekki stutt af OMV, var einmitt að reyna að lesa einhvern þráð um sickbeard og couchpotato en hann er heil 51 síða og ómögulegt að finna nýjustu og bestu upplýsingarnar. Vildi að OMV væri með betra plugin safn/wiki/how to þræði. Mér er sama þótt þeir segji að þetta virki kannski ekki 100% en þá sleppur maður allavegana við að eltast við fæla út um allt. Finnst eins og menn sitji bara úti í sínu horni og fá þetta bara til að virka í sínu eigin systemi. Ef þeir eru svo góðir að deila með okkur lausninni þá týnist hún bara í svona risa þráðum sem almennur núbba notandi (ég) gefst upp á að lesa vegna þessa að ég skil ekki hvað menn eru að tala um. Það virðist ekki vera neitt miðlægt skjalasafn með þeim forritum eða lausnum sem virka og eru menn bara að hýsa breytta fæla sjálfir og eru því stundum ekki til staðar þegar maður reynir að ná í þá.

Eftir að hafa eitt núna einhverjum mánuði í rannsóknarvinnu á bæði hardware og software þá heillar það mig ekki mikið að sjá þessa umræðu á OMV spjallinu, virkar eins og aðeins of mikið nördaspjall þar sem ég skil ekki hvað þeir eru að tala um og skaðar mig andlega... en vegna þess hversu mikinn tíma ég er búinn að eyða í þetta þá vill ég helst ekki gefast upp.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb